Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ¥ 7 R E Y K J A V ÍKURHÖFNIN SAGAN segir að Ingólfur Arnar- son hafi valið sjer hjer aðsetur vegna þess að hann fann hjer öndvegissúl- ur sínar reknar á land. Þjóðin hefir tekið ástfóstri við þessa sögu. Þótt hún falleg. Þó hún sje ólíkleg. Og Ingólfur yrði ekkert minni maður fyrir það, þó hann hefði af hyggju- viti og framsýni valið sjer þann bú- stað, sem síðar varð höfuðstaður þjóð ar hans. Nokkuð er það að Ingólfur valdi staðnum nafn eftir víkinni, höfninni. Hún hefir kanske verið nokkru skjól betri fyrir vestan átt, en hún varð síðar, er Grandinn út í Effersey eydd ist, eða sökk meira og meira í sjó. En um þetta verður ekkí fjölyrt hjer að þessu sinni. Eftir að verslunin var lögð nið- ur í eyjunum og Reykjavík hafði feng ið kaupstaðarrjettindi 1786, háði hin slæma höfn mjög vexti og viðgangi staðarins. En við þetta var þó látið sitja í meira en heila öld. Engin til- tök fyrir sakir fátæktar landsmanna, að gera svo við „vík“ Ingólfs, að hún yrði höfn í orðsins fyllsta merkingu. Áður en hafist var handa á hafn- arbótum hjer í Reykjavík, var ekki hægt að lenda hjer nema smábátum. Öll stærri skip urðu að liggja fyrir akkerum langt frá landi og uppskip- un og útskipun að fara fram á bát- um. Þegar vont var veður og ókyrr sjór, var oft ekkert hægt að vinna við afgreiðslu skipa sólarhringum saman. En skipin, sem voru á höfn- inni gátu rekið á land og brotnað. Svo að segja strax og verslunin var gefin frjáls með lögum sem gengu í gildi 1. apríl 1855, var farið að hreyfa því, að koma á hafnarbótum hjer í Reykjavík. En þá var róðurinn þung- ur, þegar um meiriháttar framfara- mál var að ræða. Hafnarnefnd komst þó hjer á fót, með reglugerð sem sett var árið 1856. Gerði hin nýskipaða hafnarnefnd ítrekaðar tilraunir til þess að ganga úr skugga um, hvernig tiltækilegast væri að bæta hafnarskil yrðin hjer. Vildi hún fá hingað sjer- fróðan mann til þess að athuga stað- hætti. En dómsmálaráðuneytinu í Höfn, er hafði íslandsmál með hönd- um, þótti það of kostnaðarsamt að senda hingað mann í þessu skyni, og lagði til að lýsing yrði send til Dan- merkur af öllum staðháttum, en á- ætlun samin eftir henni. Eftir nokk- urt þóf fjekkst verkfræðingur hing- að. Hann gerði áætlun um bygging lokaðar hafnar er átti að kosta 50 þús. ríkisdali. Skömmu síðar tók mað ur að nafni Koch að sjer póstskipa- ferðir hingað, með skipinu Arcturus. Hann taldi heppilegast að gerð yrði hjer bryggja, er átti að kosta 5000 ríkisdali. Stiftamtmaður rjeði frá bryggjugerð. En vildi að hjer yrði gerð lokuð höfn, þó hún yrði marg- falt dýrari. En stjórnin í Höfn vildi fallast á hvorugt. Danskir kaupmenn hjer höfðu þá ofurlitla bryggjustúfa fyrir uppskipunarbáta í fjörunni. Buðu þeir stjórninni ókeypis afnot af bryggjum þessum, og þar með var hafnarmálið úr sögunni í bili. Árið 1896 fóru kaupmenn bæjar- ins fram á það við bæjarstjórn, að málið yrði tekið upp að nýju, fenginn yrði verkfræðingur til þess að gera hjer mælingar og áætlun um kostnað við hafnargerð. Var þetta gert. Verk- fræðingurinn Paulli að nafni lagði til að gerð yrði vatnsheld skipakví út frá miðbænum og gætu skip siglt út og inn í kvína um flóð, en skjólgarð ur gerður utan um kví þessa. Átti þetta skáldlega mannvirki að kosta 4.6 miljónir króna, er var langt fram yfir það sem hægt var að leggja fram á þeim tíma. Árið 1905 er málið tekið upp að nýju. Hafði Reykjavík eflst og stækk að talsvert næstliðinn áratug, og meiri framfarahugur í mönnum en áður, komin innlend stjórn og margt breytt til batnaðar. Sneru kaupmenn sjer til bæjarstjórnar og báðu um að nú yrði hafnarmálið rannsakað til hlítar. Bæjarstjórn fól hafnarnefnd framkvæmdir í málinu, en hafnar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.