Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 8
8 MORCUNRT AÐIfí Fðstudagur 8. n<5v. 1957 Jón Sigurðsson frá KaSdaðarnesi Hollur ráðgjafi og vinur MEIRA en hálf öld er nú um liðin frá því ég fyrst heyrði Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi getið. Síðan hafa leiðir okkar lengst af legið saman. Aldrei reyndi ég hann að öðru en hinu allra bezta, og aldrei heyrði ég hans heldur getið að öðru en góðu. Ekki veit ég, til hvers mér þótti mest koma í fari Jóns Sig- urðssonar. Hvort ég mat mest fjölbreyttar gáfur hans, grand- varleik, starfhæfni og samvizku- semi eða það, hversu skemmti- legur maður hann var. En það veit ég, að mér þótti hann um margt í fremstu röð hinna ágæt- ustu þeirra manna, sem ég hefi kynnzt. Þessi víðlesni, bókfróði og sannmenntaði maður var svo samgróinn íslenzku máli,. var svo málhagur, og svo næmur á öll tilbrigði tungunnar, að hon- um auðnaðist að gefa þjóð sinni á hennar eigin máli sumt af því fegursta, sem mestu málsnillingar og skáld norrænna bókmennta höfðu bezt skrifað, án þess nokk- urs missti í, nema síður sé, og j er þó margt af því óvenju sér- kennilegt að stílsnilld. Held ég, að ekki sé ofmælt, að enginn fs- lendingur hafi fyrr eða síðar þýtt óbundið mál á íslenzka tungu eins vel og Jón Sigurðsson gerði. En auk þess var Jón Sigurðsson skáld, þótt honum sjálfum fynd- ist annað. Á Alþingi naut Jón Sigurðsson trausts allra og mikilla vinsælda. Hann var og mildur húsbóndi öllu sínu starfsfólki, þótt hann að sönnu kynni því betur, að menn gerðu skyldu sína. Þingmönnum var hann öruggur leiðbeinandi um allt er snerti mál og form og þeim hollur ráð- gjafi og vinur, sem eftir leituðu. Hvar sem Jón Sigurðsson fór, fylgdu honum mannvit og mann- gæzka og látlaus og virðuleg framganga. í vinahópi slóst fleira í förina. Söngvinn, ljóðelskur, fjölfróður og ræðinn, manna fyndnastur og fjörmestur, var hann svo skemmtilegur, að mest var gaman að vera sem næst honum. Gat hann þá, ef svo bar undir, brugðið sér í hvers manns líki. Myndu ókunnugir vart hafa trúað því, að þessi alvörugefni og yfirlætislausi maður gerði allra athygli að sinni einkaeign. En sú varð þó oft raunin á, að meiri hávaða- og mærðarmenn hurfu í skugga þessa Ijómandi skemmti lega manns. Gerði Jón Sigurðsson þó aldrei annað til þessa en að lyfta hulunni og leyfa ljósí sínu að skína stund og stund á vina- hópinn. Fæst af þessum fáu orðum hefði ég dirfzt að segja við Jón Sigurðsson sjálfan. Hann var þannig gerður, og er hans heiður meiri að. En ég fór ekkert dult með, að ég og fleiri, og þar á meðal sumir af valdamestu stjórnmálamönnum íslands á sið- ustu áratugum — flokksbræður jJóns og stjórnmálaandstæðingar — sóttumst eftir honum til for- setadóms. Var Jón þv» að sönnu alveg mótfallinn, en þó var ég að j vona, að honum hafi þótt vænt um þann dóm, sem í þessu fólst. Jón Sigurðsson var mikill gæfu maður. Hann átti mikilhæfa, á- gæta og elskulega konu og mann- vænleg börn, fagurt heimili, gegndi mikilvægu embætti, sem honum féll vel, og átti sér auk þess fjölda hugðarefna. Hann eltist óvenju vel og var nú á sjötugasta og öðru aldursári í fullu fjöri, eins og þeir sem taldir eru á ævinnar bezta blóma skeiði. Að honum er skaði og eftir- sjá. Við hvarf hans verður allt fátæklegra. Ólafur Thors. 1 JÓN SIGURÐSSON frá Kaldað- arnesi, til nýlegs tíma skrifstofu- stjóri Alþingis, lézt aðfaranótt 31. okt. s. 1. Jón Sigurðsson var fæddur 2. febrúar 1886 og var þannig kom- inn á annað ár yfir sjötugt, og hafði látið af embætti lögum samkvæmt. Foreldrar hans voru: Sigurður Ólafsson, þá sýslumað- ur í Skaftafellssýslu og sat að Kirkjubæjarklaustri, og Sigríður (d. 1932) Jónsdóttir, umboðs- manns og dannebrogsmanns í Vík í' Mýrdal, Jónssonar stúdents Árnasonar að Leirá, en kona Jóns umboðsmanns var Guðlaug Hall- dórsdóttir frá Vífilsstöðum. Sig- ríður var glæsileg myndarkona, svo að til var tekið. Bróðir henn- ar var Halldór umboðsmaður og kaupmaður í Vík. Hafði hún áð- ur verið gift Sigurði Ólafssyni lækni, en hann andaðist eftir 5 ára sambúð þeirra. Sigurður fað- ir Jóns skrifstofustjóra varð síð- ar sýslumaður í Árnessýslu og sat að Kaldaðarnesi, sem Jón kenndi sig jafnan við. Eru nú liðin um 30 ár síðan er Sigurður sýslumaður lézt (d. 1927). Hann var alkunnugt valmenni, að öllu vel á sig kominn, glöggur og greindur og vinsæll í héraði, gamansamur í viðmóti, búhöldur góður, enda var Kaldaðarnes- heimilið með miklum höfðings- brag um daga þeirra sýslumanns- hjóna. Faðir Sigurðar sýslu- manns var Ólafur óðalsbóndi í Hjálmholti Þormóðsson. Jón Sigurðsson gekk skólaveg- inn, sem kallað var, þegar hann hafði aldur til eftir þeirrar tíðar hætti. Gæddur var hann miklu Jón SiguiðsoOii. Kveðja frá bekkjarbróður — FYRIR nokkrum árum fékk ég bréf frá erlendum kunningja mín- imi, sem var prýðilega læs á ís- lenzkt mál, en annars lítt kunn- ugur hér á landi. Hann hafði eignazt ljóðasafnið „íslands þús- und ár“ og fundxð þar m. a. þrjú kvæði eftir Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. Nú bað hann mig um að benda sér á ljóðabók hans eða ljóðabækur: „Mér finnst ég vildi lesa allt, sem þessi maður hefur ort“. Ég varð að svara hon- um því, að ljóðabókin væri eng- in til og svo mætti heita, að Jón hefði ekki ort fleiri kvæði en þarna væru birt. Þegar hann skrifaði mér aftur, leyndi sér ekki, að þetta hafði orðið honum talsvert undrunarefni. Eo hann sagði eitthvað á þessa leið: „Ef ég hefði sjálfur borið við að yrkja, getur vel verið, að ég hefði kosið mér svipað hlutskipti, svo framarlega sem mér hefði komið það til hugar: að öll mín kvæði hefðu rúmazt á fáeinum blað- síðum — og verið tekin í úrvals- Ijóð minnar eigin þjóðar. En þess háttar hófsemi er orðin fágæt á vorurn stóriðjudögum". Jón Sigurðsson var gæddur svo miklu og fjölbreyttu listfengi, að ekki var nein furða, þótt okk- ur jafnöldrum hans og félögum fyndist það ríkasti eðlisþáttur hans. Það er ekki ofsagt, að hann hafi verið snillingur í meðferð íslenzkrar tungu og orðfæris, eins og þýðingar hans og það litla, sem eftir hann liggur frumsam- ið, hvort sem er I bundnu máli eða óbundnu, sýna og sanna. Dómgreindin var örugg og smekkurinn næmur. Og tónsvið lur.dernisins var svo vítt, að það náði frá gáska, fyndni og gamni, sem hann lék sér að í fáeinum kímnikvæðum frá æskuárum og einatt í kunningjahóp, til hinn- ar djúpu viðkvæmni, sem kemur fram í kvæðinu um Jónas Ein- arsson, einhverju hljóðlátasta og fegursta tregaljóði á íslenzka tungu. Hlýtur það ekki að vekja undrun, söknuð og ýmiss konar spurningar, að einmitt hann, sem virtist hafa svo mörg skilyrði til þess að vera einn af hinum út- völdu, skyldi draga sig í hlé frá þeirri íþrótt, sem iðkuð er með ofurkappi af mörgum, sem ein- ungis eru kallaðir — eða hyggj- ast vera það? Ef til vill má halda því fram, að hér hafi dómgreindin, vand- lætið við sjálfan sig og lotnlng- in fyrir hinu fullkomna borið sköpunarþörfina ofurliði. Um það þori ég ekki neitt að fullyrða. Það var einkamál milli Jóns og skaparans. En hitt finnst mér eigi að síður rétt, að listamanns- eðlið hafi alla tíð verið drottn- andi einkunn hans og hann hafi þvi að eins getað hætt við að leita því afrásar í skáldskap, að hann hafi fundið þvi fullnægingu í lífi sínu og starfi með öðrum hætti. Svo að ég minni á um- mæli hins erlenda kunningja míns, þá var það sannarlega til mikils að vinna að þekkja allt, „sem þessi maður orti“. Jón Sig- urðsson gerði ekki einungis allt vel, sem hann lagði hendur að, heldur gaf þvi öllu svip listilegs samræmis og þess jafnvægis, sem er að því skapi meira virði sem það rúmar meiri innri auð og andstæður. Því hefur t. d. verið við brugð- ið, hvernig hann hafi staðið í jafnvandasamri og þreytandi stöðu sem að vera skrifstofustjóri Alþingis, hve skyldurækinn hann hafi verið og óskeikull í skiptum sínum við menn af öllum flokk- um og af öllu tagi. En á þessu starfi varð ekki í hans höndum neinn dofablær vélgengrar iðju- semi eða stirðnaðrar óhlut- drægni, heldur lifandi bragur vakandi alúðar, skilnings og hátt- vísi. Með listamannsauga sínu, glöggskyggni og næmleik skoð- aði hann hvern mann, er hann átti við að skipta, sem skemmti- legan einstakling. Þeir urðu hon- um allir nákomnir með svipuðu móti sem persónur skáldsögu eða sjónleiks verða höfundi sínum. Hann gat horft á baráttuna inn- an þingsalanna eins og tafl, þar sem hvorki mátti missa sig hvítt né svart, hrókur né peð. Og tafl- mennirnir áttu allir hjá honum það athvarf, sem listin jafnan hefur verið hvers konar fjöl- breytni mannlífsins, — auk þess sem húmor hans sá fyrir því, að það urgaði aldrei í hjörun- um, þegar um skrifstofu hans var gengið. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hver sveitarbót þótti að Jóni Sigurðssyni, hvar sem hann kom á góðra vina fund. Færri gerðu sér grein fyrir því, að und- ir fyndni hans og gamansemi bjc djúp alvara og hann var í rauninni dulur á allt það, sem honum var mest í muna. Svo félagslyndur sem hann var í aðra röndina, var hann engu síður vandur að vinum — eins og öðru. En framar öllu var hann heimilis- maður, eiginmaður og faðir. Hann var mikill hamingjumað- ur í einkalífi sínu. Og ég efast ekki um, að þegar hann horfði aftur að leiðarlokum, hafi það verið með þeirri einlægu og ró- legu vissu, að heimili hans og heimilislíf, sem hann gat gefið og hafði gefið allt sitt bezta, hafi orðið honum dýrmætara ljóð en hann hefði nokkurn tíma getað kveðið með orðum einum. S. N. fjöri á unglingsárum. Hann varð stúdent frá Lærðaskólanum 1906 og fór þá utan til náms í Hafn- arháskóla, tók þar próf í for- spjallsvísindum og stundaði um hríð norrænufræði. I Kaup- mannahöfn starfaði hann einnig (1909—12) í stjórnarráðsskrif- stofu íslands, er þá var haldið þar uppi. Eftir það fluttist hann heim til íslands og gerðist full- trúi föður síns í sýslumannsskrif- stofu Árnessýslu 1912—15, ea með árinu 1916 hófst hans eigin- lega ævistarf, er hann varð starfs maður í skrifstofu Alþingis og síðan skrifstofustjóri frá 1. jan. 1921. í sambandi við stöðu hans hafa honum á undangengnum áratugum verið á hendur falin ýmis mikilvæg aukastörf, aðstoð- ar- og ritarastörf við nefndir og ráð, er einkanlega höfðu afskifti af löggjafarþingum Norðurlanda og samvinnu þeirra og fslands o. s. frv. Er það allra manna mál, er til þekktu, að Jón Sigurðsson hafi verið hinn samvizkusamasti starfsmaður og sérlega vel heima í starfi sínu, úrræðagóður og lip- ur í allri samvinnu, reiðubúinn til aðstoðar, þar er við þurfti, og fór þar aldrei í manngrein- arálit, svo sem og var nauðsynlegt í aðstöðu hans, þar sém umhverfis hann geisuðu golur og vindar úr öllum áttum styrjar og stjórn- mála. Þar lifði hann og hrærðist með því mikla jafnaðargeði, er hann hafði tamið sér, öllum inn- an handar, en undir niðri kátur og kíminn og kunnu því allir vel. Og þegar hann svo lét af störfum eftir langa þjónustu — einmitt þjónustu —munu allir hafa sakn að hans, þeir er hlut áttu að máli, enda þótt góður maður og gegn sé nú kominn í hans stað, sá, er áður vann með honum um árabil. Jón Sigurðsson mátti kallast mikill menntamaður og mennta- vinur, lesinn vel í þjóðlegum fræðum og norrænum, einkum því, er iaut að skáldskap og fögrum listum (en þar á nú margt ekki saman nema nafnið), sjálf- ur vel skáldmæltur og söngvinn, sem varð honum hvarvetna bún- ingsbót, ef svo mætti að orði komast. Glaður og reifur í vina- hópi og þá að sjálfsögðu aufúsu- gestur, þar er góðir menn voru saman komnir. Eins og kunnugt er, var Jón Sigurðsson prýðisvel að sér í öllu, er varðaði íslenzka tungu, ritaði vandað og snjallt mál, og eru þýðingar hans úr skáldskap annarra þjóða einkum rómaðar, en að slíku gaf hann sig einnig nokkuð. Hann gerðist og kunnur og eftirsóttur útvarps- lesari o. fl. Þrátt fyrir þessa kosti, er manninn prýddu, hafði hann sig aldrei meir í frammi út á við en vel sómdi, og alla tíð var hann næsta óhlutdeilinn um annarra hag, nema hann gæti lagt eitthvað gott til. Jón Sigurðsson kvæntist 1930 eftirlifandi eiginkonu sinni, önnu, dóttur dr. Guðmundar Hannessonar prófessors, eins af mætustu sonum þessa lands (d. 1946 áttræður að aldri), og konu hans Karólínu ísleifsdóttur prests Einarssonar. Frú Anna er kona vel að sér ger og ágætlega mennt- uð. Þau hafa eignast 3 velgefin börn, 2 dætur, Sigríði og Ásu (báðar stúdentar) og 1 son Guð- mund (nú í menntaskóla Ak.). Mikill sviftir í sjón og raun er nú öllum vinum og vandamönn- um að fráfalli Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Enda skarð það hvarvetna vandfyllt. En ástvin- um hans verður að vonum sárast- ur missirinn, sem þó munu öðl- ast huggun í góðri minningu og vissulega mun nú um þá leika hlýr hugur unnenda heimilisins, sem þakka ógleymanlegar stund- ir. tiísli Sveinsson fyrrv. alþingisforseti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.