Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1945, Blaðsíða 1
12. tölublað. Sunnudag'ur 25. mars 1945. XX árgangur. U»fald«rpr«iUmlð>* t .4 ÍSLENSK LEIKLIST ER ALDAGÖMUL — Athuganir Lárusar Sigurbjörnssonar — LÁRUS SIGURILJÖRNSSON rit- liöfundur hefir unnið niikið að rannsóknum á gömlum leikritum, íslenskuni. Fyrir nokkru átti jeg tal um ]>essi mál við Lárus og sýndi hann jnjer þá hið mikla safn íslenskrá leikrita, sem hann á. líyrjaði hann að safna handritum af íslenskum leikritum árið 1927 og viða að sjer fróðleik varðandi leikritasýningar hjer. Er jeg spurði hann að því, hvað hefði vakið áhuga hans á rann sóknum þessum, skýrði hann svo frá: ,,Það var fvrst er jeg las um ]>essi ‘mál í ritum þýsku rithöfundanna Foestions og Carl Kiichlers um s- lenska leiksögu að jeg tók að kynna mjer það. sem skrifað hefir verið um íslenska leiklist. Þá sá jeg að menn greindi á um marga hluti, sem jeg áleit, að engum ágreiningi iþyrfti að valda. Til þess að fá úr því skorið, hver hefði á r.jettu að standa í einstökum atriðum, þá fór jeg að grúska í ýms handrit. sem gejrmd eru hjer í Landsbóka- safninu. En í þessum efnum, sem öðrum, er þar óþrjótandi lind fróð- Jeiks. Fann jeg þá fljótt m. a., að Poestion hafði að sjálfsögðu aldrei Fyrsta „leikendaskráin‘‘ frá Hóla- vallarskóla með hendi Sigurðar Pjeturssonar, sýslumanns. lesið mikið af þeim leikrituiti. sem jhaiin hafði þó skrifað um. Jafnvel ekki leikrit sjei'a Snorra Björnsson- ar á Jliisafelli. Sperðil, sem Snorri hefir samið í kringum árið 1760. Segir Poestion, að persónur í leik þessum s.jeu aðeins tvær, en þegar jeg fór að athuga eigin handrit sjera Snorra, þá sá jeg strax, að persónur leikritsins eru sjö. Sami höfundur segir ennfremur, að leik- rit þetta sje einskis virði, en jeg ]ít svo á, að þar hafi hantt á röngu að standa, því að í leikriti þessu er m. a. mikilsverð og merkileg þ.jóðlífslýsing frá þessum tímum, einkum um flökkumenn, hætti þeirra og landshornaflakk allt. 1 þessu leikriti koma einnig fram einustu leyfarnar, sem varðveittar eru af skólapiltaleikjum úr Skálholtsskóla fyrir 1760, þegar frá eru talin hand- ritin af „Skraparotsprjedikun“ sem er ræða ,,biskups“ úr skólapiltahópi, haldin á svokölluðum „Herranótf- um‘ ‘. „Margir hafa litið svo á“. sagði Lárus, ,,að skólapiltaleikirnir í Ilóla vallarskóla á síðustu árum 18_ ald- ar, s.je upphaf að Jejkritaflutningi hjer á Jandi, en í því efni hefi jeg ‘komist á aðra skoðun. Einkennilegt væri, ef allur leiki'itaflutningur á íslandi ætti rót sína að rekja til, skólapiltaleikjanna einna, enda eins dæmi í leiklistarsögu siðaðra þjóða. Sannleikurinn er sá að skólapilta- leikritin eru aðeins áfangi í leikrita- sögu vorri.en að vísu þýðingarmikill áfangi, þar sem þeir tengja saman Jeiklist nútíðar og fortíðar. 1 upp- haflegri mynd sinni birtist leiklist- in í skólum landsins á svokölluðum „Ilerranóttum" í Skálholtsskóla, sem voru ven.julega haldnar á haust-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.