Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1935, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1935, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 19 Sjóferð í Æðarvík. Smásaga eftir Böðvar frá Hnífsdal. i. I>afi er dauflegt í Æðarvík á vetrum. Víkin skerst inn á milli, hárra, sæbrattra fjalla. Lítið er þar um undirlendi, en minna þó um gróður. Fjallahlíðarnar eru orpnar grjó'.i og auri, niður undir sjó, — aðeins á stöku stað vottar fyrir grasgeirum og mosadýjum. Snjór leggst þar snema að á haustin og þá verður umhverfið tcði ömurlegt. Fjöllin eru brött og iiggja ber- skjölduð fyrir hafáttinni, og snjó inn skefur jafnóðum þar af, nema 5. giljum og lautum. Steindrangar gnæfa því altaf upp úr fönninni, líkt og risavaxin tröll, og holurð- irnar skjóta upp kryppu, eins og ferleg þjóðsagna skrímsl- Þetta umhverfi setur að sjálf- sögðu sinn svip á þær íau hræður. sem hafast við í þorpinu yfir vetrartímann. Menn fara seint á fætur, rangla ut, taka ut kaffi hjá kaupmannin- um upp á vorvinnuna, og drekka það í pottatali — til þess að halda sjer vakandi yfir spilun- um, sem eru helsta dægrastvtt- ing þeirra. Flestir ung’ir menn í þorpinu fara ti] annara veiðistöðva á vetr- um. Sumir þeirra koma aftur með vorinu, aðrir aldrei. ‘ Þeir gleymast þó ekki strax, því að það er kostur og ókostur þessara smáþorpa, að hver þekkir annan, og veit alt um ætt lians og uppruna. Þessvegna er það, að á vetrarkvöldum, þegar sjó- mennirnir tala um svaðilfarir sín- ar að fornu og nýju, þar um slóðir og annarsstaðar, þá tala þeir um hina ungu menn, sem hafa farið iir þorpinu og ekki komið aftur. Og það myndast smám saman þjóðsög- ur um suma þessa menn. Einn hafði t- d. farið í siglingar. Maður af sama skipi sagði manni, sem svo aftur sagði öðrum og svo koll af kolli, að Æðarvíkingurinn hefði eitt sinn verið á gangi í út- landinu og sjeð, hvar sex bófar ætluðu að misþyrma stúlku og ræna hana- En Æðarvíkingurinn, sem var vanur ryskingum og barsmíðum író blautu barnsbeini, á hverri vorvertíð í Æðarvík, hann þreif (inn bófann og notaði hann fyrir kvlfu ti] að berja liina niður. Syo kom það upp úr kafinu, að raðir stúlkunnar var ríkasti út- gerðarmaðurinn í landinu. Hann gaf Æðarvíkingnum stórt og vel útbúið skip. — Iliiin ungi maður var því orðinn skipstjóri, gat siglt um iill ríki veraldarinnar. - Ef til vill ltemur hann einn góðan veðurdag hingað — á þessu stóra og fallega skipi, sögðu Æðar- víkingarnir. Svo heldu þeir áfram að tala um liinn óútreiknanlega gang lifs- ins úti í hinni víðu veröld. — Alt getur komið fyrir í út- landinu, sögðu þeir. II Það er fjörugt í Æðarvík á vorin. — Vermenn og fuglar drífa að úr öllum áttum, hvorirtveggja t liinum sama tilgangi, þeim — að hafa gagn af sjófangipu. Þorpið er eins og blómknappur, sem springur út og breiðir sig fagnandi móti sólunni, í djúpri lífsnautn og vaxtarþrá. Alt iðar af lífi. Kátir og fjörugir sjómenn ham- ast við verk sín, vikurnar út, nótt og nýtan dag. Fiskurinn kemur í iand, þar er hann afhausaður, slægður, flattur, þveginn, saltaður, umsaltaður, vaskaður og þurkaður. Alt kvenfólk, sem vetHngi getur valdið fer í fiskvinnu, og börn og gamalmenni hjálpa til að bréiða og taka saman á reitunum. Dag eftir dag skín sólin á salt- fiskinn og sjófuglana, svo að kven- fólkið dregur skýluklútana niður fyrir mitt andlit og karlmennirnir toga derið niður að augum — til að forðast ofbirtu. En það eru nú ekki allir dag- ar eins í Æðarvík, fremur en ann- arsstaðar. Stundum dregur upp bliku í norðaustri með morgninum og fyr en varir er kominn stinn- mgskaldi. Sjór ýfist og rýkur að lokum. Bátar eru dregnir hærra á land, skorðaðir vandlega og bundnir niður. Verkafólkið ber grjót á fiskstakkana á reitunum og klæðir þá meiri striga, því að hellirign- ing getur skollið á, þá og þegar. — Hann er genginn upp með stálgarð, segja sjómennirnir. 111. — — — Það hafði verið stál- garður í Æðarvík í nokkra daga. Sjóinennirnir voru orðnir órólegir út af því að komast ekki á sjó. Þeim fanst það lielsti mikil ó- nærgætni af yfirboðara veðrátt- i:nnar að láta koma bróðófært veð- ur, svo að dögum skipti, einmitt uú, þegar vertíðin stóð sem liæst. Þeir sögðu honum skýrt og skor- inort, að það væri ekkert vit í slíku ráðlagi. Svo hópuðust þeir saman í verslunarbúð Guðmundar Ormssonar og bölvuðu veðrinu liver í kapp við annan. — Þetta er meira veðrið, sagði búðarmaðurinn, um leið og liann rjetti Þorsteini Jónssyni, einum af formönnunum, rjólköggul. ’ — Þetta er helvískur strekk- ingur, svaraði Þorsteinn. Þorsteinn notaði aldrei nema þrjú orð um sjóveður: „rjómalogn“, sem var vel fært veður, „kul“, sem þýddi slarkfært, en bráðófært mann- drápsveður kallaði hann „strekk- ing“. — Fyr má nú vera fjandans i okið, á þessum tíma árs, sagði annar formaður. — Þetta er eins fg verstu haustgarðar, — en liann lygnir nú með kvöldinu, bætti hann við. — Betra seint en aldrei, taut- aði Þorsteinn. — Jæja, Láki, hvað segir þú um veðrið? spurði hann gamlan formann, sem kom inn úr dyrunum. — Það verður svona fram til lielgar, lambið mitt, svaraði hann. —Heldurðu það, sögðu margir í einu og sljákkaði í þeim hávað- inn, því að Láki var maður, sem þeir voru vanir að taka mark á. Hann var alment talinn bestur sjó- maður af öllum formönnum í Æð- arvík, og þótt víðar væri leitað, rnanna djarfastur og að jafnaði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.