Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Blaðsíða 1
R flugi og ferð. j Tuíuegis farið samöcegurs milli Reykjauíkur og Hfcureyrar. Eftj rjA rna3|Ójl]a. Sama árið, sem sá merkisatburð- ur skeði, að bræðurnir Wright gátu lyft sjer frá jörð í farartæki, sem var þyngra heldur en loftið, fór jeg í fyrsta skifti frá Norður- landi til Reykjavíkur. Jeg lagði af stað frá Húsavík í Þingeyjar- sýslu 28. október á ,Vestu‘ gömlu, og steig á land í Reykjavík 17. nóvember. Jeg var rjettar þrjár vikur á leiðitoni og kom þó eng- inn óvenjulegur farartálmi fyrir. En á mátoudaginn var fór jeg hjer um bil sömu leið fram og aft- ur á einu dægri: Jeg fór á álíka mörgum mínút- um yfir Húnaflóa* og áður nam sólarhringum! Er það munur?' Það eru ekki ýkja mörg ár síð- an, að menn, sem þurftu að fara frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, urðu að leggja þá lykkju á leið sína að fara fyrst annað' hvort til F.nglands eða Danmerkur. Sam- göngum á sjó var þannig háttað þá. Á landi voru þær ekki betri. — Skreiðarferðimar, helstu að- dráttaferðir bænda, eru í minnum þeirra er nú lifa. Enn eru á lífi þeir menn, sem voru hálfan mánuð eða þrjár vikur í skreiðarferðum austan úr Raögárvallasýslu eða Skaftafelissýslu vest.ur til ver- stöðvanna á Reykjanesi og komu heim aftur úttaugaðir, með úttaug- aða hesta og helmeidda undan þorskhausaklyfjum. Hugsið ykkur það búskaparlag! Valdasti maður af hverju heim- ili er sendur um hábjargræðistím- ann með hesta vestur til Grindávík- ur, Hafna, Sandgerðis, Keflavíkur eða Njarðvíka. Eftir 3 vikur kem- ur hann heim (þegar vel gekk), með 60—80 punda klyfjar af þorskhausum og öðru harðmeti. Hvað kostaði það, sje reiknað til peninga, tími og erfiði manna og hesta ? Þegar vegir komu um Sunn- letodingafjórðung lagðist klyfja- bandið niður að mestu, en við tóku hestvagnar. Gekk nú í nokkur ár þorskhausaflutningur með þeim — og þótti afar mikil framför frá því sem áður var um klyfjabandið. Árið 1913 hófust svo bifreiða- ferðir hjer fyrir alvöru. Á Suð- urlandsvegunum var þá alt sam- tímis: klyfjaband, hlaðnir hest- vagnar og þjótandi bifreiðir. — Þrenn samgöngutæki samtímis. Bifreiðirnar báru af vegna þess hvað þær voru fljótar í ferðum. Þær voru að vísu dýrari farartæki e'n reiðingshestar og hestvagnar, en þær voru fljótar í feiðum. Þær sþöruðu mönnum tíma, og hann er dýrmætastur af öllu. Og íslenskir bæiulur, sem anuars eru iausir við nýungagirni, fundu fljótt hver hag ur þeim var að hröðum samgöng- um. Aldraður sunnlenskur bóndi sagði við mig um daginn: „Jeg er hættur við hestana og kerruflutninginn. Kerruflutning- ur borgar sig ekki lengur. Það er meiri þægindamunur fyrir. okkur bændur að nota nú bíla í staðinn fjrir kerrur, heldur en var á því fyrir nokkrum árum að nota kerr- ur í staðinn fyrir klyfjaband.“ Eftir nokkur ár verður við- kvæðið: Jeg er hættur að nota bíla. Jeg ferðast sjálfut í loftinu og flyt alt í ioftinu. Þetta á ekki langt í land. Áður en langt um líður verður loftið' þjóðbraut íslendinga. Að svo mæltu ætla jeg að reyna að lýsa fyrsta farþegafluginu milli höfuðborganna, sunnan lands og norðan, Reykjavíkur og Akur- eyrar. Það var ákveðið að leggja á stað frá Reykjavík kl. 9%, fljúga til Akureyrar og þaðan aftur til Reykjavíkur samdægurs. Brottför'- in frá Reykjavík tafðist nokkuð vegna þess að eldsneytið (benzin- ið) kom ekki á tilsettum tíma. — Veðurskeyti hermdu að dimt veður væri fyrir norðan, snjóaði í fjöll, og var því jafnvel gert ráð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.