Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 4
LESBÓK ÍrOUGUNBLAÐSINfi li' tefla manntafl eða lesa útlend skáldrit en að læra, hve marga íbúa Bern hafi, eða hvenær Ludvig XIV. hafi komið til valda; og kennarar hans gefa honum afleit- an vitnisburð. En taki þeir góðu menn sína tvo lærisveina upp í þessum námsgreinum að ári liðnu, þá þomast þeir að raun uin, að báðir vita jafn lítið. Og hver hefir þá notað tímann sinn betur, sá sem æfði sig í manntafli og kynti sjer útlendar bókmentir, eða hinn, sem lærði alla veraldarsöguna utan að til að gera kennurum sínum til geðs og gleymdi henni svo aftur að nokkrum dögum liðnum? Það sem maður lærir á skóla- bekkjunum, gleymist þannig oft jafn skjótt og upp er staðið. En fái maður tækifæri til að rifja það upp í veruleikanum, sjá og heyra og reyna sjálfur það, sem dauður bókstafurinn megnaði ekki að festa í minni á varanlegan hátt, þá er með meiri vissu hægt að segja, að maður hafi lært það og kunni það. En slíkar „leksíur“ eru æði dýrar, kosta bæði tíma ög peninga. Gefst aðeins fáum útvöld um kostur á að læra alla landa- fræðina með því móti. En þegar forlögin bera mann til framandi lands, þá býðst tækifæri til að rifja upp hið gleymda skólastagl án mikillar fyrirhafnar og í þetta sinn á lifandi og skemtilegan hátt. Og þannig lærist margt fleira um landið og þjóðina, margt sem stendur hvergi skrifað í lærdóms- bókum vorum, en er engu síður fróðlegt og skemtilegt en annað. Til að kynnast þjóðinni og siðum hennar, er ekki nóg að fara yfir landið sem rjettur og sljettur ferðamaður, sem naumast hefir kynni af öðrum en hótel- þjónum og starfsmönnum við járn brautirnar, og helst fer til þeirra staða, sem fullir eru af útlending- um, hann getur kynst landinu mæta vel, en þjóðinni ekki. Til þess að þekkja þjóðina, verður að lifa og starfa með einstaklingum hennar, kynnast heimilum þeirra og leita upp þá staði, sem ekki eru spiltir af ferðamannastraum. Jeg ætla hjer ekki að gefa ítar- lega lýsingu á landi, atvinnuveg- um eða lifnaðarháttum í Sviss — Davíð Eftir Einar Þá Davíð stóð fyrir stóli Sáls — strengi hann drap undir orðum þess máls, sem hirðtunga varð vorra himna. Með Betlehems rísandi stjörnu hann stje og stillti sín ljóð fyrir ísraels vje. Um aldir beygir heimurinn hnje við hjarðkongsins voldugu ymna. Námfús á lífið hann náði hæð. En naðra blundaði í hjartans æð-. Hjarðknapinn hneigðist til skálar. — Svo útvaldi drottinn sinn afbrotalýð. Hans ætlun var hyldjúp. Til sigurs þarf stríð. Og yðrun krefst syndar, um eilífa tíð, svo ávaxtist pundið sálar. Já, Davíð var herra vors heilaga lands. Svo hátt gnæfði bragur og vilji þess manns, að dáðust drottnarnir sjálfír. Hans bæn flutti hásöng af lifandi list, sem ljóðbylgjur reisti á höfum yst. — Nú jarðsyngja trúna á Jahve og Krist játendur veilir og hálfir. Iðrun er kraftur. Hún krefur til hljóðs og knýr þá dýpstu strengi til óðs, sem víðboðum hjartnanna varpa. Sál verður ljósblind í sólar geym; en syndarinn týndíi leitar heim. Hann föðurhöndum er tekinn tveim. Þá tóna á Davíðs harpa. Oss dreymir í hæðunum hörpuslag, er hrynur í einu sem kór og lag, af setning samhljóms og raddar. En jörð verður stjarna heilög og hrein, þá hafdjúpsins mál talar bára ein — og undir þar tekur steinn við stein, uns strandir til hljóðs eru kvaddar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.