Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 180 Ungfrú Skagen... Min Skat, je" elsker diu Parfumes Duft, som briiifíer Virvar i min Snusfornuft------- Pað var sólbjartur vormorgun vfir Skagen. Malbikið í "öt- unbm svitnaði, börkur beyki- trjánna í húsagörðunum var snarp heitur og hafið utan við margult, sindrandi fjörubeitið var sem p:ló- andi silfureimyrja til ysta sjón- baufrs. ★ Hún er borin ojí barnfædd í þessum bæ. un<r o" fríð sýnnm, sól- brend í vöngum o<r táple<ra vaxin. Við skulum nefna hana: ungfrú Skagöu. Fyrir atbeina minna á- gætu gestgjafa baúðst hún til að sýna mjer þorpið í ljósi samtíðar- innar o» umboði þeirra, sem ungir ala þar aldur sinn nú á því herr- ans ári 1938. A þessum hátíðlega maímorgni lögðum við land undir fót og geng- um norðaustur úr bænum, eftir breiðum akvegi gegnum mosaþemb ur og meladrög. Þetta er nyrsti vegur þessa lands og við nyrðri takmörk hans er leiði Drachmanns uppi á gráum sandhólahrygg á grandanum milli Kattegats og Norðursjávar. Hjer kaus hann sinn hinsta hvílustað og valdi þenna ákveðna hól á meðal hól- anna, sem allir eru eins í lög- un og líkastir snjósköflum eftir langvarandi, iðulausar stórhríðar. Við tyltum okkur á grafhelluna og fengum okkur sígarettu í minn- ingu um skáldið og til að sýna hve börn tuttugustu aldarinnar geta verið blátt áfram og hispurslaus í framgöngu. Ungfrúin góða gaf ótvírætt í skyn, að sjer fyndist fátt eitt um þetta þorp og' kvaðst ekki geta skilið hvað ferðafólk sæi við það. Það voru engir bæjar- leiðadraumórar eða minnihátar bollaleggingar, 'sem brutust um í heila ungfrúarinnar. Hún vildi fara fótgangandi um vínekrur Frakklands, dansa í París, baða sig í Miðjarðarhafinu, klifa upp í Alpana og sjá allan heiminn. Og ekki nóg með það. Hún vildi eiga heima í einhverri stórri borg eða blómlegri sveit -— bara einhvers- staðar annars staðar en hjer. Og hún skýrskotaði til haugbúans með þessum orðum: Þjer ímyndið yður þó ekki, að gamli maðurinn, sein við sitjum yfir, - myndi eiga heima hjer á Skagen, ef hann væri enn á lífi. Nei, góði minn. Þjer megið vera vissir um, að hann væri flúinn hjeðan fyrir lifandi löngu....... I einhverri örvæntipgarkendri hefndarþrá gegn lífinu, er hafði kjörið hana útnesjadóttir, hóf uug- frúin að dangla hælunum í laus- an og skrælþurran sandinn, sem fylti og afmáði spor liennar óðar og hún reisti fæturna til nýrrar sóknar gegn forlagavaldinu. ★ Næsti áfangastaður var merkja- stöðin (Signalstationen) á næsta leiti fyrir sunnan. Þar hittum við Hansen stöðvarstjóra, er sýndi okkur öll merkjaflögg sín og sjón- auka — en sjónaukar þessir eru hinir dásamlegustu lilutir, ekki einungis vegna þess hve vel þeir greina fjarlæg skip í hafi, heldur og vegna hins, hve vel þeir greina allar athafnir baðgestanna norður í fjörunni á sumrin. Hjeðan má hjer um bd sjá livað þeir segja og hugsa — og eigi allsjaldan hafa þessir sjónaukar ljóstað upp hin- um helgustu leyndarmálum lífsins, er síðan var á allra vitorði, uns annað meira spurðist. Það er svo oft einhver iir hópi hinna tignu baðgesta. sem liafa þenna óslökkv- andi áhuga fvrir syndum annara, og sumt þetta fólk tekur sjer stöðu við sjónaukann í merkistöðinni og fórnar fvrir það aðgangseyri og tauagstyrkjandi sjóbaði. Spölkorn. vestan við merkja- stöðina gnæfir hið fræga b.jálka- stórhýsi: Skagens Badehotel. Það fellur inn í heildarsvip þessarar nöktu strandar eins og einn hluti hennar. Þvottakona með hvíta skýlu kemur út á svalir hallarinn- ar með gólfkúst og fatu. Annað fólk er hjer ekki á ferli. í júní verður hótelið opnað fyrir sumar- gesti, og þá er hjer ærið húsrúm fyrir tvö hundruð dvalargesti — tvö hundrcð gleðiþreyjandi sálir. þá nötrar gjörvöll höllin við háf- ið, nötrar af hamingju og alls- nægtum, og enginn gefur gaum þvottakonu með hvíta skýlu og skolpfötu. ★ Við göngum eftir hellubrautinni frá veitingasvölum sumarhallar- innar út í volgan, glitrandi fjöru- sandinn. Það er fráfall, og hjer bærist ekki hár á höfði. Við slík náttúruskilyrði er fimm mínútna gangur niður í sjávarmálið — en við aðfall og ylgdan sjó kaffærir hafið þenna rómaðasta baðstað Norðurlanda og felur undir hvít- um, sogandi öldufaldinum. Hjer stíga öldurnar sinn voðadans — og hjer brotnuðu mörg skip. Er við áttum nokkur skref ó- stígin að fjörumálinu laut ungfrú- in niður og greip upp í lófa sinn tvö fingurbein — hún sagði að það væru þumalfingurkjúgur. Henni brá ekki við þenna fund, og orðalaust vafði hún litla, skræp ótta silkivasaklútnum sínum utan um beinin og stakk þeim í kápu- vasann. Jeg spurði hvort hún ljeki sjer að leggjum — en hún kvað það vera sið Skagenbúa að hirða öll sjórekin mannabein og flytja þau í vígða mold. Þessa reglu hefðu og sumargestirnir tekið upp, því stundum fyndu þeir bein í bæl- um sínuin í sandinum, eða þau kæmu upp í spor.um þeirra, sem dansa í sjávarmálinu. Stundum dansar fólkið í sandinum og stund- um morar öll fjaran í nöktu fólki, sem gleðst yfir því að vera til. ★ Við stöndum í flæðarmálinu. Norðar getum við ekki farið nema vaða í fæturna. Eigum við að vaða og vita hve sjórinn er sval-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.