Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1939, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1939, Blaðsíða 1
10. tölublaö. Sunnudaginn 12. mars 1939. XIV. árgangur. I—laMiy—t—WJ» h.f. / Oðinn l^om frd Indlandi! Oðinn. alfaðir, æðstur guða og yfirdrotnari Ásgarðs og Valhallar, er nú á ný kominn á (lagskrá, því komið befir til mála meðal vissra manna að endur- vek-ja Ásatrú með nýtísku sniði og hefja átrvinað á Oðiim og.aðra guði forneskjunnar. í bók sinni, menningarsögu fornaldar, fullyrðir gáfumaðurinn Egon Friedell að Óðinn liafi lif- að. f kaflanum, þar sem hann lýs- ir andlegu viðhorfi þjóðanna, heldur hann þvi fram, að trúar- brögðin sjeu ekki runnin frá viss- um þjóðflokkum, heldur sjeu trú- arbrögðin upphaf að þjóðflokkun- um. Því sje með sanni hægt að segja, að á undan Múhameð hafi engir Arabar verið, engir fsraels- menn á undan Móse, engir Hell- enar fyrri en Hómer kom til sög- unnar, og þá engir Germanir fyrri en Óðinn birtist á sjónarsviðinu, því það eru, segir hann, trúar- brögðin sem saína fólkinu sam- an í ákveðna þjóðflokka. Óðinn gamli hefir því haft al- veg gagngerð áhrif á hinn ger- manska kynstofn. Og hafi har.n einhverntíma lifað á meðal manna, er það furðu merkilegt að frjetta hvaðan hann er kominn, hvaðan norrænar þjóðir fengu sinn alföð- ur og æðsta guð í fornöld. Fvrir nokkru síðan var haldin afmælishátíð Odense-borgar á Fjóni. f því tilefni skrifaði Josef Petersen í „Politiken" grein um liina fornu Dani, og mintist á, að fornar sögur herma, að Óðinn sjálfur hinn eineygði hafi átt að setjast að í Odense, „Óðins vje“. en nafnið bendir ótvírætt á, að staðurinn hafi verið helgaður Óðni. Margir sagnfræðingar, þar á meðal gamli Saxö Grartimaticus, liafa haldið því fram, að Óðinn liafi lifað og verið ástkær her- konungur þá hann lifði, en síðan tekinn í guðatölu og gerður öllum guðum æðri. En að hann öðlaðist hæsta tignarsæti rneðal guða seg- ir greinarhöfundur að komið hafi af því, að menn hafi átt bctra með að gera sjer grein fyrir lvon- um og öllu því sem hann var. einmitt af því hann hafði lifað og starfað meðal manna, heldur en hinum guðunum, sem voru ekki annað en hugmyndasmíð í s?m- bandi við náttúrufvrirbrigði, þrumur, eldingar eða jbrðar- gróður. Vafalaust hefir greinarhöf. þarna rjett fyrir sjer. Gaman er að fylgja frásögninni, sem hann hefir eftir Saxo um Óðinn, eí hörfaði undan sigursælum róm- verskum hershofðingja, hjelt fyrst vestur á bóginn inn í Garðaríki, en þaðan suður til Saxlands og síðast norður eftir og settist að á eyju einni, Óðinsey á Fjóni. Hann getur þess ennfremur, að sagnfræðingurinn Suhm haldi því fram, að Óðinn hafi flúið undan Pompejus liinum rómverska hershöfðingja, og ætti Óðinn eft- ia þessu að hafa verið í bandalagi við MitridáíPS, sem liataði Róm- verja og hugðist að umkringja keisaradæmið með óvinaherjum. Herferð Pompejusar gegn árásum þessum stóð yfir árin 66—62 f. Kr. og lauk með fullum sigri Rómverja. Mitridates þáði líflát af þræl sínum. En Óðinn fór sem sje norður á bóginn, settist að á Fjóni og varð alfaðir guða. Þetta getur alt verið meira og minna sannsýnilegt. En enda þótt sá hafi heitið Óðinn, sem fyrstur stofnaði Óðinsvje á Fjóni, er ekki þar með sagt að sá Óðinn sje það, er varð alfaðir í Ásgarði. Því hann mun hafa verið alt annar. En þeim skal fyrirgefið Suhm og Saxo gamla þó þeir vissu ekki alt það, sem menn vita um þettr. efni nú á dögum. ★ Óðinn kom nefnilega frá Ind- landi, löngu löngu áður en m'i- verandi tímatal byrjaði, sem mið- ast við Kristburð. Norsk kona i Ameríku, Helen Egilsrud að nafni, hefir ritað bók, er hún nefnir „Nýr dagur!“ Þar segir hún frá indverskum málfræðingi, Shastri, sem lagt hafi stund á að lesa og þýða indversk handrit, sem eru 5-—8000 ára gömul. í þessum heim ildum hefir hann fundið margt um uppruna norræunar menning- ar. í heimildarritinu Vishnapurau er sagt frá þjóðflutuingun- um frá Asigarh í Indlandi, og foringja þeirra, sem þaðan fóru, Yodin (Óðni). Þeir fóru um Kas- piskahafs londin yfir Kákasus og áfram norður eftir. Ef menn ætla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.