Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1939, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1939, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 221 Sauðaþjófarnir íDýakoti Eftir Forna Hólmgeirsson; mörnium, til þess að vita livort þar fyndist ekki fleiri ristur, en sú ieit bar engan árangur. ★ ess má enn fremur geta, að í þessum, sama hól er annar' hellir miklu lengri. Hann er nú víða nær fuliur af mold, og eins hefir hrunið úr loftimi, en þó er liægt að skríða mn hann, og sums staðar hægt að ganga hálfboginn. Helst virðist svo sem tveir munn ar sje á lielli þessum. Er annar norðan í lioltinu, en hinn er sem hliðargangur syðst, austur úr holt- inu. Hellir þessi er, að því er mjer virðist, um 20 metra langur, en hvað hann er víður og hvort þar eru nokkrir afhellar, get jeg ekki sagt. Á honum eru tveir víðir stroinpar og skifta þeir honum í þrjá nokkuð jafna hluta. Jeg mint ist á það við bóndann í Traðar- liolti, hvort hann ætlaði ekki að moka þenna helli líka, en hann liristi liöfuðið og kvað nei við; það væri alt of mikið verk; þeir hefði fengið sig fullsadda á því að moka liinn hellirinn. Frá amerískri ritstjórnarskrif- stofu: — Hún segist hafa skotið mann- inn sinn og spyr hvort við getum komið því í morgunútgáfuna? ★ — Er þetta í fyrsta skifti sein þjer komist undir manna hendurf — Nei, einu smni fjekk jeg tíu króna sekt. — Er það alt og sumt, liugsið yður vel um. — Já, það er annars alveg satt. Jeg fekk seinna fimm ára fang- elsi. Gamlar sagnir lierma, að um aldamótin 1800 hafi tveir feðgar búið í Dýakoti í Suðurþingeyjar- sýslu, sem grunaðir voru um sauðaþjófnað. Það var álitinn hátt ur þeirra að fara um nætur, helst er rökltur færðist í vöxt síðsum- ars, og elta eina rollu á heiðinni, uns þeir næðu henni og dilk henn- ar og leiddu til bæjar í húminu. Næstu daga var svo jetið nýtt kjöt og slátur í Dýakoti. AJdrei tóku þeir feðgar fleiri kindur en tvær í einu og lifðu, ásamt kerlingu karlsins, á mötunui uns þrotin var. Bar þess vegna framan af mjög lítið á þessum sauðaþjófnaði, enda var Dýa- kotshyskið svo liyggið, að jeta af sjálfs sín sauðfje á veturna. Þó brá eitt sinn út af þeirri venju, og varð það til þess, að þjófsorðið komst á gang og meiri gætur voru hafðar á fólkinu. Ein hvern tíma á jólaföstu kom grár geldingur í beitarfje Dýakots- feðga og var hann frá næsta bæ. Stóðust þeir þá ekki mátið, heldur slátruðu honum til jólanna. En er þeir höfðu nýlokið drápinu, bar þar að beitarhúsamann þann, er geldinginn hafði í vörslu og rakst hann á skrokkinn og slátrið af Grána. Feðgar Jjetu sjer hvergi bregða og sögðust hafa tekið af honum höfuðið vegna þess, að steinsótt hefði verið byrjuð að kvelja hann. Tókst þeim að þvæla þetta mál svo, að ekki varð annað sannað nema geldingurinn hefði verið aðframkominn og þeir gert á honum gustukaverk. En grun- samlegt þótti atferlið og styrktist trú manna sumarið eftir, þegar noltkrir strákar lögðust út í heið- ina og þóttust verða varir manna í eltingaleilt við kindur. Urðu nú drjúgari búsílög Dýa- kotsfeðga, en áður, þar sem þeir sáu að þjófsorðið yrði hvort eð væri ekki umflúið. Var farið að hafa ráðagerðir um þjófaleit í kotinu, en þá dóu bæði karl og kerling með stuttu millibili, svo að aðförinni seinkaði. Strákurinn tók fljótlega saman við stelpu og fluttu þau með búslóð sína á einni truntu vestur að Steðja í Hörgár- dal við Eyjafjörð. Eftir burtför þeirra úr Dýa- koti var bærinn og umhverfið rannsakað og fanst ekkert grun- samlegt. En mörgum árum síðar var grafið djúpt í gamlan ösku- liaug skamt frá kotinu og komu þar upp þau dómadags ósköp af hálfbrunnum sauðabeinum, að þá þótti fullsannaðui orðrómurinn um sauðaþjófnað Dýakotsfeðga. Voru þá allar sakir fyrndar, sökum tímalengdar frá þjófnaðinum, og þar sem strákurinn kynnti sig allsendis óbrögðcttan í Hörgár- dalnum, lifði liann óáreittur til liárrar elli. ★ En ekki er nema hálf sögð sag- an af Dýakoti í sainbandi við bæði saman og ímyndaðan sauðaþjófn- að. Hjer að framan hefir verið sagt frá hinum sanna sauðaþjófn- aði, sem þar átti sjer stað, en eftir er að minnast lítilsliáttar á ímynd- aðan þjófnað af sama tagi, sem þar átti síðar að hafa verið fram- inn, og saklaust fólk var látið gjalda. Árið 1853 fluíti gagnvandaður og fátækur maður, Jakob að nafni, að Dýakoti og byrjaði búskap þar. Hann átti marga syni unga og barðist fjölskyldan í bökkum. En vegna óvenjulegs dugnaðar komst hún af, án sveitarstyrks og beið þá ekki lengi áður en farið væri að hafa í flimtingum að Jakob í Dýakoti stæli sauðfje, sjer og sínum til lífsviðurhalds. Magnaðist orðrómur þessi svo mjög, að Jakob var alment nefnd- ur „sauðaþjófurinn í Dýakoti" og hleyptu menn sjer því fremur upp í heimskunni, sem áður höfðu ver- ið misendismenn í kotinu og talið var sjálfsagt að þar gætu engir Framhald á bls. 225.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.