Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 9
runí 1961 MORGUNBLAÐIÐ Á eyri 17. júní 1911 MORGUNBLAÐINU barst fyr- ir nokkru til eyrna, að Ludvig C. Magirússon, skrifstofustjóri, hefði verið í hópi fimleika- manna á minningarhátíð Jóns Sigurðssonar, forseta, á Hrafns eyri 17. júní 1911. Ludvig átti heima á Þingeyri um þetta leyti, þ.e. 1910—13, og fylgd- ist vel með því sem gerðist vestra á þeim ámm. Þar sem fáir núlifandi menn — ef nokkrir — munu Ludvig fróð ari um það, sem fram fór á fæðingarstað forsetans fyrir fimmtíu árum, leitaði Mbl. til hans um frásögn af hátíðar- höldunum þar og varð Ludvig góðfúslega við þeim óskum. — Þó að ekkert fé væri lagt upp í hendur nefndarinnar var hún ákveðin í því, að hátíðín skyldi haldin og bautasteinn reistur. Leitaði hún til Alþingis um fjár. framlag og veitti það 500 kr. Einnig gekkst hún fyrir almenn- um samskotum í öllum hreppum sýslunnar, auk Suðurfjarða- og Ketildalahreppa, með þeim ár- angri, að 1264,74 kr. söfnuðust. Síðar komu svo til tekjur á há- tíðinni sjálfri, fyrir selda að- göngumiða og kvæði, kr. 403,74. Aðrar tekjur námu 107,15 kr. Ekki hrökk þó þetta til, og lagði reikningshaldari, líklega sr. Böðv ar sjálfur, fram úr eigin vasa 26 krónur og 5 aura, til þess að tekj Hrafnseyri um 1911. — Var langur aðdragandi að hátíðarhöldunum á Hrafnseyri 1911? — Aðdragandinn að minning- arhátíð Jóns Sigurðssonar, for. seta, á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1911 var ekki langur. Hins vegar tóku einstakir menn á Vestfjörðum nokkuð snemma að láta uppi óskir um það sín í milli, að aldarafmælis forsetans yrði eitthvað minnzt á fæðingar stað hans. Vakti sr. Böðvar Bjarnason, hinn þjóðkunni sókn arprestur á Hrafnseyri, máls á þessu bæði á þing- og héraðs- málafundi Vestur-ísafj arðarsýslu og á sýslufundinum árið 1910. Og hlaut málið góðar undirtektir á þáðum fundunum. Á þeim síðari flutti sr. Böðvar tillögu þess efn- is, að forsetanum yrði reistur (bautasteinn á Hrafnseyri, og yrði hann afhjúpaður á hátíðinni. Var tillaga þessi samþykkt. þrátt fyr. ir nokkra mótspyrnu, en ekkert framlag veitti þó sýslunefndin, hvorki til bautasteinsins né há- tíðarhaldsins. Mun sýslumaður hafa lagzt fast gegn fjárveitingu í þessu skyni. Þrátt fyrir þetta kaus sýslunefndin menn til að annast framkvæmd þessara mála og urðu fyrir valinu þeir Friðrik Bjarnason, hreppstjóri á Mýr- um í Dýrafirði, Jóhannes Ólafs- gon, hreppstjóri á Þingeyri og fyrrum alþingismaður kjördæm- isins, og séra Böðvar Bjarnason, sem hátíðarnefndin kaus sér fyr ir formann. Fómfúst starf — Hvernig fór nefndin svo að því að leysa með tómar hendur þau verkefni, sem henni voru falin? urnar næðu þeim 2.301,68 kr. sem útgjöldin námu. Um útgjöld in er aftur það að segja, að kostn aður við bautasteininn var 1175,08 kr., skreyting staðarins kostaði 568,95, flutningar 358,25, prentun og símgjöld 168,70 og annar kostn aður nam 30,70 kr. Fé það, sem nefndin að lokum fékk til umráða, hefði vissulega hrokkið skammt, ef ekki hefði við notið hinar geysimiklu aðstoðar fjölda einstaklinga, sérstaklega Þingeyringa, sem lögðú fram endurgjaldslaust mikið og fórn- fúst starf, svo sem aðalskemmti- atriðin auk margs annars. Bautasteinn forsetans — Hvað var aðhafzt í sam- bandi við bautasteininn? — Nefndin ákvað, að í bauta- stein Jóns Sigurðssonar skyldi greyptur eirskjöldur með vanga. mynd forsetans og leitaði til Ein- ars Jónssonar myndhöggvara um að gera hann. Varð listamaðurinn fúslega við þeirri beiðni. Á bak við skjöldinn er sverð með upp- hleyptri mynd af íslandi á faln- um. — Ekkert gjald vildi lista- maðurinn þiggja fyrir verk sitt. Steinn lá í holti, skammt fyrir ofan túnið á Hrafnseyri. Þar hafði hann verið árum og öldum sam- an, og móðir náttúra mótað hann. Sagt var vestra, að Jón Sigurðs- son hefði sem bárn oft leikið sér kringum steininn. Varð þessi steinn fyrir valinu. En erfiðlega gekk að koma honum, svo stór sem hann er, þangað, er honum var búfnn framtíðarstaður. Þegar það loks hafði tekizt, og steinn- inn var kominn á fótstallinn í Hrafnseyrartúni, greypti Magnús G. Waage, bóndi á Laugabóli, skjöldinn í steininn, sem hvergi var snertur meitli nema fyrir myndinni. Lúðrasveit æfð á 3 mánuðum — Var ekki mikið um undir- búning á Þingeyri, þessum næsta kaupstað Við Hrafnseyri? — Jóhannes Ólafsson hafði for göngu um margvíslegan undir- búning þar. Blandaður kór var stofnaður og annaðist stjóm hahs Bjarni Pétursson, verzlunarmað- ur, sem var mjög félagsþroskaður og maður vel að sér í tónmennt. Fyrir var á staðnum karlakórinn Svanur, sem á þessum árum gat sér góðan orðstír undir stjórn Bjarna, bæði á Þingeyri, ísafirði og víðar, enda hafði hann á að skipa nokkrum ágætum radd- mönnum. Óskir komu fram um það, að leikið yrði á lúðra á hátíðinni. Var brugðið hart við og íúðrar, sem Lúðrasveit Rvíkur hafði lagt til hliðar, fengnir að láni vestur. Komu þeir til Þingeyrar í marzmánuði 1911, og fylgdi þeim maður úr Lúðrasveitinni, Frið- bert Friðbertsson, sém kenna átti Þingeyringum að leika á lúðr- ana, því að enginn þar vestra hafði nokkru sinni reynt að blása í lúður, nema ef vera kynni þoku lúður. Þegar lúðrarnir komu vest ur, reyndust þeir ónothæfir, beyglaðir og á ýmsan hátt illa á sig komnir. Var því farið með þá alla með tölu í smiðju, og eftir réttingar þar og frekari viðgerðir voru þeir úrskurðaðir nothæfir. Þá loksins hófst kennslan og var æft af kappi miklu allt fram til hátíðarinnar. Friðberts naut þó aðeins við í rúman mánuð, því að hann hélt suður aftur í apríl. Tók þá Bjarni Péturssön við lúðra sveitinni líka. íþróttafélagið Höfrungur, sem Anton Proppé verzlunarmaður hafði stofnað árið 1904, var nú starfandi á Þingeyri undir leið- sögn Sigurðar Jóhannessonar. Voru æfingar einungis iðkaðar á vetrum þessi árin. Æft var af miklu kappi veturinn 1910—11, enda hafði hátíðarnefndin óskað eftir að flokl^ur úr félaginu sýndi á hátíðinni. Kvenfélagið Von á Þingeyri tók að sér veitingar, en slíkt krafðist vissulega mikillar fyrirhyggju, því að langur vegur var til næstu búðar, ef eitthvað hefði gleymzt. Þess skal og getið, að Carl Proppé, verzlunarstjóri á Þing eyri, fylgdist af áhuga með und- irbúningi hátíðarhaldanna og veitti margháttaða fyrirgreiðslu, bæði að því er snerti flutninga o. fl. Margar hendur lögðust á eitt. — Það hafa væntanlega verið fleiri en Þingeyringar, sem áttu hiut að undirbúningnum? — Já. Bíldælingar munu og hafa tekið nokkurn þátt í undir- búningi og minnist ég þess, að einn hátíðarnefndarmanna hafði orð á því við mig, að Hannes B. Stephensen, verzlunarstjóri á Bíldudal, hefði verið hinn hjálp- legasti, lánað timbur í grindur I tjaldbúðanna og segl á þær; enn- ' fremur efni í palla, bekki, fána ; stengur og margt fleira, sem nota þurfti, að ógleymdum skipasliskj um, til þess að flytja á bauta- steininn, þegar ókleift reyndist að færa hann úr stað með öðrum hætti. Auðkúluhreppsbúar munu eink blátt efni strekkt milli stanganna. Ennfremur voru ofar á milli þeirra lyngbönd, prýdd blómum. í stórum blómsveig uppi af stein ir,um var mynd af Jóni Sigurðs- syni. Austanvert við steininn var söngpaliur og stóð þar hljóðfæri. Á suðurhlið hans var ræðustóll. Pallurinn var prýddur blómum. Ennþá austar var dan-'pallur með fánastöngum umhverfis og skreyttur líkt og söngpallurinn. Bak við pallana var stór tjaldbúð milli blómagarðs og kirkjugarðs — og önnur milli hjallskemmu og matjurtagarðs. Voru þær báð. ar notaðar fyrir veitingar. Hjall- skemman niðri var klædd innan og einnig höfð fyrir veitingar. Umhverfis Kirkjuflöt, sem var aðalhátíðarsvæðið, niður af bauta steininum og pöllunum voru fána stengur með skrautböndum í milli. í útsuðurhorni Kirkjuflat- ar, niðri við bakkana, var boga- myndað hlið, prýtt lyngi og blóm um, var það inngönguhlið að hátíðarsvæðinu og var yfir því letrað: — Velkomnir gestir —. Það var Nathanael Mósesson á Þingeyri, sem lagði á ráðin um skreytingu staðarins og hafði yfir umsjón með framkvæmd verks- Ludvig C. Magnússon segir írd hátíðarhöldunum þar á aldaraf- mæli Jóns Sigurðssonar forseta um hafa veitt aðstoð sína við að reisa tjaldbúðir, palla, fánasteng ur og að skreyta staðinn. Uppi á Bælisbrekkunni var komið fyrir lítilli fallbyssu, sem láriuð hafði verið frá Þingeyri. Ekki man ég hverjir önnuðust geymslu hesta hátíðargesta, en vel var séð fyrir vörzlunni. Mikil skreyting á staðnum — Var skreýting staðarins um- íangsmikil? — Fjórar fánastengur voru reistar kringum bautasteininn og sú fimmta beint upp af honum. Til þess að hylja steininn var ins. — Tjöld hátíðargesta voru aðallega sumrnn kirkjunnar á svonefndum Péturshluta túnsins. 17. júní bjartur og hlýr — Og þá eru það hátíðarhöld. in sjálf. — Bjartur og hlýr rann hann upp 17. júní 1911 með glaðasól- skini og blæjalogni. Og björt var hún líka og hlý minningin hans Jóns Sigurðssonar í hjörtum þeirra, sem voru á Hrafnseyri þennan hátíðardag. Gestir höfðu byrjað að koma kvöldið áður. Gistu nokkrir á prestssetrinu, Framh. á bis. 16. Frá hátiðarsvæðinu á Hrafnseyri 17. júní 191L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.