Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 3
ÍÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 43 Skíðafðrin á sunnudaginn var Merkisdagur fyrir Skíðaf jelag Reykjavíkur. Þegar Skíðafjelagið ljet ]>að boð út ganga um niiðja fyrri viku, að nú væri fyrirhuguð skíðaför á snnnudaginn, þá höfðu menn í flinitingum, að auðvitað vrði kom- in asaliláká fyrir helgina, eins og vant væri, ]>egar ]>að fjelag lmgs- aði sjer til hrevfings. Hrakspárn- ar virtust líka ætla að rætast. A föstudagskvöldið gerði suðaustan- bjl og næsta morgun var sunnan- átt og frostleysa. En svo kólnaði í veðri ]iegar leið á daginn og um kvöldið þóttist Veðurstofan geta lofað sæmilegu skíðaveðri á sunnu- daginn. Þetta rættist líka. Dagurinn byrjaði bjartur og hreinn. TTm kl. í) söfnuðust 26 skíðamenn og skíða- konur á Lækjartorgi og skömmu síðar var lagt af stað í bifreiðum upp að Lögbergi. Var gengið af bílunum skamt fyrir neðan Lögberg og var þá kl. rúmlega 11. Svo var tekið til sltíð- anna og gengið í langri lest inn yfir Mosfellsheiði. Sólin glitraði á mjallhvítri fannbreiðunni og skíð- in fuúnu af sjálfu sjer, að heita mátti. A slíkri stundu er skíða- maðurinn konungur í sínu ríki. — Bærinn er margar mílur að baki, fjötrar hversdagslífsins falla, fram undan ef heiðarauðnin, ótroðin, Jiögul og heillandi. Brjóstið teygar loftið, vöðvarnir stælast og hrífa ósjálfrátt skíðin með sjer — áfram — áfram — Eftir 2 klst. göngu er komið að „Falkheim“ við Selsvatn, sem er sumarbústaður L. II. Múller, for- manns Skíðafjelágsins. Er vatnið í djúpri kvos og ágætar skíða- brekkur niður að því á alla vegu að heita má. Nafnið er dregið af ]>ví, að þarna var fyrrum haft í soli frá Viðey. Við Falkheim er numið staðar,snjórinnhreinsaður af skíðunum og þau smurð með fitu, tii þess að ekki myndist klaki neðan í þeim. Svo er tekið til nest- isins og það hraustlega eins og tíðkast í skíðaferðum og á fjall- göngum. Síðan veitir húsráðandi öllum gestum kaffi, og loks er Lveikt í pípunni, —, — Munu fáir Reykvíkingar hafa verið svo £- nægðir með miðdegisverð sinn, sem skíðafplkið við Falkheim. Frá Selsvatni er gengið vfir að Miðdal á tæpum hálftíma. Túnið í Miðdal er vestan í há'rri og a 11- brattri hæð, og hafði safnast ]>ang- að mikill og jafndrifinn snjór í austanhríðinni, svo skíðabrekkur voru ]>ar hinar ákjósanlegustu. — Þeir, sem best voru að sjer í íþrótt- inni gerðu sjer stökkhjalla í miðúi brekku, tóku langt tilhlaup, hófu sig á loft á brúninni og svifu svo langa leið í loftinu áður þeir kæmi niður standandi — eða í hriigu. Sverrir Sigurðsson (Runólfssonar) stöklc 18 metra á skíðunum og stóð laglega. Ef bílvegur væri upp að Miðdal mundi þar oft gestkvæmt af skíða- mönnum. Eftir tveggja stunda dvöl í Mið- dal var haldið af stað sem leið liggur niður að Grafarholti. Var þangað komið kl. 5, eins og ráð- gert var. Biðu þar tveir bílar, sem fluttu hópinn til borgarinnar. Foringi fararinnar, var ,nú sem endranær L. H. Miiller, kaupmað- ur. Er liann ágætlega til þess fall- inn, öruggur skíðainaður, glaður í viðmóti og gætinn um hag sain- ferðamahna sinna. í förinni voru 6 Norðmenn, 1 Svíi og 1!) íslend- ingar.Munu flestir hinna síðast nefndu hafa læút að nota skíði í Noregi eða af viðkvnningu við Norðmenn hjer. Það lítið sem til er af skíðaíþrótt í höfuðstað lands- ins höfum vjer lært af frændum vorum aústan liafs — einkum fyr- ir forgöngu L. II. Miillers. Á hann fvrir það þakklæti skilið. Þótt Reykjavík sje ekki |)annig i sveit komið, að hjer geti vetrar- íþróttir komisf á hátt stig, svo að allir sem Vetlingi valda, fari út með skíði og sleða, hvenær sem frístund gefst, þá má vissulega meira gera í þá átt, heldur en nú er orðið. Þeir, sem þátt tókn í skíðaförinni um daginn voru flest- ir fullgóðfr göngumenn. En þeir voru tæpir 30 og þótti vel að verið. Þeir hefðu átt að yera minst Gröner hegshöfðingi, hinn nýi hervarnaráðherra Þjóð- verja, sem tók við af Gessler. 300 á slíkum degi. Það er trú mín, að eftir því, sem samgöngur verða öruggari út frá Reykjavík muni reistir skíðaskálar hingað og Jiang að, þa‘r sem menn geta legið við nokkra daga í senn, og kannað fjöll og firnindi. Þótt oftast sje örísa í Reykjavík, er varla sá vet- ur, að ekki sje sæmilegur snjór t d. uppi í Kjós eða Ilvalfirði, og þaðan yfir í Þingvallasveit og Borgarfjarðardali. Norðlendingar standa miklu betur að vígi með skíðafaúú, heldur en Sunnlending- ar. Snjór er þar meiri og veðrátta þar stöðugri. Eru og skíði mikið notuð í mörgum snjósveitum norðanlands og er sannast að segja að enginn veit, hve miklum skíða- mönnuin þar kunni að vera á að skipa. Skíðaíþróttin er „óræktuð“ hje*r á landi, eins og glíman var fram yfir síðustu aldamót. Skíða- fjelagið þarf að efna til lcapp- göngu einu sinni eða tvisvar á vetri, bæði til að efla áhuga og til ]>ess að kanna Jiðið: sjá hverju íslenskir skíðamenn fá afrekað samanborið við erlenda skíðagarpa. Munu hinir landsfjórðungamir þá eigi vilja vera eftirbáta'r Sunn- lendinga, en efna til hjeraðsmóta, sýslumóta og fjórðungsmóta í skíðaíþrótt. Og loks verður háð kappmót fyrir alla bestu skíða- menn landsins og sá hlutskarpasti krýndur „skíðakonungur Jslands1- tii eins ár í senn. J. E.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.