Morgunblaðið - 25.02.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. febr. 1954 Skíðafélay Reykjavíkur minnist 40 ára afmælis síns á morgun SKÍÐAFÉLAG Reykjavíkur mun minnast 40 ára afmælis síns næstkomandi föstudag, með hófi í Sjálfstæðishúsinu. Munu t>angað verða boðnir helztu forgöngumenn allra þeirra félaga, sem hafa skíðaíþrótt á stefnuskrá sinni. Skíðafélag Reykjavíkur er< íyrsta félagið hér á landi sem hefur haft skíðaíþrótt að mark- rniði sínu. Félagið var stofnað 26. iebrúar 1914. Fyrsti formaður t>ess var L.H. Möller. Varð hann fyrstur til þess að kynna Reyk- ■víkingum ágæti skíðanna bæði til göngu í snjó og sem íþrótta- grein. Var hann formaður félags- ins til ársins 1939 en þá tók við íormennsku Kristján O. Skag- f jörð, en hann var þá landskunn- ur sem dugmikill og áhugasamur ferðamaður bæði sumar og vetur. Jíúverandi formaður félagsins er Stefán G. Björnsson. SKÍÖASKÁLINN í IIVKRAOÖLI M Fyrir forgöngu Múllers og þá- •verandi meðstjórnanda hans var Ækíðaskálinn í Hveradölum reist- \>r árið 1935. Hefir hann til þessa •verið hinn ákjósanlegasti sama- staður og sæluhús skíðamanna og aiinarra, sem þurft hafa að leita ákjóls í illviðrum á Hellisheiði. Hann er einnig fyrsti skíðaskál- dnn, sem byggður var hér á landi. Á tímabili stóð félagið fyrir fjöl- möt'gurn skíðamótum og má þar nefna: fyrsta landsmót skíða- ananna 1937, „Thule“-mótin 1938 -og 1939 og Landsmótið 1943. JSiUNNA AÐ META STARF FÉLAGSINS Margir erlendir skíðakennarar liafa dvalizt og kennt hér á veg- um félagsins og var Birgir Ruud ^estur þess á „Thule“-mótinu 1939. Hinn mikli og jafni félaga- fjöldi félagsins, sem er milli 500 og 600 manns, sýnir að skíða- menn kunna að meta starf félags- ins, þótt það nú hin síðari ár æfi ■ekki neina sérstaka skíðamenn ■til keppni. Enda hefur þróunin verið stöðugt í þá átt, eftir því sem fleiri félög tóku skíðaíþrótt- ina á sína stefnuskrá, að skíða- menn keppi fyrir það félag þar sem þeir iðka aðrar íþróttir, t.d. inattspyrnu og frjálsar íþróttir. SUNDLAUG VIÐ SKÍÐASKÁLANN Éyrir 5 árum var mikill hugur hjá stjórn félagsins fyrir að koma upp sundlaug við skíða- skálann, en af framkvæmdum hefur eigi orðið enn. Lét stjórnin teikna sundlaug með tilheyrandi búningsklefum og böðum, en eft- ir að hafa verið synjað um fjár- festingarleyfi í tvö ár, var hætt við það í bili. Enda varð félagið um það leyti fyrir því óhappi að mótor- og geymsluhús þess brann ásamt ljósavél skálans. Skíðafélag Reykjavíkur hefur undanfarna vetur haldið uppi stöðugum skíðaferðum í sam- vinnu við hin skíðafélögin, en þau öll og Ferðaskrifstofa ríkis- ins hafa nokkurskonar sérleyfi til skíðaferða frá Reykjavík. r Leik Aritu Krist- jáiissonar fráhær- lega vel tekið í GÆRKVÖLDI hélt Árni Krist- jánsson, píanóleikari, tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé- lagsins í Austurbæjarbíói og var hvert sæti í þessu stóra sam- komuhúsi skipað. — Á efnis- skránni voru tvær viðamiklar Beethoven-sonötur og Orgel- fantasía og Fúga eftir Bach og Liszt. Leik Árna var framúrskarandi vel tekið og voru honum færð blóm og ekki komst hann hjá því að leika aukalög í lok tónleik- anna. Annað kvöld endurtekur Árni Kristjánsson þessa tónleika sína fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé- lagsins. Hernaðarhjálp brási BELGRAD 24. febr. -— Júgó- slavneski hermálaráðherrann Iv- an Gosnjak hershöfðingi hélt í dag ræðu í þjóðþinginu, þar sem hann kvartaði mjög yfir því að lítið hefði orðið úr hernaðarað- stoð Bandaríkjanna við Júgóslav- íu. Sérstaklega hefði þetta orðið tilfinnanlegt í sjóher landsins. — Nýr vegur til Siglufjarðar og brú á Hornafjarðarfl jót Frá fundi sameinaðs þings í gær Á FUNDI sameinaðs þings r gær komu til umræðu 10 tillögur til |>ingsályktunar. Hlutu 4 þeirra íullnaðarafgreiðslu — 3 voru .samþykktar, ein felld. Tillögurnar er samþykktar •voru eru þessar: Tillaga Jóns Kjartanssonar J>ingmanns V.-Skaftfellinga um aS Alþingi álykti að skora á xíkisstjórnina að láta rannsaka, 5ivað tiltækilegast sé að gera til •að hindra frekari landspjöll af völdum Dyrhólaóss í Mýrdal. Tiliaga Einars Ingimundarson- -ar, þingmanns Siglfirðinga, o. fl. *var og samþykkt, en í henni er ríkisstjórninni falið að láta at- liuga, með hvaða hætti Siglu- íirði verði helzt komið í varan- legt vegasamband við Skaga- íjörð. Skal athugun þeirri vera lokið fyrir 1. okt. 1954. Þá var og samþykkt tillaga JPáls Þorsteinssonar um að ríkis- stjórninni skuli falið að láta fram fara á næsta ári rannsókn á brú- arstæði á Hornafjarðarfljótum. Skuli kostnaður við rannsóknina greiðast úr ríkissjóði. Felld var tillaga Þjóðvarnar- manna um að ríkisstjórninni skuli heimilt að hafa 1—2 bif- reiðar í þjónustu sinni. Hinar skuli seljast atvinnubílstjórum. Rætt var og um tillögur Sig- urðar Bjarnasonar um hagræn landabréf. Flutti hann framsögu- ræðu og var tillögunni vísað til nefndar. Þá var og rætt um til- lögu um að fela ríkisstjórnmni að gera gagnkvæman höfundarrétt- arsamning við Bandaríkin. Var þeirri tillögu vísað til nefndar. Svo og fáránlegri tillögu Gylfa Gíslasonar og fleiri um takmörk- un á heimild stjórnmálaflokka til að nota fé í sambandi við kosningar og kosningaundirbún- ing. Hún fór og í nefnd. Reykjaheiði var íl! íær sn jóbílnum HÚSAVÍK, 24. febrúar — Snjó- bíll fór s. 1. sunnudag frá Húsa- vík yfir Reykjaheiði austur í Kelduhverfi til að sækja sjúkling. Reykjaheiði er sá fjallvegur, sem einna fyrst lokast þegar snjór hefur fallið á Norðurlandi, en sem dæmi um snjóleysi hér um slóðir nú. má geta þess að heiðin var illfær snjóbilnum vegna snjóleysis. Á mánudaginn fór vörubíll yfir heiðina og gekk sæmilega. Var hann um fjórar klst. á leið- inni. Með bil þessum kom leik- flokkur úr Kelduhverfi, sem sýn- ir hér leikritið 'Kinnahvolssystur. Þegar bílfært er yfir Reykja- heiði um vetur, vekur það undr- un manna, en ekki vekur það minni undrun að ekki skuli lögð meiri áherzla á að tengja saman Suður- og Norður-Þingeyjasýslu mcð öruggu vegasambandi, sem verður með vegi kringum Tjör- nes, en segja má að á þann veg sem þegar er kominn þessa leið, hafi enginn snjór fallið í vetur, sömuleiðis á þann kafia sem veg- urinn er enn óiagður. —Fréttaritari. — Soðkjarnl Framh. af bls. 1. áhugi á hagnýtingu soðsins, þess- um miklu verðmætum, sem renna beint í sjóinn. Síðari hluta vetrar 1953 voru tilraunatækin flutt í Faxa s.f. í Örfirisey. — Hafa þau nú verið reynd með góðum árangri, svo að auðsætt er, að hægt er að smíða fullkomin eimingartæki fyrir söð hér á landi. Engir tæknilegir örð- ugleikar eru á smíði slikra tækja innan lands. 25% FARA í SJÓINN Eins og mörgum er kunnugt tapast að jafnaði um 25% af mjöl- efnum hráefnisins, síldar- og fiskúrgangs, þegar það er soðið, pressað og soðinu veitt í sjóinn frá skilvindum, eins og tíðkazt hefur í flestum síldar- og fiski- mjölsverksmiðjum allt fram á síðustu ár. Um gildi þessarar framleiðslu má minna á þær síld- arvertíðir, þegar verksmiðjur norðan lands tóku á móti um einni millj. mála og mjölfram- leiðslan var um 21000 smál. Hafa þá farið í sjóinn um 7000 smál. af mjöli í soðinu frá skilvindun- um eða að verðmæti, unnið sem heilmjöl samkvæmt núgildandi verðlagi á síldarmjöli, 17,5 millj. króna. Norðmenn tóku fyrir nokkrum árum að hagnýta soðið með eim- ingu og framleiða soðkjarna, sem þeir blönduðu saman við pressu- kökuna og þurrkuðu .þannig og fengu þá svo kallað heilmjöl. — Einnig hafa þeir blandað soðinu beint í hálfþurrkað mjöl og fram- leiða heilmjöl á þann hátt. Soðkjarni er bætiefnaríkari og hefur að geyma meira af verðmætum köfnunarefnasam böndum en venjulegt síldar- mjöl eða fiskimjöl. Markaður fyrir soðkjarna er einnig að aukast í Norðurálfu. 2—2,5 SMÁL. Á KLST. Hallgrímur Björnsson efna- verkfræðingur, er var verk- smiðjustjóri í Krossanesverk- smiðju, er tilraunir hófust, og Bragi Ólafsson, forstjóri iðnmála- stofnunarinnar, hafa aðallega staðið fyrir tilraunum þeim, sem gerðar hafa verið með hin nýju tæki hér á landi, og héldu þeir þessum tilraunum áfram eftir að þeir gerðust starfsmenn iðnmála- stofnunarinnar. Sveinn Guðmundsson, forstjóri Héðins, skýrði fréttamönnum svo Úrá, að tæki þau, sem sett hafa verið upp í Örfiriseý geti unnið 2—2,5 smál. á klukkustund. Sam- svara þau afköst á að gizka 400 mála verksmiðju, eri éins og fyrr greinir nemur soðkjarnavinnsla 25% aukningu í mjölframleiðslu hverrar verksmiðju. háwm® Pálsson lelknr Beintein í Sölku Völku AKVEDIÐ hefur verið, að Lárus Pálsson leiki. eitt hlutverkið í kvikmyndinni Sölku Völku, sem gerð verð- ur á vegum Nordisk Tonefilm og Edda Film. Arne Mattsson leikstjóri, sem hér var fyrir skemmstu fór þcss á leit við þjóðleikhús- stjóra, að Lárus Pálsson fengi orlof frá störfum sinum við leikhúsið til þess að taka að sér hlutverlc í kvikmyndinni. Lárus var fús til þess að taka að sér hlutverkið og hefur hann nú fengið frí frá störfum um þriggja vikna skeið. Fer hann utan n.k. þriðjudags- morgun. Hlutverkið, sem hann á að leika, er Beinteinn, sem les- endur skáldsögunnar kannast við. Lárus leikur að sjálfsögðu á sænsku. Síðustu sýningar á Harvey, sem er eina leikritið, sem Lár- us leikur nú í, verða á laugar- dag og mánudag. Austurríska skíðafólkið sigwsælt á HolmenkoIIen íslendingamir meiddir, svo aðeins 2 þeirra tóku þátt í mótinu Fréttabréf frá Óskari Guðmundssyni. OPPDAL, Noregi — Vegna snjó- leysis fór Holmenkollenmótið ekki fram í Norefjell og Röd- kleiva einsog ráðgert hafði verið. Var mótið flutt til Oppdal, norð- ur undir Þrándheimd. Brunbrautin var mjög létt og ráði rennsli úrslitum en tækni minna. Það var 17 ára gamall stúdent frá Bandaríkjunum sem bar sigur úr býtum í þeirri | keppni. Svigkeppnin fór fram á laug- ardaginn. Var brautin mjög erfið og svo lítill var snjórinn í henni, að skipta varð uin braut er síðari umferð hófst. í stórsvigi kvenna sigraði kanadisk stúlka, sem aðeins er 15 ára að aldri. Svigbrautin var sérstaklegá erfið. Hér eru tveir fslendingar, Stcindór Jónsson og Jakobína Jakobsdóttir. Þau urðu aftar- lega í röðinni í sínum flokk- um. Haukur Sigurðsson keppti ekki hér. Hann tognaði á ökla á æfingu í Austurríki, en verð- ur vonandi orðinn góður fyrir keppnina á heimsmeistara- mótinu í Áre. Jón Karl Sigurðsson er fót- brotinn. Liggur hann í sjúkra- húsi í Östersund. Það er slæmt brot, því miður. — Hann fót- brotnaði í Áre 14. þ. m. Leníi hann á stöng með fyrrgreind- um afleiöingum. — Martha B. Guðmundsdóttir sneri sig og á fæti fyrir nokkru og mætir ekki til keppni í mótinu. — Oddur Pétursson hefur legið í innfluenzu síðan í janúar. Hefur hann algjörlega verið frá æfingum síðan og gat eklti mætt til keppni í göngu í Falum. HELZTU ÚRSLIT Brun kvenna: — Louise Jaretz, Austurríki 1:55,0 mín., 2. Trude Klecker, Austurríki 1:56,4, 3. B. Mahringer, Austurríki 1:56:7. —* 25. Jakobína Jakobsdóttir 2:09,6 mín. Alls luku 33 stúlkur keppn- inni. Sú síðasta hafði tímann 2:25,6 mín, Brun karla: — Wallace Wern- er, USA 2:13,2 mín., 2. Strolz, Austurríki 2:13,3, 3. Cuiloch, Kanada 2:14,3. — 32. maður náðí tímanum 2:29,0 mín. Svig kvenna: — 1. Thomasson, Svíþjóð 2:13,4, 2. Trude Kiecker, Austurríki 2:13,4, 3. Mahringer, Austurríki 2:13,5, 4. Hvammen, Noregi 2:13,6 mín. Svig karla: — 1. Stein Eriksen, Noregi 2:16,2 mín., 2. Pravda, Austurríki 2:17,8, 3. Hintcrseer, Austurríki 2:21,3. — Steinþór Jakobsson var með 1:49,6 í fyrrí umferð og komst ekki í síðarí umferð. Bezti brautartíminn var 1:07,4 hjá Eriksen. Stórsvig karla: — 1. Eriksen, Noregi 2:07,1 mín., 2. Pravda, Austurríki 2:08,2, 3. Spiess, Aust- urríki 2:09,1. Austurríki átti og 4., 5., 6., 7. og 9. mann. — Stein- þór varð 41. með tímann 2:28,8. Stórsvig kvenna: — 1. Hegg- veit, Kanada 2:07,5 mín., 2. Nisk- in, Noregi 2:10,5, 3. Schöpf, Aust- urríki 2:10,8 mín. Samgöngur yóðar um iVSorðurland Dæmi þess að ekki sé farið að kenna lömbum álið á Hóisfjöllum Akureyn, 24. febrúar, ENN eru samgöngur ágætar víðasthvar á Norðurlandi, enda ekkí nema lítilsháttar snjóföl á jörðu. Nokkurt hríðarfjúk gerði hép á þorraþræl, en úr því varð ekkert. Annars hefur verið auð jörð hér langtímum saman. Það mun allt, þegar komið er fram á góu. í gær fór jeppabifreið fyrir- stöðulítið úr Mývatnssveit aust- ur á Hólsfjöll og þaðan niður yfir Hólssand niður í Axarfjörð. Reykjaheiði mun enn fær stærri bifreiðum, en báðar þessar leið- ir eru ófærar meginhlúta vetr- arins. Þéás ’eru dæmi að ekki er enn farið að kenna lömbum átið á Hólsfjöllum, enda hefir beit Ver- ið þar með ágætum í vetur. Má einsdæmi að bílfært sé svo um segja að hvorki hafi verið gef- inn þar mjölhnefi eða heytugga í vetur. Það hefir komið fyrip áður að ekki hafi verið farið að kenna lömbum átið á þessum tíma í útsveitum við sjávarsíðuna þar sem fjörubeit er, en inn í miðju landi er þetta einsdæmi. Er þetta eitt gleggsta dæmið um það, hve fádæma góðan vet- ur við höfum átt við að búa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.