Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1931, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1931, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 187 Snorra-Eddu með nokkrum breyt- ingum, Málfrœðisritgerðirnar fjór- ar og Rígsþula-. Prófessor Sigurður Nordal hefir skrifað prýðilegan formála, er í stuttu máli fjallar um eðli fornbókmenta vorra, hversu þær liófust, hvaða öfl þar voru að verki, hlutverk Snorra og hvaða sæti rit þa-u, er bókin geymir, eiga í bókmentum vorum, tildrög þeirra, einkenni og áhrif. Að lok- um tekur hann feril bókarinnar til athugunar. I blekklessu í horn- inu á einu blaðinu, þykjast menn hafa lesið fangamark Guðbrands biskups og uppi yfir því Jón Sigm., er menn ætla að sje Jón lögmaður Sigmundsson, móður- faðir biskups. Þykir Sig. Nordal því sennilegt, að bókin sje komin frá Sólveigu Þorleifsdóttur, móð- ur Jóns, en hún hafi erft hana með Víðidalstungu og sje hún upprunalega úr búi Jóns Hákon- arsonar, þess er ljet gera Flat- eyjarbók, eða síra Einars Hafliða- sonar á Breiðabólsstað, þess er reit Lárentiussögu og Lögmanns- annál. Hvort þeir Einar Hafliða- son eða Jón Hákonarson hafi átt nokkurn þátt í því, að Ormsbók var rituð, verður ekki vitað. Það hefði nú óneitanlega verið gaman, ef hægt hefði verið að sanna, að síra Einar Hafliðason hefði ritað bókina. En nú vill svo til, að komin eru á Þjóðskjala- safnið þrjú skinnbrjef úr Árna- safni, sem víst þykir að sjeu með hendi síra Einars, sem sje: fasc. II, 4 frá 1352, fasc. II, 15 frá 1353 og fasc. II, 18 frá 1359.En því mið- ur er rithöndin á þessum brjefum í sumum atriðum svo ólík rithönd- inni á Ormsbók, að ekki getur komið til mála, að síra Einar liafi skrifað það handrit. Guðm. Finnbogason. 40 ára m i n n i ngar um sjóferðir undir Eyjafjöllum og Vestmannaeyjum. Eftir Svein Jónsson- á framleiðsluna og verksmiðju- hverfin. Myndimar gefa ofurlitla hug- mynd um þennan stóriðnað sem ekki verður lýst í stuttri blaða- grein. Corpus codicum Islundorum medii aevi. II. Codex Wormianus (The> younger Edda). MS. No. 242 fol. in The Arne- magnean Collection in the Uni- versity Library of Copenhagen. With an Introduction by Sigurður Nordal. Levin & Munksgaard, Publis- hers. Copenhagen MCMXXXI. Hin stórfelda útgáfa fornís- lenskra handrita, sem hófst með Flateyjarbók í fyrra, heldur á- fram með sama höfðingjabrag og byrjað var. Hjer er komið annað bindið, og ætlar útgefandinn hr. Ejnar Munksgaard sjer hvorki meira nje minna en að gefa \it, að öllu forfallalausu, eitt bindi á ári, meðan honum endist aldur til. Munu allir, sem fornbókment- um vomm unna eða við þær fást, óska þess að hann lifi sem lengst, því að með þessari útgáfu verða handritin endurborin á helstu bókasöfnum víðsvegar um heim og tiltæk hverjum, sem vita vill hvað þar stendur skrifað. Þessar eftir- rnyndir handritanna era svo vel gerðar og pappír og frágangur allur svo vandaður sem frekast má verða. Er alt útlit fyrir, að þessi útgáfa verði í sinni tegund hin stærsta á Norðurlöndum. Codex Wormianus, AM. 242, fol., eða Ormsbók sem tslendingar hafa kallað hana, er kend við Ole Worm. Hafði Amgrímur lærði, vinur hans, sent honum bókina 4 september 1628, með þeim um- mælum, að hann mætti halda henni svo lengi sem hann vildi. En Worm leit svo á, sem bókin væri sjer gefin og skilaði henni aldrei, en sonarsonur hans gaf Áma Magnússyni hana. Ha-ndritið er 63 blöð í arkarbroti, ritað vel og skil- merkilega, og er talið frá miðbiki 14. aldar. Er í því meginið af Jeg hefi áður ritað tvær greinir frá æskuárum mínum undir Eyja- fjöllum í Rangárvallasýslu. Það er fyrir mjer sem flestum öðrum, að æskuminningarnar em eitt með því dýrmætasta í æfi hvers manns. Nú fyrir skömmu var jeg spurð ur um, hvort jeg hefði ekki eitt- hvað fleira að segja þaðan, um æskuminningar mínar, þá duttu mjer í hug sjóróðramir og sjó- menska þar. Jeg veit, að það að lýsa sjóróðrunum þar, er vart við mitt hæfi, þó jeg hafi góðan vilja, og hafi róið þar og í Vestmanna- eyjum sjö ár. Sjávarútvegurinn undir Fjöllun- um var á margan hátt með öðra fyrirkomulagi en víðast hvar ann- ars staðar á landinu. Og allar framfarimar sem orðið liafa á því sviði annars sta-ðar hafa engu get- að breytt til hins betra þar. í flestum veiðistöðum er það að- allega eitt, sem sjómaðurinn stefn- ir að, og það er, að ná í fiskinn; við Fjallamenn verðum auk þess, að hugsa mikið um að komast á flot, og eins um a-ð lenda aftur, vegna brimsins. Þetta tvent er þar stærsta atriðið, og það sem margur hefir mist lífið við. Þó hefir það aðallega verið við lendinguna, — mjög sjaldan manntjón við að komast á flot þó erfitt sje. Okkar fyrstu sjómenn hjer á landi, voru auðvitað landnáms- mennirnir og þar af leiðandi voru fyrstu landnámsmennirnir undir Eyjafjöllum fyrstu sjómennirnir þar; og þeir voru þessir, eftir því sem Landnáma segir, Þrasi í Skóg- um, Hrafn enn heimski á Raufar felli, Ásgeirr kneif á Auðnum, Þór- geirr enn hörzki í Holti, Þórólfr á Þórólfsfelli, Ásgerðr á Kata- nesi, Ásbjörn Reyrketilsson, Þórs- mörk, Steinfinnr á Steinfinns- stöðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.