Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1936, Blaðsíða 1
 16. tölublað. Sunnudaginn 19. apríl 1936. XI. árgangnr. ÍMfuldarprantamiðja h.f. Hrakningar 09 víg Spánverja á Vestfjörðum 1615. Framh. Dirfskuför á bátum. Laugardaginn 23. september lögðu Spánverjar á stað úr Reykja firði, 83 menn á 8 bátum. Var þá enn mesta veður og sjógangur mjög mikill. Þótti mönnum þeir fara djarflega og undruðust að þeir skyldi komast heilu og höldnu djúpleiðis norður fyrir Strandir. Á þriðjudag komust þeir til Dynjanda í Jökulfjörðum. Þar var skipið og þótt það gæti ekki heitið sjófært, tóku þeir það Pjetur og Stefán og sigldu burt með skips- hafnir sínar. Segir nú ekki meira af þeim um hríð. Ránskapur og bardagi í Dýrafirði. Bátar Marteins voru fjórir og skiftu þeir sjer. Helt Marteinn á tveimur bátum inn til Æðeyjar, en hinir tveir bátarnir fóm fyrst til Bolungavíkur, og lágu þar um nótt. Á þeim voru 14 menn. — Sigldu þeir næsta dag og komu til Staðar í Súgandafirði og „gripu margt fyrir presti“. Þaðan fóru þeir til Þingeyrar og hnupl- uðu eða rændu víða, að sögn. Brutu þeir upp dönsku verslunar- húsin á Þingeyri og höfðu þaðan á burt salt og skreið, að því er síra Ólafur á Söndum segir. En er þedr fóru vestur um aftur söfnuðu Dýrfirðingar liði og urðu saman 30. Heldu þeir nú njósnum á um ferðir Spánverja og komu að þeim um nóttina, þar sem þeir lágu í sjóbúð eða nausti, utarlega með firðinum. Spánvérjar höfðu sett 3 varðmenn til að gæta báta sinna, og urðu þeir ekki varir við Dýrfirðinga. Einn maður í hópi bænda læddist þá niður að bátun- um, og fekk náð nokkru af vopn- um, sem þar voru. En er hann ætlaði að fara öðru sinni, urðu varðmeUn hans varir og sóttu að honum. Bárust skjót.t sár á hann og fell hann óvígur, en varð þó græddur seinna. Komu nú fjelag- ar hans að og hjuggu varðmenn niður. Eftir það veittu þeir aðgöngu þeim sem í húsinu voru, brutu upp dyrnar og rufu þekjuna. — Spánverjar vörðust karlmannle'ga og lá við að landsmenn hrykki fyrir þeim. Er sjerstaklega getið um það að þrír Spánverjanna hafi Árni Magnússon í Ögri og Kristin Guðbrandsdóttir. Myndin er gerð eftir myndum af þeim hjónum á kórbrik úr Ög- urkirkju i Þjóðminjasafninu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.