Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 49 MANNRJETTINDASKRA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA ÞRIGGJA mánaða ársþingi Sameinuðu þjóðanna er nýlokið. Hverjar frjettir fekk almenningur aðallega frá þessu þingi? Það var um ágrein- ing á stjórnmálasviðinu, sem erfitt reyndist að jafna. En hvað hefir mátt lesa mikið í blöðum um mannrjettindaskrána, sem samþykt var á þessu sama þingi án mótatkvæða af 48 ríkjum? Þau samþyktu m. a. að hjer eftir skuli virða það. að allir menn sjeu bornir jafn rjettháir: að varðvcita trúfrelsi, skoðanafrelsi, ritfrelsi og fundafrelsi í öllum þessum ríkjum og vinna að því að svo megi verða með öllum þjóðum Það er erfitt að segja nú, hver áhrif þessi samþykt kann að hafa í framtíð- inni. En ef þess er minnst. hve geisimikil áhrif mannrjettinda vfirlýs- ing frakkncska þjóðfundarins árið 1789 hafði og hefir haft alt fram á siðustu tíma, þá sýnist bað ekki óvarleg tilgáta, að þessi samþykt 48 ríkja geti haft mikil og góð áhrif á þróun mannkynsins eigi síður en samþykt þjóðfulltrúa eins rikis fyrir hálfri annari öld. (Úr áramóta- ræðu herra Svcins Björnssonar forseta). 1 inngangi að þcssari JVlannrjett- indaskrá, segir nicðal annars: Sameinuðu þjóðirnar hafa skuld- bundið sig til þcss með sáttinála sínuni, að virða mannrjcttindi, niannliclgi og jaínrjetti manna og kvcnna. Það cr því nauðsynlcgt að allar þjóðirnar lcggi hinn sama skilning í hvað sjc niannrjcttindi og einstaklingsfrelsi. Þess vegna hirtir Alþjóðaþingið cftirfarandi alhcimsyfirlýsingu um mannrjett- indi til eftirbreytni fyrir allar hin- ar saincinuðu þjóðir: 1. Ailir menn eru frjálsbornir og fæðast jafnir að virðingu og rjett- indum. Þeir eru gæddir gáfum og skynsemi og þeir eiga að breyta hver við annan sem bræður. 2. Allir eiga tilkall þeirra rjett- inda og frjálsræðis, sem um getur í þessari skrá, án nokkurrar und- antekningar vegna þjóðernis, lit- arháttar, kyns, tungumáls, trúar- \j-3.sð2.j sinna, asttsrnis, efnahags og annars. Ekln ma fara í neitt manngreinarálit vegna stjórnmála, löggjafar nje afstöðu þess lands, þar sem maður er fædd- ur, livort sem það er sjálfstætt, und ir annars vernd, eða ósjálfstætt, eða fullveldi þess á cinhvcrn hátt tak- markað. 3. Hver maður á rjett til að lifa og njóta frelsis og öryggis. 4. Engum manni má halda í á- nauð nje þrældómi. Þrælahald og þrælaverslun cr stranglega bann- að. 5. Engum manni má misþyrma, nje beita hann ómannúðlegri nje vansæmandi meðferð eða refsingu. G. Hver maður hefir rjett til þess, hvar sem er í lifehninum, að vera viðurkendur ríkisborgari. 7. Allir eru jafnir fyrir lögun- um og njóta jafnt verndar laganna án nokkurs manngreinarálits. Ail- ir hafa jafnan rjett til verndar lag- anna án livers konar manugrein- arálits. En mamigreinarálit er bann að í þessan skra, eða tilraun um manngreinarálit. 8. Hver maður á tilkall til íuli- kominnar uppreistar hjá ábyrgum þjóðlegum dómstólum, ef brotin eru á honum þau mannrjettindi, sem stjórnarskrá eða lög hafa veitt honum. 9. Engan má taka fastan eftir geðþótta, kyrsetja nje gera land- rækan. 10. Hver maður á heimtingu á, án manngreinarálits, að íá mál sín rannsökuð og úrskurðuð opinber- lega og rjettlátlega af óháðum og óhlutdrægum dómstól. 11. Hver maður, sem grunaður cr um reísivert athæíi, á kröfu til þess að vcra álitinn saklaus, þang- að til hann heíir reynst sannur að sök samkvæmt lögum og opinberri rjettarrannsókn, þar sem houum var gefinn kostur á að bera fram varnir. Engan má dæma sekan fyr- ir að gera eitthvað eða láta eitt- hvað ógert, ef brotið varðar ekki við lög lands hans eða alþjóðalög þegar það var framið. Eigi má held- ur dæma neinn til þyngri refsing- ar en lögheimil var, þegar honum varð yfirsjónin á. 12. Eigi má eftir geðþótta blanda sjer i einkamál neins manns, fjöl- skyldulif, heimilislif nje lmýsast i brjef'hans. Eigi má heldur rægja menn fra æru og áliti. Hver mað- ur a kröfu til lagaverndar gegn öllu slíku. 13. Hver maður hefir rjett til að íerðast frjáls og óhindraður og taka sjer bólfestu hvar sem liann vill 1 sínu landi. Hver maður hefir rjett til að yfirgefa hvaða land sein er, bar a meðal sitt eígið land, og aö koma aftur heim til lar.ds síns.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.