Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 137 — Þefurinn af verksmiðjunum berst yfir bæinn og allan fjörðinn Siglufjörður. unt neinnar hvíldar, hvorki nótt nje dag, viku eftir viku. Náttsvalinn ber til okkar þefinn frá verksmiðjunum. Hann berst út yfir allan fjörðinn. Jeg býst við því að Reykvíkingar mundu nöldra, ef þeir ættu við hann að búa, en hjer er hann talinn sjálfsagður, og enginn maður minnist á hann. Nóttin er fögur, tungl og stjörnur blika á heiðskírum himni og speglast í lognsljettum fý'ðinum. Snækrýndir fjallatindar eru allt umhverfis og teygja sig hátt upp í dökt næturloftið og endurkasta tunglskininu eins og þeir sjeu sjálflýsandi. Sigurður Pjetursson Skipið okkar er uppljómað stafna í milli, og það er glaumur og kátína hjá piltunum okkar. Þeir hafa náð sjer i öngla og færi og beita síld úr lestinni. Og svo renna þeir og — draga fisk, þótt þeir sjeu því með öllu ó- vanir. En það gerir máske skemmt- unina enn meiri. 20—30 fiska hafa þeir dregið. Það eru laglegir fiskar. 12—18 þumlungar á lengd. Og við hvern fisk, sem dreginn er, vex áhug- inn og kátinan. Þeir eru svo heillaðir af þessu, að þeir gleyma því að ganga til náða, en standa og „skaka“ þótt komin sje rauðanótt. Siguröur Pjetursson Jeg get ekki slegið botninn í þetta án þess að minnast að eins á Sigurð Pjetursson, skipstjóra. Það var holl og góð ráðstöfun hjá Eimskipafjelagi íslands þegar það fól honum að hafa með höndum alla umsjá eða eftirlit með leiguskipum sínum, sem það hafði á stríðsárunum og hefur enn. Jeg hefi ferðast með mörgum ensk- um og amerískum skipum á ferðum þeirra hjer við land, bæði við fisk- töku og annað. Auk þess hefi jeg við höfnina kynnst mörgum yfirmönnum á skipum frá báðum þjóðum. Þeir hafa allir talað af vinsemd og viður- kenningu um Sigurð Pjetursson. — Töldu þeir alla framkomu hans með slíkum ágætum, að annað eins væri vandfundið í framandi landi. Sjómannastjettin íslenska má því vera upp með sjer af því að eiga slík- an fulltrúa í sínum hópi. Runólfur Stefúnsson frá Litlahoiti. V V V V ^ Í^ztri hlioi Ul FÁTT þykir frjePnæmt nerr^. hað sem miður fer, óhöpp, slys, árekstrar, veikindi, hjónaskilnaðir og svo frrm vegis. Það er því nýtt, að blað eitt í Bandaríkjunum tók sig til að lýsa bjartari hliðinni á lífinu og er sú lýs- ing í fám orðum þessi: — Á þessu ári (1948) munu um 33,702,000 karla og kvenna verða gef- in saman í farsælt hjónaband. Á þessu ári munu um 87,481,710 menn ferðast í bílum og aka 350 biljón mílur án þess að verða fyrir slysi. Árið sem leið ferðuðust 12,577,184 menrn með flugvjelum innan lands, án þess að lenda í flugslysi. Um 990 börn af hverjum 1000, sem fæðast á árinu, munu ekki fá bein- kröm. Að meðaltali getur hver maður ferðast 996 miljón mílur með járn- brautum, án þess að lenda í járnbraut arslysi. Nú sem stendur eru í landinu 14, 800,000 fjelagsbundinna verkamanna, sem ekki eru í verkfalli. ^ ^ ^ ^ 4/ Sorg og gleði Engin gleöi er fullkomin nema aö minnsta kosti tveir fái aö njóta henn- ar í sameiningu. Engin sorg er ein- lœg nema einn sje um aö bera hana.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.