Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1948, Blaðsíða 16
76 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SIGURÐUR SKÁLD Á JÖRFA (d. I£70' vur gerður að dannebrógs- manr i eftir miðja 19. öld. Eilt sinn var hann stacidur 1 Reykjavík, eít:r að hann var nýbúinn að íá dannebrogskrossinn. Var honum þá nýtt um varninginn og bar hann krossinn framan á sjer um göturnar, utan á litt sjálegum fötum. Á Hlíðarhúsastíg (Vesturgötu) mætir honum Eirikur meistari Magnússon, sem þá var skrifari hjá bæjarfógetan- um í Reykjavík. Verður Eiríki litið á krossinn og víkur hann sjer hvatskeyt- lega að Sigurði og segir, því að hon- um hefur líklega þótt hvað öðru hjá- leitt, reiðingurinn á Sigurði ðg kross- inn: „Hver andsk.... hefur hrækt þessu á þig, maður?“ Þá varð Sigurði orðfall í eina skiftið á ævinni. BRÚÐKAUPSVEISLUR Á HORNSTRÖNDUM Þorvaldur Thoroddsen segir að ná- kuhnugur bóndi á Hornströndum hafi .lýst svo fyrir sjer brúðkaupsveislum þar fyrir 60 árum: — Um morguninn fyrra veisludaginn fá boðsmenn kaffi, lummur og brennivín; nokkru seinna er morgunverður borinn á borð, smurt brauð og brennivín; þá er sunginn borð- sálmur. Önnur máltíð um miðjan dag er steik, kaffi og lummur. Þriðja mál- tíð undir kvöld, rúsínugrautur eða vín- súpa og síðan er sest að drykkju og sungið og kveðið sjer til skemtunar. Veislan sjálf stendur oftast hjá efnaðri bændum tvo daga og fer fram seinni daginn, sem hinn fyrri. Borð|estirnir borga fyrir sig, þegar þeir fara, 2—10 krónur eftir efnum og ástæðum. SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ lenti í málaferlum út af tvíkvæni. Þóttist hann laus við fyrri konu sína, er hann gekk að eiga Kristínu Illuga- dóttur, en löglegur hafði sá skilnaður ekki verið. Fór og svo að Sigurður var fundinn sekur og með hæstarjettardómi 1839 var refsing hans ákveðin 20 vand- arhögg. Þegar Sigurði var birtur dóm- urinn, varð honum þetta að orði: „Þess hef jeg oft heyrt getið, að skáld hafi verið dæmd til dauða, en aldrei til hýð- ingar“. — Árið eftir var hann leystur frá dóminum með konungsbrjefi, gegn því að hann greiddi 20 ríkisdala sekt. Á Reykjavíkurflugvelli. Hjer sjest ein af hinum stóru frönsku farþegaflugvjel- um, sem eru í förum milli Parísar og New York, vera að taka bensín á flugvell- inUm í Reykjavík. Til hægri handar á myndinni sjest stjórnturninn, sem hefur eftirlit með flugi á norðanverðu Atlantshafi og fylgist með hverri einustu flug- vjel, sem þar er á ferð. Frá þessum turni fá flugvjelarnar veðurfregnir og hvers konar upplýsingar, sem þær þarfnast. (Ljósm. Ólafur K. Magnússon). GUÐMUNDUR BERGÞÓRSSON skáld var aumingi til heilsu mestan hluta ævi sinnar, máttlaus í báðum fót- um og hægri handlegg. En vinstri hönd- in var heil upp að alnboga og gat hann skrifað með henni. — Guðmundur átti heima á Arnarstapa á Snæfellsnesi árið 1701. Þá fór Jón biskup Vídalín eftir htsferð um Vesturland og kom að Stapa. Talaði hann lengi við Guðmund og fanst mjög til um gáfur hans. Þegar biskup fór þaðan kastaði hann fram þessari stöku um Guðmund: Heiðarlegur hjörvagrjer, hlaðinr. ment og sóma; yfir hann jeg ekkert ber utan hempu tóma. SKÚLI MAGNÚSSON landfógeti var fremur grannur og kraftalílill, en sjera Jón bróðir hans var heljarmenni. Eitt sinn sátu þeir yfir borðum bræðurnir, og varð þeim þá eitthvað sundurorða, því að Skúli hafði gaman af að stríða bróður sínum. Um þær mundir átu heldri menn af tin- diskum og tinfötum. Þegar rimman fór að harðna sá Skúli að Jón var orðinn dreyrrauður í framan, en hafði tekið tinfat og hnoðaði það saman milli handa sjer. Þá stóð Skúli upp í snatri og hraðaði sjer út. HREINT MÁL og óspjallað stendur tvímælalaust í nánu sambandi við lífsvenjúr og hætti hverrar þjóðar. Þegar málið breytist, þá taka og siðirnir venjulega að spill- ast (E. Ól.). % TRÖLLKONURÚM er mælt að höggvið sje í klöpp í Víði- dalsá. Það er 15 álna breitt og 8 álna langt. En þró þessa hefur vatn grafið. ÁLÖG Á MÁLMEY Þau eru álög á Málmey á Skagafirði, að þar má enginn búa lengur en 20 ár. Aldrei má hestur koma þangað, því að þá verður húsfreyjan brjáluð. Mýs þríf- ast þar ekki, hvað sem til þess kemur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.