Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 16
76 LESBÓK MORGUNBLAÐSINP í Skorradalsvatni er ormur mikill og eru sagnir um það að fyr á öldum hafi menn þóst sjá svarta rák eða hrygg eftir endilöngu vatninu en það er afar langt. Stund- um sást ormurinn reka einstaka hluta upp úr vatninu, svo sem hausinn eða sporðinn, og hefir þá verið mjög langt á milli þeirra. Stundum hefir hann teygt kryppuna svo hátt, að hana hef- ir borið yfir há fjöll. Aldrei birtist orm- urinn nema fyrir einhverjum illum tíð- indum, annað hvort vondu voðri eða mannskæðum drepsóttum. Mest bar á orminum á 17. öld og kvað svo ramt að, að menn voru hræddir um, s>ð hann mundi eyða sveitina. Fengu Skordæl- ingar því Hallgrím prest Pje1,ursson til að afstýra þessum ófagnaði nálægt 1660. Hann varð vel við bæn þeirra, og kvað orminn niður á báðum end- um og í miðjunni, svo að hann má ekki mein gera síðan. En á jólaföstu 1858 sást skrímslið marga daga í röð og alt fram yfir jól. Og enn sást það 1870 í vatnsósnum og var þá í lögun eins og áttæringur á hvolfi. (Ó1 Dav.) Úr brjefi frá Matthíasi Jochumssyni til síra Jóns Bjarnasonar í Winnipeg (30. des. 1901): Davíð Östlund ætlar að fara að gefa út kveðskap minn: 4 bindi á fjórum árum (þó ekki stærri rit mín) og gefa mjer 25 kr. fyrir örkina og 30 fyrir óprentað frumort. Það getur orðið mjer og mínum styrkur — ef lifum. En hvað á maður að lifa kominn undir sjötugt? Aðrir vinir okkar við sama. Óvinir? Nú, hann skrítni Haísteinn? (þ. e. sjera Hafsteinn Pjetursson) — a very crank and curious fellow! Svona fóstur fæðir enn Frónið okkar kalda. Hýði tíu helgir menn hann um aldir alda! Um 1860 gerði Ásgeir alþingismaður á Kolla- fjarðarnesi skip út til hákarlaveiða á Skagaströnd. Formaður var Sigurður Gunnarsson frá Hausastöðum í Garða- hverfi á Álftanesi, en átti þá heima á Breiðabólstað í Vesturhópi. Einn af hásetum hans var Magnús, sonur Sig- FRÁ VESTMANNAEYJUM. Ungur eyjarskeggi horfir á eftir haf- skipinu, sem er að sigla út úr höfninni. Til vinstri er Heimakletttur, hafnargarðarnir sjást og í fjarsýn er Bjarnarey. urðar hreppstjóra á Heiði í Göngu- skörðum, ungur maður, allfjörugur og manna hraðkvæðastur. Aðrir tveir há- karlaskipaformenn höfðu uppsátur sitt í Höfðanum: Ólafur frá Vindhæli og Jón Einarsson er Gjögrarar kölluðu Skaga-Jón, mikill fyrir sjer, en ærið ölkær. Það hefir verið ritað norðan, að morgun þann, er í leguna var róið, segði Skaga-Jón: „Hæítast mun jeg nú á sjó komast í þessum róðri. Ólafur má vara sig, en Sigurður ferst“. Sagt er að Magnús Sigurðsson, háseti Sigurð- ar, stæði að baki Jóni er hann mælti þetta og kvað þessa vísu: Þó jeg sígi í saltan mar sú er eina vörnin: ekki syrgir ekkjan par eða kveina börnin. Skip Sigurðar fórst í þessum róðri og menn allir. Vísuna hefir Gestur Pálsson tekið í eina sögu sína. Ormsbæli. Flatt sker, austanvert við Papey í Suður-Múlasýslu, heitir Ormsbæli Það er í mæli, að þar hafi legið ortr.ur á gulli eða dreki til forna, þangað til Hollendingur einn, sem Kumper hjet, skaut á bælið með fallbyssum, til þess að hrekja orminn af gullinu og ná því sjálfur. Þess er ekki getið, hversu mik- ið gull Kumper fann í Ormsbæli, en hitt er sagt, að ormurinn hafi fyrst flúið til Ormskers og þaðan inn á Ham- arsfjörð og komi þar í ljós fyrir stór- tíðindum. (Úr ferðabók Olavíusar). Þessa vísu orkti Skúli Magnússon landfógeti til Eggerts Ólafssonar þegar harn sigldi 1764: Farðu vel af fósturjörðu, farðu vel, þó autt sje skarðið, farðu vel með frægðarorði, ' farðu vel í hilmisgarða. Einar Hafliffason lögrjettumaður í Skaftholti var kvæntur Sigríði dóttur Jóns Magnús- sonar frá Bræðratungu. Um fráfall Ein- ars er sú sögn, að hann fekk svo hart andlát, að dauðastríðið stóð yfir þrjú dægur. Síðasta dægrið var sunnudagur. Þá var lesinn lestur á Jónsbók. Á með- an fekk Einar svo hart kast, að stúlk- unni, sem las, felst hugur og þagnaði. En Sigríður rak henni utan undir og bað hana að halda áfram og lauk hún við að lesa. Enginn bilbugur fanst á Sigríði. Hún sagði aðeins þetta, sem uppi er haft: „Hann vill ekki skilja við mig, hann Einar minn“. Loks ljet hún þó sækja messuklæðin og leggja yfir hann, því trúað var, að það væri ráð til að stytta dauðastríðið. Er sagt að þá hafi Einar undir eins dáið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.