Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.1956, Blaðsíða 6
 MORCUlVfíLAÐIÐ Miðvikudagur 12. des. 1955 Ibúar Búdapest horfa fram á skelfilegan vetur ÞÝZKA blaðið „Tagesspiegel" í Berlín birti fyrir fáum dögum viðtal við Ungverja, sem verið hefur háttsettur starfsmaður í borgarstjórn Búdapestborgar, og fiýði fyrst frá borginni nú í nóvemberlok. Aðalefni viðtals þessa fer hér á eftir. Þriðja stig ungversku upp- reisnarinnar er nú hafið. >að væri hægt að kalla það allsherj- arverkfall með hléum. Þessi hlé á milli allsherjarverkfallsins stafa af því, að sjálfir byltingar- mennirnir verða að gæta þess að halda þó lífinu í þeim sem berj- ast og fjölskyldum þeirra. Til þess að misskilja ekki þær stöðv- anir, sem eru á verkföllunum, þá verða menn að átta sig á, hvílík neyð það er sem biasir við í borg- inni. „Ef haldið væri áfram stöð- ngum allsherjarverkföllum, þá mundi það vera sama og dauðadómur fyrir allan fjöld- ann af íbúum Búdapest“, sagði ungverskur maður í flótta- mannabúðunum í Traiskirch- en er hann hafði til loka nóv- embermánaðar verið hátt- settur maður i borgarstjórn Verkamenn nota þá aðferb oð boða ailsherjarverkfall með nokkrum hléum Búdapestborgar, en flýði þá til Austurríkis. Þessi maður þekkir betur en flestir aðrir, hvað til þess þarf að halda lífinu í íbúum borgar- innar. í tuttugu ár hefur það verið verk hans að hafa auga með því, hvað þessi milljónaborg þyrfti af matvælum á degi hverj- um. Af því sem hann sagði um þetta, má vera ljóst, að íbúar Búdapest horfa nú fram á skelfi- legan vetur. 8000 ÍBÚÐIR ALGERLEGA EYÐILAGÖAR Meira en 8000 íbúðir í ung versku höfuðborginni eru nú hrundar og alveg ónýtar. Þær eru ekki skemmdar og þurfa við- gerðar við, heldur algjörlega eyðilagðar. En 8000 eyðilagðar í- búðir þýða að 32.000 manns eru húsnæðislausir. Um síðustu mánaðamót var Vetrarveðrátta eftir harg stæða tíð Fréttabréf úr Breiðdal 21. des. 1956. | FYRIR einni viku brá til vetrar veðráttu eftir langvarandi milda og hagstæða tíð hér eystra. Fénaður er nú yfirleitt kominn í hús, en lítið hefur þurft enn að gefa fé þar eð snjór er lítill. Hér á Breiðdalsvík var slátrað s.l. haust 5460 fjár, þar af 5120 dilkum, með rúmlega 13 kg. falli. Ekki verður sagt að bændur séu ánægðir með verðlag það er þeir fá fyrir framleiðsluna, slátur og mör má teljast verðlaust, og veld- ur það að sjálfsögðu verulegum tekjumissi. STRANGT MAT Á KJÖTI Þar við bætist mun strangara mat á kjöti, sem einnig verkar sem tekjurýrnun, og ofan á þetta bætist svo, að hið virðulega Sam- band ísl. samvinnufélaga, sem hefur öll okkar viðskiptamál í greip sinni, er ekki enn búið að skila kaupfélaginu hér uppbótum á framleiðslu ársins 1955, eða a. m. k. eru uppbætur ekki komnar í reikninga okkar. f tilefni af svona viðskiptareglu, mætti benda á, hvernig launastéttir þessa lands myndu snúast við því, ef sú regla yrði upptekin, að greiða aðeins % eða % af kaup- inu það ár, sem vinnan fer fram en eftirstöðvarnar hálfu eða heilu ári síðar. Þetta er atriði, sem verð lagsráð landbúnaðarins ætti að hafa í huga, þegar það er að strit- ast við að semja um kaup okkar bændanna, þ. e. afurðaverðið. 1RYGGJAN LÖGUÐ Eins og fram kom í fréttum néðan s.l. vetur skemmdist hafn- arbryggjan í ofviðri. Nú í haust fér fram viðgerð á henni, sem menn vona að hindri frekari eyði leggingu. En meira þarf við, og er þess vænzt að Alþingi veiti fé tii fullnaðarviðgerðar og stækk- unar, sem er brýn nauðsyn fyrir byggðarlagið. ILÆM HLUSTUNAR- KILYRÖI Hér í þessum afskekkasta hluta andsins, með mjög ófullnægjandi samgöngur, er ástæða til að ætla að fóHs vildi hlusta meir á útvarp en þar sem samgöngur eru örar og meiri möguleikar að sækja mannamót. En svo illa vill til, að einmitt hér eru hin afleitustu hlustunarskilyrði, sem þekkjast á landinu. Forráðamönnum út- varpsins á að vera þetta kunnugt vegna kvartana héðan, og sjálfur útvarpsstjórinn hefur tjáð okk- ur að allt yrði gert til að lagfæra þetta. En ósköp finnst okkur það ganga seint að fá þá lagfæringu. Nú hefur heyrzt að endurvarps- stöð verði sett upp í Skuggahlíð í Norðfirði. Sjálfsagt verður það úrbót fyrir Norðfirðinga, sem búið hafa við svipuð kjör og við hér. FÁUM VIB SÖMU ÚRBÓT En hvað verður þá gert fyrir okkur? Fáum við kannske líka endurvarpsstöð, ef útvarpið léti rannsaka málið hér? Sagt er að í Skuggahlíð heyrist bezt frá Eið- um. Nú dettur manni I hug, þar sem svipað er héðan að segja, að bezt mun heyrast frá Eiðum á bæ hér innst í dalnum, hvort leysa mætti málið hér á sama hátt. Þess er vænzt að útvarpið fari nú í alvöru að rannsaka hvað þarf að gera til þess að fólk hér fái sömu not af útvarpsefni og annars staðar á landinu. Við er- um of lengi búnir að vera oln- bogabörnin í þossum efnum. VINSTRI MENN LÁGKÚRU- LEGIR Pólitískar fréttir eru fáskrúð- ugar héðan, eins og að líkum læt ur. Þeir, sem ákafast æptu á vinstri stjórn sýnast næsta lág- kúrulegir yfir afrekum núverandi stjórnar, og er þeim það vork- unnarmál, svo fjarri sem allar þeirra athafnir eru kosningalof orðunum. Hin sálrænu áhrif stjórnarstefn unnar verka á þá svipað og hjá óþekktarkrökkum, sem hnuplað hafa hömrum frá starfandi smið- um, ætlað að sýna myndarskap við smíðar, en barið á fingurna og verða að bíta á jaxlinn til að verjast sársaukahljóðum. Reynslan er jafnan ólygnus* en hún verður stundum nokkuð dýr. — Fréttaritari. talið að um 6000 íbúar Búdapest hefðu misst allar eigur sínar í byltingunni og væru flúnir til Austurríkis. Aðrir húsnæðisleys- ingjar hafa fengið hæli hjá skyld- mennum eða vinum. En nálægt 20.000 manns reika nú um hælislausir og hafa ekki vikum saman fengið heita máltíð, föt þeirra eru í tætlum en á næturnar skríða þeir niður í hálf-hrunda kjallara. 55 þúsund íbúða í Búdapest urðu meira eða minna skemmd- ar. f miðbænum er ein óskemmd íbúð á móti 12 hálf-eyðilögðum. Um 70 þúsund rúmmetrar af rúðugleri hafa verið brotnir og hvaðan á að fá nýtt gler veit enginn, því ekkert slíkt er til í Ungverjalandi. Eina hjálpin gæti komið frá austurrísku glerverk- smiðjunni í Brunn en þessi gler- verksmiðja vinnur að kalla ein- göngu fyrir Rússa síðan friður- inn var saminn við þá og glerið gengur til þess að borga skaða- bætur til Rússa. f þessu efni er því ekki frá Austurríki neina hjálp að fá. m KULDI OG ELDSNEYTISSKORTUR Kolaskorturinn er eitt alvar- legasta viðfangsefnið. Það minnsta, sem ungverSkur iðnað- ur getur komizt af með, er um 70—80 þúsund smálestir af kol- um á dag. í þessu magni er ekki talið með það sem þarf til hitunar húsa. Dagsnotkun af kolum mun vera nær 60—70 þúsund smá- lestir. Við og við finna Búdapest- búar í rústunum brot úr skápum eða gluggalistum og þeir nota þessar spýtur til þess að hita upp hjá sér, en þær endast ekki nema stutta stund. Fólkið leitar þá út á Dónárbakka til þess að vita hvort þar er ekki eitthvað að finna, sehi áin hafi skolað upp og hægt sé að nota til upphitunar. Fólk gengur þarna um og tínir alls konar dót og ber það á bak- inu heim. Gluggar í íbúðum í Búdapest eru víðast hvar negldir aftur með alls konar darsli svo sem útflettu blikki úr niðursuðudósum, pappaspjöldum af bókum og öðru slíku. Herbergin eru ljóslaus á eftir en stormurinn næðir gegn- um þessa rifnu skjái. Þó hitað sé upp að kvöldinu er vatn frosið í herbergjum að morgni. Á HVERJU LIFA ÍBÚAR BÚDAPEST? Sá maður úr borgarstjórninni, sem viðtalið er við, sagði að það mundi verða um alla eilífð óráðin gáta, hvernig íbúar Búda- pest hefðu haldið í sér lífinu á seinustu vikum. „Á síðasta ári var notkun af ýmsum matvælum til jafnaðar á dag, 163 smál. af grænmeti, 402 smálestir af brauði, méli og deigvörum, 116 smálest- ir af kartöflum, 470 þúsund lítrar af mjólk og 1620 skrokkar af alls konar sláturdýrum. Frá 24. okt. og til 19. nóvember 1950 mátti heita að tekið væri fyrir alla að- flutninga á matvælum til borg- arinnar, en bændur reyndu að smygla matvælum til vina og kunningja og til baráttumann- anna í borginni. Dagana frá 19. —22. nóv. voru samkv. opinb. skýrslum aðeins 4 smálestir af grænmeti og 9 smálestir af kart- öflum fengnar frá bændum, þar að auki 12 smálestir af brauði, mjög lítilfjörlegt magn af mjólk og. aðeins 39 kjötskrokkar. En hvernig á milljónaborg að lifa á þessu?“ Þannig fórust heimild- armanninum orð. Uppskeran í ár var lítil vegna þess hve vorið var kalt. Mikið af matvælum. eyðilagðist vegna sprenginga, og annarra atburða í byltingunni. f Búdapest einni brunnu þrjú stór geymsluhús full af vörum. Russneskar hersveitir hafa líka tekið mikið af matvæl- um handa her sínum. Mikið af korni eyðilagðist í myllunum, vegna þess að þeir, sem við þær unnu, höfðu tekið þátt í alls- herjarverkföllunum og myllurnar þar af leiðandi ekki starfað. YFIRVOFANDI HUNGURSNEYÐ Forðbúr flestra bænda eru tóm. Þó lagðar séu á þá þungar kvaðir um að láta matvæli af hendi, er þar hvorki brauð né kjöt að fá. Og þeir sem eitt- hvað eiga reyna að fela það. Allir óttast hungrib og enginn treyst- ir embættismönnum landsins til þess að koma í veg fyrir hung- ursneyðina. Það er sagt í Búda- pest að Rússar hafi látið Itadar- stjórnina vita að þeim detti ekki í hug að láta Ungverja hafa mat- væli. Aðeins ef Ungverjr vilji borga með iðnaðarframieiðslu- vörum, verði þeir látnir hafa mat væli. Ungverska þjóðin stendur þess vegna frammi fyrir því að verða annaðhvort að vinna eða láta börn sín hungra. „Þeir sem eru í forustu verk- fallsins telja að það mundi nægja, ef þrjátíu af hundraði af íbúun- um vinna eða ef ui.nið væri tvo daga fyrir hverja viku, sem alls- herjarverkfall er,“ sagði borgar- stjórnarmaðurinn frá Búdapest. „Með þessu værí hægt að fá svo mikið af matvælum eða iðnaðar- vörum að íbúarnir gætu haldið í sér lífinu. Á hinn bóginn héldi með þessari aðferð óskapnaður- inn áfram og Kadar-stjórnin gæti ekki lengi haldið sér í sessi.“ Þetta er aðferð, sem verka- mennirnir beita. Þeir hugsa sér að haida áfram allsherjar- verkföllunum með nokkrum hléum, aðeins nægilegum hlé- um til þess að íbúarnir geti haldið lífinu i sér og sínum. Þetta sýnir betur en nokkuð annað hvílik örvænting hefur gripið ungversku þjóðina og þá ekki sízt verkaiýðinn i landinu. shriúar úr daglega lífinu EFTIRFARANDI bréf hefir Vel vakanda borizt frá íþrótta- manni: Þessa dagana hefir verið til umræðu á þingi frumvarp sem felur það í sér að banna hnefa- leika með lögum. Er frumvarpið rökstutt á þá lund, að hnefaleik- ar séu reyndar ekki iþrótt held- ur miklu fremur mannaslátrun. Tjón á heilsu. ÞAÐ sé mikils virði að banna hnefaleika með lögum, þar sem sýnt hafi sig að fleiri og færri menn hafi beðið tjón á heilsu sinni, að vísu enginn lát- izt af þeirra völdum hér á landi en það komi fyrir árlega erlendis, að leikarnir verði mönnum að aldurtila. Auk þess séu hnefa- leikar mannskemmandi íþrótt þar sem mönnum. sé kennt að lumbra hverir á öðrum og frá fagurfræðilegu sjónarmiði séu þeir gjörsamlega forkastanlegir. Óhæfileg afskipti. ALLT þetta er satt og rétt. Hitt er aftur á móti ekki jafnvíst, að af því leiði að banna beri hnefaleika skilyrðislaust með lögum. Ef það er athugað nokkru nánar má segja að það sé í raun- inni fáránlegt að ætla sér það. Það er vægast sagt mjög vafa- samt, þegar löggjafinn telur að afskipti sín af málum lands og þegna eigi að ganga svo langt að banna eigi einstakar íþrótta- greinar. Það er sjónarmið sem þing- menn verða alltaf að hafa i huga við störf sín, að ekki verði frjáls ræði þeirra sem í landinu búá óhóflega skert við lagasetningar, og í annan stað að þau lagabönn sem sett eru séu svo rök- studd að nægilegt sé. Má nú spyrja hvort það sé í þessu til- felli. Það er í fyrsta lagi ákaflega vafasamt hvort rétt sé að fara þá leið að banna einstakar íþrótta greinar með lögum, þótt allstór hópur manna sé þeim andvígur. í þessu tilfelli er um íþróttagrein að ræða, hnefaleikana, sem frjáls er og tíðkuð í hverju ein- asta menningarlandi. Sú röksemd að hnefaleikarnir séu mannslíf- um hættulegir er léttvæg. Þeir eru það aðeins þegar hnefa leikar eru stundaðir sem atvinnu keppnisíþrótt, en alls ekki svo sem þeir eru æfðir hér á Norður- löndum. Og væri þá ekki ástæða til þess að banna fleiri íþrótta- greinar. Hér hafa menn látizt í knattspyrnuleik, lamazt hörmu- lega við stundun frjálsra íþrótta og hvað þá um aðrar íþróttir sem stundaðar eru af geysikappi er- lendis, svo sem kappakstur. Mun fleiri láta líf sitt í þeirri íþrótta- grein en hnefaleikunum. Hvað er framhaldið? VIÐ íslendingar værum komnir inn á einstæða braut ef við ætluðum okkur að taka að banna viðurkenndar íþróttagreinar með lögum. Og þá er ljóst að fram- haldið getur auðveldlega orðið að t. d. skotfimi verði bönnuð sem íþrótt, því ekki er hún síður hættuleg en hnefaleikar og slysa- hættan með byssum mun meiri. Og hver veit hvar staðnæmzt verður, ef taka á að lögbjóða um þá hluti sem þessa er sjálfsagt er að öllum mönnum séu frjálsir að velja um og hafna án íhlutunar löggj afans. íþróttasamband íslands hefir af þessum sökum eindregið lagzt á móti þeirri sérstæðu hreyfingu sem uppi er í þingi, að banna með lögum einstaka íþróttagreinar. Það vill sjálft hafa þar síðasta orðið og auðvitað á það svo að vera, að það er, íþróttahreyfingin sjálf sem á að taka ákvörðun um hvaða íþróttagreinar eru æski- legar og óæskilegar. Annað nær engri átt. Gegn íþróttahreyf- ingunni. OG að lokum þetta: Meðan það er refsilaust á íslandi að fremja sjálfsmorð, þá væri það ári hallærislegt að ætla sér að banna mönnum að stunda íþróttir með lagaboði, jafnvel þótt sá fjarlægi möguleiki leynist I íþróttaiðkuninni að menn geti tapað með því lífinu. Og ef við íslendingar bönnum hnefaleik- ana verðum við tvímælalaust að viðundri í augum annarra þjóða, og gerum þar að auki atlögu að íþróttahreyfingunni, sem húii hefir þegar fordæmt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.