Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 387 A J ÓLUM HJÁ Jóíil SlGVRÐSSYNI. FRÁSÖGN INDRIÐA EINARSSONAR. Einn af þeim, sem setiíS hafa við veisluglaðning á heimili Jóns Sigurfcsson- ar forseta, er Indriði Einarsson rithöfundur. Hann hefir sagt blaðinu, til birtingar í Jóla-Lesbók, frá endurminningum sínum um heimilishagi Jóns Sigurðssonar, frá jólaveislum og sun nudagaglaðningi, en IndriÖi var boðs- gestur Jóns forseta á fernum jólu koma heim til Indriða Einarssonar, í litla húsið hans niðri í bænum, sem ekki er við neina götu, en stendur í miðri húsaþyrpingunni, sunnan Kirkju- strætis, er sem að koma að tjaldabaki, þar sem enginn sjer mann, en maður er þó í návist við leiksvið Reykjavíkurlífsins. I samanburði við háu húsin, alt umhverfis, er sem þetta litla hús hafi falið sig þarna, ósnort- ið af öllu umhverfinu — þátt- ur úr liðnum árum. En húsráðandinn Indriði, er alt í senn, fortíð, nútíð og fram- tíð, geymir minningafjöld síð- ustu 60—70 ára, er þátttakandi í því sem gerist og með hugann 1 framtíðinni. ÍSLENSKA HIRÐIN, — Það var eins og að vera boðinn til hirðarinnar, að vera boðinn til Forsetans, sagði Ind- riði, er þetta bar á góma. — Jeg var þar aldrei á að- fangadagskvöld, eða jóladag- ana. Þá daga hafði Forseti ekki boð, nema þá fyrir nánasta skyldfólk. En svo hjelt hann fjölmennari jólaboð, ýmist á Gamlárskvöld t. d. eða á Þrett- ándanum. Jeg var boðinn þang- að á fernum jólum. 6. jan. var jeg þar 1874. — Hvaða gestum munið þjer eftir? — Það voru fyrst og fremst Sigurðarnir tveir, Sigurður Jónsson, uppeldissonur þeirra hjóna, síðar sýslumaður í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu, og Sigurður Lárentíus Jónas- son, er var aðstoðarmaður For- seta við ýms störf. Hann var skrifari í utanríkisráðuneytinu, og síðar skjalavörður þar. Þeir unnu saman vissar stundir, einkum á miðvikudögum, For- seti og Sigurður við afgreiðslu á Bókmentafjelagsbókum og brjefum o. fl. Þá var einn sjálfsagðasti gesturinn, Ásgeir Ásg'eirsson, eldri, kaupmaður á Isafirði. Hann var aðal umboðsmaður Jóns við þingkosningar, því ekki fór Jón vestur til að tala við kjósendur. Hjálmar Johnsen, kaupm. í Flatey, frú Magda- lena Lichtenberg, síðar frú Helgasen, systir Geirs Zoega kaupmanns, glæsileg kona á yngri árum, átti Lichtenberg kaptein fyrir mann, sigldi með honum um öll höf, og voru börn þeirra fjögur með í ferða- volkinu. Sagði hún svo frá, að þurft hefði hún að útbúa þau oftar en einu sinni, til að fleygja þeim niður í björgun- arbátana, ef yfirgefa þyrfti skipið. Fröken Sigríður Helga- son, matráðskona (Oldfrue) á Friðriksspítala, dóttir Helga Helgasonar prentara á Akur- eyri, Markús Snæbjörnsson, kaupmaður í Patreksfirði, Þor- lákur Johnson kaupmaður, er hann var í Höfn. Hann var ná- frændi frú Ingibjargar, konu Jóns, og Tryggvi Gunnarsson, er hann var ytra. — Af yngri mönnum man jeg helst eftir þeim Birni Jónssyni ritstjóra, og Kristjáni Jónssyni, síðar há- yfirdómara, en þeir voru miklir mátar nafnarnir Jón forseti og Jón á Gautlöndum. Þá man jeg þar eftir Guðna Guðmundssyni frá Mýrum, síðar lækni í Borg- undarhólmi. Þorleifi Jónssyni,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.