Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1938, Blaðsíða 4
164 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS S. B. hefir skrifað greinafiokk frá Skagen fyrir Lesbók. hjer birtist fyrsta greinin um Þorpið sem sökk í sand Sua liastijr svinder Dagen og Aftnen stunder til, * her var et andet Skagen. et bedre om mau vil. Holger Drachmann. O kagen nefiiist nvrsti taugi Jót- lands. Þar lá lengi í landi fátækt og umkomuleysi fólks, er iiáði liarða lífsbaráttu við ömur- leg náttúruskilyrði, sem stungu mjög í stúf við öunur hjeruð í því landi, er um margar aldir hef- ir verið eitt þjettbýlasta og best, nektaða laud veraldarinnar. ★ Laudnámssaga þessa skaga er orpin foksandi gleymskunnar. Memr vita þó. að sá er fyrstur festi þar bú lijet Þráudur, og var nefndur Þrándur smali. Það var á 14. öld. Á næstu öld eftir er risið þar upp ofurlítið þorp, sein öðlaðist kaupstaðarrjettindi með staðfest- ipgu konungs 1413 — og svo gleymdi sagan þorpinu og kaup- staðnum Skagen fram á 18. öld. Þá skefldi foksandi yfir ]>etta hjerað. Híbýli mamia urpust grá- um sandi, og hvergi sást stingandi strá. hvergi lækur eða lind. Hólar og hæðir af lausum sandi voru nú þar, sem áður voru grænir engjareitir og lvngivaxnir móar — og vfir sandauðninni grúfði þiign dauðans, þegar stormgnýinn iægði! En lífið kom aftur á vettvang. Skagensbúar mokuðu sig út úr sandirmm og heldu áfram sinni lífsbaráttu. við meiri erfiðleika og þrengri kjör en áður. Nú var sjór- inn eina björgin — og Skagabúar reru til fiskjar, björguðu siglinga- mönnum af reköldum og drukku brennivín. Annað frjettist ekki af þeim í næstu hundrað ár. Það er fyrst á seinni hluta síð- ustu aldar, að heimsmenningin læt- ur sig Kkagen nokkru skifia. Og Fröken Marie Bröndum. það gerðist á svo eftirminnilegan hátt, að það er víst að Skagen gleymist ekki fyrst um sinn. í einni svipað var þetta þorp orðið að listamannanýlendu og menningárakri fvrir öll Norður- lönd. Þangað flyktust skáld og rithöfunda.r músíkantar, og þó einkum málarar. Sumir festu þar bú og dvöldu þar öllum stundum, og skópu þar sín bestu verk. Aðrir dvöldu þar sem gestir — og þeir komu ávalt aftur uns æfin þvarr. Slíkri trygð tóku allir við þenna stað. ★ Margir kannast við skáldið og málarann Holger Drachmann. Hanu mun vera talinti einn fyrsti stofnaudi listamannanýlendunnar á Skagen. Hann hafði farið eirð- arlaus um mörg lönd, drukkið vín, elskað fagrar kouur, ort og mál- að — en hvergi festi hann yndi fyr en hann kom til Skagen. Lífs- barátta sjómannanna þar var hon- um traust og haldgott yrkisefni — og suður á heiði og norður á tanganum, þar sem Norðursjór og Kattegat fallast í faðma, gat hann talað upphátt við sjálfan sig, án þess að nokkur heyrði til hans. Málararnir P. S. Kröyer, Micha el Ancher, Anna Ancher, Carl Locher, Oskar Björg, Chr. Krogli og tónskáldið Alfvén, eru nöfn úr hópi þeirra listamanna, sem fyrir og eftir síðustu aldamót vörpuðu rómantískum æfintýrabjarma á þetta útkjálkaþorp og liófu íbúa þess og dægurstrit þeirra upp í annað veldi. ★ Þegar þetta er skrifað bý jeg á Lars Kusesvegi, en sú gata heitir eftir einum kunnasta björgunar- rnanni og fullhuga, sem þessa bygð hefir abð. Ut um herbergisglugg- ann minn getur að líta gamla skran- og nýlenduvöruverslun í lágu og kollhúfvdegu tígulsteina- húsi hinum megin á götunni. Það er eins og guð og menn haf'i konnð sjer saman um áð láta, sem allra miiist á þessu húsi bera. því húsin í kring og laufkrónur hárra beykitrjáa skvggja á það á alla vegu. Ef maður stendur um stund út við gluggann í herberginu mínu og virðir fyrir sjer fólkið, sem gengur út og inn um þessar versl- unardyr, þá sjer maður að þar gengur kynslóð frá síðustu öld. Þarna lötra gamlar konur með þríhyrnur á þríhyrnur ofan og rogast með nauðsynjavörur sínar í körfum og styðja sig við prik. Með þeim ganga lágvaxnir öldung- ar, hoknir í hnjám og bognir í baki. Þeir bera derhúfur á höfði, eru með vangaskegg og rakaða höku og margir totta bognar og hálfjetnar reykjarpípur. Þeir taka djúpt ofan fyrir ókunnugu fólki. Þetta eru leyfarnar af hinum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.