Morgunblaðið - 17.10.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. október 1965 Matthías Johannessen: Hversdagsganga um borgina ÞEGAR ég ekki alls fyrir löngú gekk meðfram Tjörninni og dáðist að gömlu húsunum sem þar standa eins og dálítil minn- ing um það sem var gott og hlýtt en er nú löngu liðið, komu mér í hug orð ungra erlendra stúdenta, sem hér voru á veg- um Varðbergs, þeir sögðu: Okk- ur er sagt að þið hafið þá ástríðu að eyðileggja gömul hús. Við skiljum þetta ekki. Þið eigið nokkur gömul og falleg iús, og þau eru miklu meira yndi útlendu gestsauga en flest nýju húsin ykkar. Ég sagði við stúúentana að við yrðum að byggja upp nýj- an bæ og mörg gömlu hús- anna hefðu staðið illa og verið óhrjálegir kumbaldar; sum jafnvel eitthvað í líkingu við meinlætahróf papanna sem hingað flæktust undan lífs- prálsgnauði kirkju og aðals. Stúdentarnir svöruð" einungis því, að vonandi létum við tím- ans tönn eina um gömlu -allegu húsin í bænum. Annað væri siðleysi og ósamboðið NATO- ríki! Um þessi uppbyggilegu orða- skipti var ég að hugsa þar sem leið mín lá eftir Tjarnar- bakkanum. Ég rifjaði upp að höfnin hefði einhvern tíma ver- ið kölluð hjarta Reykjavíkur og einn af stórdiplómötum landsins hefði fundið upp ' það snjallræði að nefna græna skemmtigarðana „lungu borg- arinnar“ — hvað var þá Tjörn- in? Ég komst að þeirri niður- stöðu að hún gæti hvorki verið eyru borgarinnar né nef ekki heldur vömb eða nýru, svo ég lét við það sitja að hún væri — bara Tjörnin. Einnig í slát- urtíðinni. Auðvitað var margt skemmti- legt í gamla daga ekki síður en nú — og annað leiðinlegt. Það er t.d. mikill munur á drit- kofunum í Grjótaþorpinu cg húsunum sem standa við Tjörn- ina; eins og það er sjálfsagt að mestur hluti Grjótaþorpsins hverfi, þó ekki væri nema a£ heilbrigðisástæðum, og öll sú ringulreið sem því fylgir verði möluð í miskunnarlausri kvörn gleymskunnar, á sama hátt get- ur varla nokkrum manni dottið í hug í alvöru að rífa falleg marglit timburhúsin við Tjörn- ina, — sem minna á virðulegt göngulag aristókratanna á þeim haldgóðu tímum sem nú heyra til fortíð og sögu (að vísu skemmir ljósaskilti íslenzk-er- lenda, en einhvers staðar verða vondir að vera). Þessar hug- leiðingar eru engin rómantík, heldur þrælpraktísk fagur- fræði. Einhverjir tala um að nú skuli rífa hús Thors Jensens, sem Ólafur Thors og systkin hans ólust upp í, sögufrægan stað þó ekki kæmi hlutur templaranna til, en varla bráð- liggur á því ef litið er á lánd- rými í bænum. Húsið er kannski ekkert listaverk, en það stendur fallega við Tjörn- ina og heldur öruggan vörð um margt, sem vert er að muna. Auk þess megum við ekki við því að missa „græna lungað“ umhverfis það. Þegar ég kom að lóðinni á horni Vonarstrætis og Suður- götu, þar sem nú er bílstæði en áður bjó Nicolai Bjarna- son, höfðinglegur maður í aug- um okkar sem áttpm nokkurn bakhjall, og þar af leiðandi ítök í Suðurgötunni, blasti við mér fögur og vinaleg sjón: stórt og gamalt tré með ódrepandi vor í hverju laufi. Þetta tré hefur af miklum manni að má orr oirommtilppt, væri að eiga við það samtal, ef það leysti frá skjóðunni. En líklega verður bið á því. En nú fór ég að velta því fyrir mér, hvort ekki mundu vera fleiri merkileg tré hér í bæ og þá ástæða til að reyna að vernda þau, eins og gömul hús og aðra málleysingja. Ég sá í hendi mér, að tréð í garðin- um hans Nicolai Bjarnasons er bæjarprýði, yndi mörgu hvers- dagslúnu auga sem veiðir ekki annað í gæftaleysi líðandi hring iðu en svart malbikið — þetta endalausa myrkur stórborg- anna. Nei, þetta tré má ekki falla fyrir okkar hendi. Og enn hélt ég áfram og nú að Túngötu, þessu Miðjarðar- hafi æsku okkar, og þar blasti þá við stórt, hálfeinmanalegt tré á bílstæði, sem áður var garður Magnúsar dýralæknis; aristókratískur álmur í fölgul- um laufklæðum og minnti á sumar sem var horfið — minnti á fólk sem einnig er horfið. Einhvern tíma hefur það líka haft yndi af þessum sprota. Vonandi lætur Electric hann standa. Ætli hann sé ekki eitt elzta tréð í bænum, spurði ég sjálfan mig, og hét því að hitta Hákon Bjarnason að máli og spyrja hann. Það loforð við sjálfan mig efndi ég aldrei þessu vant næsta dag. ★ Hákon Bjarnason var fús að ganga með mér um bæinn og sýna mér gömul og virðuleg tré. „Það verður auðvelt fyrir mig að kynna þig fyrir þeim“, sagði hann, „þú skalt ekki halda að þau fari í manngreinarálit". Nei, það var eina vonin. Það var haust í lofti, en hlýtt, og himinninn málaður af ósýni- legum meistara með gráum, þykkum pensilförum — ekki hefði verið hægt að segja með skáldinu í fallegu ljóði að við Hákon hefðum fundið „ilm hollan úr hreinum kerum / há- sumarvindanna" — nei, það var komið í okkur haust og ilmlaus suðaustanrigning í þokubökk- um lengst úti við hafsauga. Samt sleit hann ekk; einu sinni úr sér í bænum ,hvorki ýring- ur né dropakast á næstu grös- um; veðurguðirnir á okkar bandi — okkar og trjánna. Og ég hugsaði hlýtt til Kjarvals, nú yrði hann bráðum áttræður, og þá hlógu steinar og blóm og gleðjast ekki yfir þeim árangri sem vinnufúsar hendur hafa náð í hljóðlátri umönnun á mold og misfrjóum sverði. Stundum fer þessi vinna for- görðum, það var dapurleg sjón að sjá garð séra Jóns Auðuns eftir páskahretið 1963. Þegar ég var í menntaskóla var talað um nýtt undratré sem væri allra garða bót og yxi svo hratt að glöggur maður sæi það bókstaflega vaxa, eins og þegar Heimdallur, vörður goðanna, „heyrir ok þat, er gras vex á jörðu eða ull á sauðum“. Þetta tré var nefnt Alaskaösp, og voru miklar vonir við það tengdar. En það fór um Alaska- öspina eins og margt annað sem við eru bundnar sterkar vonir, að hún stóðst ekki ís- lenzka hretið, þegar á herti. Þegar margir héldu að öspin væri að leggja undir sig him- in og jörð, féll hún unnvörp- um hér í Reykjavík og austan- fjalls, þegar minnst varði, kól niður í rót og stóð ekkert eftir nema feyskinn stofn. Fyrir norðan og hverjar sunnlenzkar. „Þessar tvær hljóta að vera norðlenzkar", sagði hann, „Þær eru lauflausar. Allt hitt birkið er enn með laufi, sumt enn grænt eins og þú sérð“. Ég virti- fyrir mér lögmál náttúrunnar og þótti gaman að skilja og vita margt sem lá í augum uppi. ef þekking var fyrir hendi, margt sem heyrði ekki endilega til þeim tiltölulega afmarkaða hring, sem var mín veröld. Aldrei hafði mér dottið í hug, að ég ætti eftir að þekkja norð- lenzkt birki frá sunnlenzku í reykvísku görðunum. Mér finnst bærinn skemmtilegri eftir en áður. Og kannski átti ég, langskóla genginn spekingur, að vita þetta allt upp á tíu fingur! En það eru ekki einungis trén sem setja svip á borgina, það eru ekki síður blómin eða vafningsviðurinn ,sem klifrar upp eftir steingráum húsunum og breytir svip þeirra, gerir þau viðkunnanleg og mannhæf- X. V JT s < ■. \ I \ / ÚW' \ Yf ^ \ U. £ tveimur eða þremur árum sendi skógræktin sérfræðing- til Al- aska að sækja sýnishorn og kynna sér, hvort við mundum ekki geta fengið heppilegri teg- undir af öspinni.Sú ferð virð- ist hafa borið ávöxt, gerðar hafa verið tilraunir hér heima með plöntur frá ýmsum stöð- um í Alaska, fylgzt með því hvenær þær laufgast eða fella blöðin. Nú er sýnt að við höfð- um fengið öspina frá of norð- lægum stöðum, þar springur hún fyrr út en sú ösp sem sunn- ar vex. Nú má því ætla að við eignumst Alaskaösp sem á eft- ir að prýða og fegra borgina okkar. Og sitkagrenið umhverf- is útilegumann Einars Jónsson- ar vestan við gamla kirkju- garðinn virðist kömið frá rétt- um breiddargráðum, það spjar- ar sig. Aldréi fyrr hafði íslenzki útlaginn svo hlýjan bakgrunn að lífi sinu. Með örlög asparinnar í huga tekur því að minnast á Bæjar- 7A ■T trén brostu. Það var verðug af- mælisveizla. Gróðurinn í bænum lengir sumarið um hálfan mánuð. Þó margt fari úrhendis eða öðru- vísi en til er stofnað, stappaði það nærri vanþakkiæti að istaðarbirkið sem þarf V2 mán. 'lengri vaxtartíma en norð- lenzka birkið, að því er Hákon sagði mér. Þegar við gengum eftir Suðurgötunni meðfram kirkjugarðinum gat hann bent mér á hvaða hríslur væru að ari. Geitblöðungurinn er annað hvort gulur eða blár, en með allri virðingu fyrir honum er bergfléttan utan á húsi Björns Ólafssonar við Hringbraut fall egasti vafningsviður sem hér hefur sést; hún er sígræn, en geitblöðungurinn ekki. Og hve- nær kemur að notum að tré séu græn — ef ekki á vetrum, þeg- ar kalt norðhjaramyrkrið ligg- ur á sálinni eins og bleksvart malbik. — ★ — Þó áhugi minn beindist fyrst og síðast að gömlum trjám í bænum, fannst mér það harla góð uppástunga hjá Hákoni að skreppa niður á Hringbraut, og skoða bergfléttuna. Þegar við komum þangað, hittum við frúna að máli. Hún fór með okk ur út í garð, og það var gam- an að sjá hvernig hún.horfði á plönturnar sem höfðu notið góðs af umhyggju hennar og ástúð. Það var gagnkvæm gleði, og mér fannst fuglasöngurinn stóraukast, meðan hún sagði okkur frá garðinum sínum. Það var eins og þrösturinn ætlaði að fara að verpa aftur, nei gat það verið? Frúin sagði okkur að bergfléttan þyrfti mikla um- hirðu, — hún þyrfti að fjar- lægja gömul blöð og klippa sprota sem hlýddu ekki lögmál- um sinnar tegundar. Það eru víða til sérvitringar en í dýra- ríkinú. Frúin sagðist taka afleggjara eða græðlinga í ágúst. Ég spurði hvenær hún hefði fengið fyrstu plönturnar og sagði hún að þær hefði kona Einars Pét- urssonar komið með, þær eru frá Skotlandi. Áður var reynt að flytja þennan vafningsvið inn frá Danmörk, en tókst ekki. Frúin sagði að bergfléttan hefði þolað páskahretið mikla 1963, „samt var ég nýbúin að pilla laufin af, þegar kuldalcastið kom.“ Hún renndi þakklátu auga upp eftir bergfléttunni sinni, árangurinn af umhyggju henn- ar og hlýjum höndum var sýni- leg staðreynd; hún hafði breytt köldum steini hússins í sígrænt sumar, sjálfri sér og vegfarend- um til yndis. „Þessi, græni lit- ur hlýjar,“ sagði ég. „Já“, svar aði frúin „hlýjan frá bergflétt- unni nær líka inn á heimilið.*4 Og svo kvöddum við berg- fléttuna við Hringbraut. A leiðinn upp að Gróðrarstöð sagði Hákon mér, að áður fyrr hefði verið ógerningur að rækta tré í görðunum við Hring braut og Sóleyjargötu — „þau drápust öll af hraunsalla og moldryki úr . götunni“, sagði hann .Nú eru þessir garðar, eins og þeir geta orðið fegurstir er- lendis. Milli þeirra eru engar girðingar, enda ástæðulaust. Girðingar eru fyrir sauðfé, ea ekki fólk. — ★ — Á leiðinni upp í Gróðrarstöð rifjuðum við upp þá hlálegu staðreynd að garðræktin er komin til Reykjavíkur, eins og margt annað, fyrir • einberaa misskilning. íslendingar vlldu fá íslenzkan landlækni, en danska stjórnin var ráðin í að senda hingað Schierbeck. Pieynt var að fella hann á íslenzku- prófi, ef það mætti verða til þess að annar fengi embættið, en mistókst. Schierbeck kom — og þó ekki sé vitað til að hing- aðkoma hans hafi markað nein þáttaskil í sögu læknisfræðinn- ar, braut hún blað í garðræktar sögu verðandi höfuðborgar. Landlæknir gerðist nefnilega brautryðjandi í garðrækt, eink um trjárækt, og búum við enn að merku starfi hans eins og sjá má í Aðalstræti. Auðvitað skipti litlu máli hver hér varð landlæknir, því læknis- fræðin var ekki upp á marga fiska í þá daga, eða á þeim árum þegar einn helzti læknir landsins lýsti því blákalt yfir að enginn mannlegur máttur fengi hann til að trúa því, að til væru bakteríur. Og ekki óttaðist hann um læknisheiður sinn fyrir bragðið. En hanit hefur ekki heldur verið sá eini hér á landi, sem hefur neitað að trúa því sem augu hans sáu ekki og eyru hans heyrðu ekkL Yið héldum áfram göngunni um borgina og mér fannst Reykjavík fegurri og merki- legri bær eftir því sem ég kynntist görðunum betur; kannski ætti ég frekar að segja: ánægjulegri. Agnar Þórðarson skáld hefur lengi glímt við þá freistingu sem trén í bænum eru öllum sem kynnast þeim og rækta vináttu við þau. Hann sést stundum skjótast inn í ókunna garða og kíkja á sér- kennileg tré. Og hann hefur fylgzt með mörgum trjám í bænum um langt skeið, t.d. rómantískum kastaníutrjám. Það er eina rómantíkin sem ég veit til hann hafi iðkað í lif- inu. Áreiðanlega hefur skáld- skapur Agnars frekar grætt á þessum kynnum við garðana en tapað. í Gróðrarstöðinni stendur gamall og tígulegur álmur. „Hér upplukust augu min fyrst fyrir dásemdum moldar og gróðurs“, sagði Hákon. „Þegar ég var unglingur fór ég ein- hverju sinni með Birni heitn- um Þórhallssyni, biskups, hing- að suður í Gróðrarstöð og þá ss^gði Einar Helgason, garð- yrkjustjóri i’íkisins, við okkur: „Farið þið ít í beðið þarna, og étið eins og þið getið af jarðarberjum". Við létum ekki segja okkur þetta tvisvar. Beð- ið var skárhmt frá þar sem álmurinn nú stendur, og þar hámuðum við í okkur eins mik- ið af jarðarberjum og við gát- um. Áður hafði ég haldið að jarðarber væru aðeins til í dós- um eins og síld, en nú vissi ég betur. Við íslendingar höf- um ekki staðgóða þekkingu á málum sem þessum, eins og þú kannski veizt. Margir hér halda enn í dag að timbur sé búið til í verksmiðjum“. Ég gat þess við Hákon, að íslenzk skáld hefðu stundum flaskað á að- skiljanlegum náttúrum trjá- gróðurs, þegar þau hafa drep- ið á tré eða skóga í ljóðum sínum. En hvergi stæði þó í ís- lenzkum skáldskap, að timb-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.