Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1943, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1943, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 367 Hcrtha. Pauli: Hvernig jólasálmurinn *.Heims um bói< varð tii Sálmurinn „Heims um ból“, sem nú er sunginn á hverj- um jólum meðal allra kristinna manna, var saminn fyrir meira en 100 árum. — í þessari grein skýrir höfundurinn, Hertha Pauli, frá hvernig þessi undirfagri jólasálmur varð til, og hvernig fjögur börn urðu til þess að gera hann fyrst frægan. — SACIA ÞESSI gerðist í Hallein. smáþorpi einu í austurrísku ölp- unum. Það var aðfangadagur jóla árið 1818. Kaþólski prestur- inn Joseph Mohr sat einn í bóka- safninu sínu og las í biblíunni. öll börnin í þorpinu og dalnum voru full eftirvæntingar, því að jólin voru í nánd, og þau áttu að fá að vaka til þess að hlusta á aftansöng í kirkjunni. Veðrið var stillt og börnin báru logandi kerti á leiðinni niður dalinn, svo að að hann var engu líkari en gríðarstóru jólatré, þar sem hundr að kertaljósa voru á sífelldu iði. En þes9i fagra sjón virtist eng- in áhrif hafa á unga prestinn í þorpinu. Opin biblían lá á stóra eikarborðinu hans, og hann var önnum kafinn við að semja ræð- una, sem hann átti að flytja við aftansönginn. Hann las aftur sög- una urn hirðana og engilinn, sem birtist þeim og sagði: „Yður er í dag frelsari fæddur í borg Davíðs .......“ Séra Mohr var einmitt að lesa þessa setningu, þegar barið var á dyr hjá honum. Það var bónda- kona, sem komin var og færði honum þá frétt, að kona fátæks viðarkölamanns, sem bjó hátt uppi í fjöllunum, hefði alið barn þenna sama dag. Foreldrar barns- ins höfðu sent hana til þess að biðja prestinn að koma og blessa það, svo að það mætti lifa og dafna. Séra Mohr varð rojög hrærður, þegar hann gekk inn í hrörlegan og illa lýstan kofa kolagerðar- mannsins. Móðirin lá í rúminu, hamingjusöm á svip, með hvít- voðunginn sofandi í fanginu. Þessi sjón hefir sjálfsagt verið lítið lík þeirn atburði, sem gerð- ist í borg Davíðs, en þó fannst prestinum allt í einu eins og síð- ustu orðin, sem hann las í biblí- unni væri töluð til sín. Þegar hann var aftur á leiðinni niður dalinn, varð hann hrifinn af því, sem fyrir augu og eyru bar. Hlíðarnar voru uppljómaðar af blysum fjallabúanna, sem voru á leiðinni til kirkju, og frá þorpun- um hljómuðu víðsvegar að ómar kirknaklukknanna. Séra Mohr varð fyrir reglu- legum jólainnblæstri. Þegar hann var seztur í bókasafninu sínu eftir aftansönginn, reyndi hann að færa í letur það, sem komið hafði fyrir hann. Áður en dagur rann, hafði séra Mohr komið hugsunum sínum og tilfinningum í ljóðform. Á jóladag samdi svo vinur hans, Franz Xaver Gruber, söngkennarinn í þorpinu, iag við það. Börnin í þorpinu heyrðu prest- inn og kennarann syngja. Kirkju- orgelið var ekki í lagi, svo að þeir urðu að notast við það, sem þeir höfðu — raddir sínar og gítar, sem Franz Gruber lék á. ..Þegar öllu er á botninn hvolft". Ararð Gruber að orði, „mun Guð jafnt hevra til okkar þó að org- elinu sé ekki til að dreifa.“ Þessum mönnum hefir sjálfsagt ekki órað fyrir því, að þeirhöfðu skapað lag og ljóð, sem átti eft-ir að berast til allra landa. þar sem jólin eru haldin heilög, og að fjögur börn yrðu til þess að hefja það til frægðar og frama. Það orkaði ekki tvímælis í Zillerdalnum í austurrísku Tviol- ölpunum, að fegurstu söngradd- irnar þar um slóðir hefðu Strass- erbörnin fjögur: Caroline, Joseph, Andreas og Amalie litla, sem var kölluð Maly og var svo ung að hún gat varla beygt orðin rétt. ..Þessi Strasser-börn,“ voru þorps- búarnir vanir að segja, „syngja alveg eins og næturgalar.“ En það var fleira líkt með þeim og næturgölunum, því að á hverju vori fóru börnin fjög- ur norður á bóginn til Leipzig í Saxaríki, þar sem hinar árlegu, frægu kaupstefnur voru haldnar. Það stóð þannig á því, að faðir þeirra var hanzkagerðarmaður. og börnin voru látin sýna og selja mjúka gemsuskinnglófana, sem vöru frægir um víða veröld. Það var mikið um dýrðir í Leipzig meðan á kaupstefnunni stóð, og litlti börnin frá Ziller- dalnum voru hálfringluð' og vilt í vsi og þysi stórborgarinnar. En þá tóku þau það til bragðs, sem þau voru vön að gera heima hjá sér, þegar eitthvað amaði að þau sungu saman. Og það, sem þau sungu oftast, eftirlætissöng- urinn þeirra — A-ar „Heims um ból.“ Karl Mauracher, frægur orgel- smiður í Zillerdalnum, hafði kennt börnum þennan söng. Hann hafði eitt sinn verið beðinn að gera við orgel í nágrannaþorpinu, og er hann hafði lokið viðgerð- inni, bað hann orgelleikarann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.