Morgunblaðið - 21.07.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1945, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. júlí 1945 MORGUNBLAÐIÐ Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna. Kitstjórn: Sambandsstiórnin. Greinarkaflar þeir, er birtast hjer á eftir, eru út- dráttur úr bók eftir próf. Friedrich v. Hayek, er út kom í Bretlandi á síðastliðnu ári og vakti þar geysi- mikla athygli. Titill bókarinnar á ensku er „The Road to Serfdom“. Kom bókin út í fjórum útgáfum á árinu 1944, og má af því marka vinsældir hennar. Próf. Havek er Austurríkismaður að uppruna og kendi hagfræði við Vínarháskóla til ársins 1931, að hann fluttist til Bretlands, og hefir síðan starfað þar í landi eða Bandaríkjunum, lengst af sem prófessor við „London-Scool of economics“. Þó að próf. Hayek sje enn ungur maður, aðeins 45 ára gamall, hefir hann fyrir löngu getið sjer heimsfrægð sem vísinda- maður í sinni grein, og alt sem eftir hann birtist, vekur jafnan ó'skifta athygli fræðimanna á sviði þjóð- fjelagsvísinda. Sú skoðun gengur sem rauður þráður í gegnum bók þá, er hjer birtist útdráttur úr, að sjereignar- rjettur á framleiðslutækjunum sje grundvallarskil- yrði þess, að almenningur geti notið mannrjettinda, svo sem lýðræðis, atvinnufrelsis, prentfrelsis o. s. frv. Allar tilraunir til allsherjar skipulagningar atvinnu- l.fsins af hálfu hins opinbera (economic planning) hljóti að leiða til slíks ófrelsis fyrir einstaklingana, að líkja megi hag þeirra í slíku þjóðskipulagi við hag ánauðugra þræla. Eigi þetta jafnt við, hvort sem skipulagningin er framkvæmd af svonefndurfi „hægri“ öflum (fasismi eða nasismi) eða „vinstri” öflum, (sósíalismi eða kommúnismi). Þar sem próf. Hayek lætur hjer í ljós ákveðnar skoðanir á við- kvæmu pólitísku deilumáli, fer ekki hjá því, að þær muni valda miklum deilum. En hann færir svo þung- væg rök fyrir skoðunum sínum, að sjerhverjum frelsisunnandi manni er nauðsyn að kynnast þeim, hvaða stjórnmálastefnu sem hann kann að aðhyllast. A þetta aldrei við fremur en nú, þegar þeirri stefnu virðist fara svo ört vaxandi fylgi meðal manna úr öllum stjórnmálaflokkum, að skipulagning atvinnu- lífsins eða „áætlunarbúskapur“ sje bót allra þjóð- fjelagsmeinsemda. Hjer er að mestu fylgt útdrætti úr bókinni er birtist í aprílhefti „The Reader Digest“, er út er gefið í Bandaríkjunum. í formála fyrir útdrættinum er þar birtist, eru tilfærð eftirfarandi ummæli um bókina eftir ritdómara „New York Times”, Henry Hazlitt: „Með bók þessari hefir Fr. v. Hayek skrifað einhverja merkustu bók, er birst hefir á dögum vorr- ar kynslóðar. Hún sýnir fram á árekstrana milli frelsisins og hins opinbera valdboðs. Hún er viðvör- unaróp til allra velviljaðra sósíalista og annara fylgismanna opinberrar skipulagningar, til allra einlægra lýðræðissinna og frjálslyndra manna, um að nema staðar, líta við og hlusta eftir”. Þessu næst skulum við gefa próf. Hayek orðið. Leiðin til ánauðar. Höfundur þessarar greinar hefir dvalið helming fullorð- insára sinna í ættlandi sínu, Austurríki, og haft þar náin kynni af þýskum hugsunar- hætti, en hinn helminginn í Bandaríkjunum og Englandi. Á þessu seinna tímabili hefi jeg meira og meira sannfærst um, að sum þeirra afla, sem urðu til þess að upprætá frelsið í Þýskalandi, eru einnig að verki hjer. Grimdaræði nasismans hefir að vísu skapað þá trú, að samskonar alræðisskipulag væri óhugsandi hjer. En við skulum minnast þess, að fyrir aðeins 15 árum síðan myndi möguleik inn fyrir því að slíkir stjórnar- hættir ættu eftir að ryðja sjer til rúms í Þýskalandi, hafa virst jafnfjarlægur, ekki aðeins að verja, heldur einnig að áliti hinna fjandsamlegustu útlend- inga, er kyntust horfum þar. Mörg eru þau sjónarmið, sem þá voru talin einkenna þýskan hugsunarhátt, sem nú eru jafn- algeng í Bandaríkjunum og Bretlandi, og margt bendir til áframhaldandi þróunar á sömu braut, og má þar nefna hinn vaxandi átrúnað á ríkisvaldið, hina forlagakendu trú á óum- flýjanlega þróun atvinnumál- anna í vissa átt, og hrifning- una fyrir því, að alt þurfi að „skipuleggja". Skilningur á hættu þeirri, sem yfir vofir, er jafnvel enn minni hjer en ' var í Þýska- landi. Menn liafa ekki ennþá komið au ía á það, að harm- saga Þýskal v: J lá framar öðru í því, að' þab voru yfirleitt Útdráttur úr bók próf. Fr. v. Hayek, The Road to Serfdom. Þýtt hefir Ólafur Björnsson dósent. hinni sósíalistisku stefnu sinni ruddu braut þeim öflum, er þeir höfðu öllu öðru meiri ýmugust á. P'áum er það ljóst, að þróun fasisma og nasisma var ekki andóf gegn vexti og viðgangi sósíalismans á undan- förnum árum, heldur óumflýjan leg framþróun þess hugsunar- háttar, sem lá að baki þeirri stefnu. Það er athyglisvert, að margir leiðtogar fasismans voru í fyrstu sósíalistar, má þar nefna menn eins, og Mussolini, Laval og Quisling. í lýðræðisríkjum nútímans eru þeir margir, sem hata nas- isma í öllum sínum myndum af einlægni, en berjast þó fyrir hugsjónum, sem myndu, ef þær væru : famkvæmdar, leiða beint til þess einræðisskipulags, sem þeir umfram ait vilja forðast. Flestir áhrifamenn á sviði stjórnmála eru, að meira eða minna leyti sósíalistar. Þeir eru þeirrar skoðunar, að „skipu- leggja“ þurfi atvinnulífið, að þjóðarbúskapinn verði að reka „samkvæmt áætlun“, en ekki á grundvelli frjálsrar sam- kepni. En getur meiri harm- leik en þann, að tilraunir okk- ar til þess að skapa okkur fram tíð í samræmi við háleitar hug- sjónir, hljóti óhjákvæmilega að leiða til hins gagnstæða við það, sem til er ætlast? Skipulagning og vald. Til þess að ná settum mark- miðum, verða þeir er fram- kvæma skipulagninguna, að skapa vald — vald manna yfir öðrum mönnum — öflugra nokkru valdi er áður hefir þekst. Hvort skipulagnirtgin verður framkvæmd eða ekki, er undir því komið, hvort það tekst að skapa slíkt vald. Lýð- ræðið er Þrándur í Götu þeirr- ar frelsisskerðingar, sem nauð- synleg er til þess að allsherjar skipulagning atvinnulífsins af hálfu hins opinbera sje mögu- leg. Þess vegna er lýðræði og Framhaíd á 8. síðu íslensk æskulýðsfjelög senda sendi- nefnd á æskulýðsráðstefnu í London Sigurður Bjarnason frá Vigur a|m. form. nefndarinnar I VOR barst nokkrum æskulýðssamtökum á ís- landi boð um þátttöku í Al- þjóða æskulýðsmóti í Lon- don. Samband ungra Sjálf- stæðismanna ákvað strax að senda fulltrúa á mót þetta. Síðar komu þau boð, að full trúatala íslendinga væri tak mörkuð við þrjá menn. Gekst þá Stúdentaráð fyrir því, að öll þau samtök, sem boð höfðu fengið um ráð- stefnuna, tilnefndu einn mann hvert í nefnd til þess að skipa 3 sendifulltrúa frá, islenskri æsku á umrætt mót. Fyrir vralinu urðu: Sig urður Bjarríason alþm. frá- Vigur, sem jafnframt var kjörinn form. sendinefndar- innar og þeir Stefán Júlíus- son, kennari í Hafnarfirði, ritstjóri Skinfaxa, og Ólafur Sv. Björnsson sendisvæitar- ritari í London. Fjelög þau íslensk eða fje- lagasamtök, sem boðin var þátttaka og tóku því boði, eru þessi: Ungmennafjelag íslands, Farfuglar, Samband ungra Framsóknarmanna, Æskulýðs- fylkingin, Samband ungra Jafn aðarmanna og Samband ungra Sjálfstæðismanna. Þessi samtök öll komu sjer saman um þá fulltrúa, sem að legt vitni um samhug íslenskr- Þá verður sjerstaklega rætt um ar æsku. Skal tækifæri þetta notað til að þakka forgöngu Stúdentaráðs Hóskóla íslands í máli þessu. Tveir hinna íslensku full- trúa, þeir Sigurður Bjarnason og Olafur Sv. Björnsson eru nú staddir í Englandi, en þriðji fulltrúinn, Stefán Júlíusson, , J mun bratt vera á förum, þar eð ráðstefna þessi á að standa síðustu vikuna í ágúst. Ráðstefnan er haldin að til- hlutan alþjóðaæskulýðsráðsins, sem eru algjörlega ópólitísk samtök. Gert er ráð fyrir þátt- töku allra þeirra þjóða, sem vinna vilja gegn fasisma og nas isma og þess hugsunarháttar, sem skaðræðisstefnur þessar hafa alið upp í mörgum mönn- um og heilum þjóðum. Fundir ráðstefnunnar munu verða haldnir í Ráðhúsi Lund- úna, og munu mörg mál verða á dagskrá. Rætt verður alment um skipulag mála í heiminum, hvernig best megi varðveita áliti níu af hverjum tíu Þjóð- velviljaðir menn, sem meðofan getur, og ber það gleði- frið og skapa almenna hagsæld. hlutverk æskunnar í heimi framtíðarinnar og ýmis hags- munamál ungra manna. Alþjóðaæskulýðsráðið hefir m. a. í sambandi við fyrirhug- aða ráðstefnu sent fjelögum hjer á landi frjettir frá æsku annara þjóða, baráttu þeirra og starfi. Væri full ástæða til þess að halda slíkri frjettastarfsemi áfram í einu eða öðru formi. Mundi það auka samhug og skilning ungra manna hvar- vetna um heim og brúa þau djúp, sem þeirra á milli eru. Þess er að vænta, að fyrir- huguð Æskulýðsráðstefna taki upp baráttumál unga fólksins á slíkum grundvelli, sem best fær samrýmst þeim hugsjónum, er miljónir æskumanna hafa fórnað lífi sínu fyrir, og skyldi þess þá minnast, að þessir písl- arvottar frelsisins væntu ekki kúgunar, ófrelsis og. einræðis. Sambandssíðan Vonast til þess að geta flutt lesendum sír» um ítarlegar fregnir af mót- inú síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.