Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 7. febr. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 3 Fræðsluyfirvöld Reykjavik- urborgar hafa komið á víð- - tæku verknámi í gagnfræða- skólunum og hefur verið stofnaður sérstakur gagn- fræðaskóli verknáms, sem er til húsa í Brautarholti 18. Ver ið er að teikna nýjan verk- ná.msskóla, sem reisa á í haust, og hefur þegar verið veitt fé til fyrsta áfanga skólans. Nú eru einnig starfandi verk- námsdeildir við Gagnfræða- skóla Austurbæjar, Vesturbæj ar og við Lindargötu. Verknámið tekur við, þegar lokið er unglingaprófi, þ.e. í 3. og 4. bekk, og veitir það sönr.u réttindi og gagnfræða- próf úr bóknámsdeildum. I fyrra stunduðu 302 nem- endur verknámið, en þá voru 1069 nemendur við bóknám í 3. og 4. bekk í 7 gagnfræða- skólum. f ár eru 369 við verk- Kátar saumakonur. Námfúsar hendur í verknámi nám, en 1565 við bóknám í 10 skólum. Hvað er verknám. Gagnfræðaskóli verknáms er tveggja á.ra skóli og er inn- tökuskilyrðið unglingapróf. Skólaárið er 7 mánuðir. Skói- inn starfar í 5 deildum. Fyrir stúlkur eru sauma- deild og hússtjórnardeild. f þeirri fyrnefndu er kennt að sauma, sníða og taka mál, auk þess dálítið í matreiðslu. f hússtjórnardeildinni er aðal- áherzlan lögð á matreiðslu og önnur hússtjórnarstörf, og svo handavinnu. Piltunum er skift í þrjár deildir, trésmíðadeild, járn- smíða- og vélvirkjadeild og sjóvinnudeild. Þarna læra þeir undirstöðuatriði þeirra atvinnugreina, sem nöfnin gefa til kynna. Auk þess er svo kennd ís- lenzka, reikningur, íslands- saga. enska, danska, félags- fræði, heilsufræði og iðnteikn ing. Tíminn til verknámsins vinnst með því að sleppa nátt- úrufræði, mannkynssögu, landafræði og kristinfræði, sem kennd er í bóknámsdeild- unum. Þá er að geta einnar ný- breytni, sem er frjálst val nemenda. Þeir geta valið milli 15 annarra greina. Það er þó ekki skylda að taka neina þeirra, en mest má stunda tvær í senn. Þarna er t.d. um að ræða bókfærslu, vélritun sænsku, þýzku, formskrift, flatarteikningu og flugvirkj- un. Gagnfræðaskóli verknáms ins mun vera eini skólinn á landinu, sem gefur nemend- um sínum kost á slíkum val- greinum. Blaðamaður Mbl. fékk þess ar upplýsingar á dögunum hjá Jónasi B. Jónssyni, fræðslustjóra Reykjavíkur- borgar, og síðan bauð hann blaðamanninum og ljósmynd- ara að skoða verknámsskól- ann við Brautarholt undir leiðsögn skólastjórans. Magn- úsar Jónssonar, sem áður var námstjóri verknámsins. Um rafsuðu og smiðjubelgi Munurinn á verknámi og bóknámi, sem svo er kallað er aðeios námsgreinaskipti. Við sleppum nokkrum náms- greinum og kennum verk- námið í staðinn. í öðrum grein um eru kröfurnar þær sömu, fræddi Magnús okkur, um leið og við hójum yfirreiðina frá skrifstofu hans á efstu hæðinni niður á járnsmíða- verkstæðið. Þar voru um tuttugu piltar við smíðar undir forystu kenn arans, Björgvins Einarssonar. Þeir hófu námið í haust. læra járn;míði fyrr: hluta vetrar, en vélvirkj ur, þann síðari. Góður gripur í bígerð Það var létt í strákunum, þar sem þeir stóðu sloppklædd ir, örlítið kámugir, við skrúf- stykkin og surfu járn eða boruðu. — Ætliði að halda áfram í járninu og vélunum, þegar þið eruð b'imr með skólann? — Ja, ég veit ekki, svaraði einn, jú ætili það ekki, sögðu aðrir. *— Hvað er skemmtilegast? — Að sjóða, svörðuðu allir einum munni, utan einn, sem sagði rafsjóða, með þrung- inni áherzlu á fyrsta atkvæð- inu, það er miklu skemmti- legra, en að logsjóða. — Þú hefur aldrei fengið að rafsjóða, sagði einhver. — Jú víst, í sumar, það er enginn vandi. Nú var tímanum lokið og kenn.irinn hélt af stað með bekkimi upp í Iðnskóla, þar sem þeim var sýnd fræðslu- mynd um þungaiðnað, sem þeir virtust allir þegar hafa helgað hjarta sitt. Er vtð spurðum þá, hvort þeir hefðu nokkurn tíma hamr að heitt járn úr afli, þá svör- uðu bair neitandi, en kváðust hafa lært eldsmíði bóklega. Hér áður befði þeirra fyrstia verkefni í smiðju verið að knýja smiðjubelginn. Slíkan bdlg sjá þeir ef til vill seinni — á Þjóðminjasafninu. I Fyrst forskynjun, 1 seinna hjólsög Það var annar blær og ann- ar keimur, sem mætti okkur, þegar við gengum inn á tré- smíðaverkstæðið á hæðinni fyrir Ofan Róandi niður, þeg- ar verkfæri eða sandpappír núa viðinn tekur við af hvellu málmhljóði Og söng smergel- skífunnar. Viðarlykt og sag tekur við af keimnum af olíu- blautum tvisti. Megum við fá að taka mynd af einhverjum við hjólsögina, spurðum við kennarann, Sig- urð Úlfarsson, sem auk venju- legs kennaraprófs hefur einn- ig gefið sér tíma til þess að afla sér meistararéttinda í hús gagnasmíði. Það er því miður ekki hægt, svaraði Sigurður, þeir fá ekki að fara í hjólsögina eða vél- hefilinn fyrr en næsta ár. Við leggjum höfuðáherzluna á að æfa höndina óg formskynjun. Kenna strákunum að þekkja efni og áhöld. Þeir í trésmíðadeildinni læra járnsmíði tvo tíma í viku Og þeir i járninu eru hér hjá mér jafnlangan tíma, sagði Sigurður, það er til þess að gefa þeim innsýn inn í fleiri atvinnugreinar. Þegar við spurðum einn hinna upprennandi smiða, hvort honum líkaði ekki vel, þá svaraði hann um hæl: — Uss, þetta er mikið skemmtilelgra en að hanga yfir skruddunum. Saumaskapur Við litum síðan andartak inn í saumatíma í stúlknadeild inni. Ji, beir ætla að taka mynd, skríktu stelpurnar, og loksins gátum við fengið þær til þess að raða sér upp við sauma- vélarnar. Þarna læra þær sauma og tóvinnu og fleiri skylda hluti, sem við kunnum ekki að Framhald á bls. 19. Meira gaman að sjóða. stMteiMr Samvizkubit í kommúnistamulgagninu í gær er rætt um gagmrýni Alþýðu- blaðsins a því að íslendingar þiggi að gjöf þrjár Dakotaflug- vélar, sem Bandaríkjamenn byggjast ekki lengur hagnýta. Alþýðublaðið taldi niðurlægj- andi að þiggja vélarnar. Þjóðvilj- ínn segir siðan orðrétt: „Við höfum þegið meiri Mars- hall-gjafir en niokkur önnur þjóð; okkur hafa verið borgaðar mút- ur í hvert skipti, sem tekin hef- ur verið meiriháttar ákvörðun í utanríkismálijm; aftur og aftur hefur okkur verið hleypt í of- íramleiðsluhauga Bandarikjanna af matvælum." Höfundur þessara orða hefur augljóslega í huga stefnu vinstri stjórnarinnar. Hún tók þá mikil- vægu ákvörðun í utaniríkismál- um haustið 1956, að hætta við áform sín um að reka varnar- liðið úr landi. Þá fengu Islend- ingar stórlán úr sérstökum örygg issjóði Bandaríkjanna. Matvæla- lán tók vinstri stjórnin svo 1—2 á ári og eftir ósk hemnar var efnt til samskota meðal Atlantshafs- bandalagsríkjanna. Þessar aðfar- ir, sem kommúnistar stóðu að í einlægu bræðralagi við Her- mann Jónasson, voru sannarlega niðurlægjandi, og því ekki að furða, þótt samvizkubitsins gæti hjá Moskvumálgagnánu, þegar það ræðir þessi mál. „Að nudda af sér“ Ritstjórnargrein Tímans í gær fjallar öll um Karl Kristjánsson og móðuharðindatal hans. Þótt furðulegt megi teljast, virðist Tíminn ætla að hjálpa til við að halda á lofti þessum ummælum, sem eru Karli Kristjánssyni til einna mestrar minnkunnar. Seg- ir blaðið þessa „ádeilu" Katls vera skæða og bætir við: „Ætli sá sem fyrir henni verð- ur að reyna að nudda hana af sér, verður hún því fastari við hann sem hann nuddar meir“. Sannleikurinn er sá, að hversu mjög sem reynt er að verja þessi ummæli Karls reynt „að nudda þau af hcnum,“ þá munu þau einna lengst við hann loða, þótt margt sé um hann ágætt. Samsæri gegn Finnum í Morgunblaðinu í gær er birt frásögn Yrjö Leino, sem var kommúnisti og innanríkisráð- herra í stjórn Paasikivis fyrstu árin eftir stríðið. Kemur þar í ljós, sem raunar var vitað fyrir, að Staiinstjórnin hugðist ná Finnlandi fndir heimsveldi sitt, eins og þeim ríkjum Evrópu, sem nú ganga undir nafninu leppríkin. Átti innanríkisráð- herrann Leino að skipuleggja svipaðar aðfarir og viðhafðar voru t.d. í Ung- verjalandi og Tékkóslóvakiu, þar sem óaldarflokkum kommún ista var troðið inn í lögreglu og her og þeir látnir efna til átaka, hryðjuverka. morðhótana og hverskyns ofbeldis, sem greiddi götu kommúnista til valda. Leino skýrir frá því, þegar Herta Kuusinen fékk hamn til að fara til Ráðsijórnarríkjanna, þar sem hann var kallaður á fund með að- alritara Polithureau, skósveini Stalíns og Malenkoffs, gagnrýnd ur fyrir að hafa brugðizt hlut- verki sínu og skipað að segja af sér sem innanrikisráðherra lands síns. Lýsing þessi gefur góða mynd af starfsháttum kommún- ista og er ástæða til að íslend- ingar kynni sér hana, því að sann arlega eru störf þeirra leppa, sem Rússar hafa hérlendis, nákværa- lega hin sömu og erlemdis. Hertha Kuusinen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.