Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1948, Blaðsíða 6
514 LESBOK morgunblmbsins MERKILEG MVIMDABOK Húsavík við Skjálfandaflóa NÝLEGA hefur Bókfellsútgáfan gefið út í bókarformi 72 uppdrætti frá íslandi eftir Auguste Mayer. Fylgdu þeir hinu mikla og merka riti, sem gefið var út í Frakklandi um Gaimard leiðangurinn 1835— 1836. Segir Benedikt Gröndal svo um leiðangurinn og ritið: „Skipið, ?em Frakkar sendu til íslands hjet „La Recherche“ (Rannsóknin) og á því voru margir lærðir menn, nátt- úrufræðingar og málarar, undir forustu Gaimard, en hann spurði þegar uppi hina lærðu menn vora, og voru þeim sendar óskrifaðar, fallegar, bundnar bækur, sem ætl- ast var til að yrðu fyltar með at- hugasemdum um landið og sendar aftur, að jeg held; slíkar bækur veit jeg til að allir kennararnir fengu, sjera Árni í Görðum, Stein- grímur biskup, Jón landlæknir o. s. frv., en bæði var það, að þær voru ekki heimtar aftur og svo var ekk- ert um beðið eða fyrirlagt um þetta, svo engir sendu aftur bæk- urnar, enda var þeirra aldrei vitj- að eða að þeim spurt; tvær bækur voru sendar hverjum og stóð á kjölnum „Voyage de la Recherche“ og eitthvað meira. Eftir mörg ár ritaði faðir minn á þessar bækur ágrip af Lexicon poeticum og er það nú í Landsbókasafninu, meðal handrita föður míns. Á þessari ferð Frakka var öllum ósköpum safnað af allskonar hlutum, náttúrugrip- um og öðru og alt uppmálað af frá- bærri list og prýði og útgefið í Par- ísarborg. Verk þetta er í mörgum hlutum.... Þó að ýmsar skoðanir í jarðfræði sje nú breyttar, þá hef- ur þetta verk gildi fyrir alla tíma, og allar myndir í því eru hrein listaverk. Það er gefið íslandi og geymt á bókasafninu, en ýmsar myndir merkra manna hafa horfið úr því á fyrri tímum Aldrei hefur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.