Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1945næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 03.05.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1945, Blaðsíða 1
32. árgangur. 98. tbl. — Fimtudagnr 3. maí 1945 Isafoldarprentsmiðja h.f. Hitler fallinn — Berlín sigruð Uppgjöf Þjóðverja á Ítalíu * \ Afl mm ÞROTUII London i gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ALLUR LIÐSAFLI ÞJÓÐVERJA á Ítalíu og í syðstu hjeruðum Austurríkis, hefir gefist upp skilyrðislaust fyr- . ir bandamönnum. Er hjer um að ræða hjerumbil miljón manna, að því er Churchill forsætisráðherra Breta sagði í dag, er hann tilkynti uppgjöfina í breska þinginu í dag. Sagði hann þetta mjög mikinn sigur, en samningarnir um uppgjöfina voru undirritaðir við Napoli síðastl. sunnu- dag. Ná þeir til allra þýskra herja á Norður-Ítalíu og í eft- irtöldum austurrískum fylkjum: Tyrol, Vorarlberg og Styriu. Er þá mjög lítið orðið eftir af landsvæði fyrir Þjóðverja að verjast á þarna suður frá, aðeins svæðið umhverfis Berchtesgaden, en það nálgast herir banda- manna nú hröðum skrefum. Tekur nú barátta Þjcðverja i suðurhlutum ríkisins að minka. Sjöundi herinn ameríski er að komast til Innsbruck í Austurríki. Hann hefir tekið borg þá, sem Hitler fæddist í. Hörð barátta DflNITZ EFTIRMADUR F0RIN6JANS Það er tekið fram, að bar- átta sú, sem bandamenn hafa orðið að heyja í tvö ár á Ítalíu, hafi verið ein af þeim hörðustu sem þeir hafi lent í, í allri styrj öldinni, enda hafi herir banda- manna orðið að borga sigurinn með miklum mannfórnum. — Mynduðu Þjóðverjar hverja varnarlínuna eftir aðra og var oft með mestu erfiðleikum bundið að hrekja þá þaðan. •— Tókst það þó jafnan um síðir. Frægur foringi. Churchill lauk miklu lofsorði á foringja herja bandamanna á Italíu, Alexander marskálk, er stjórnaði þarna mjög sundur- leilum her bandamanna, Bret- um, Bandaríkjamönnum, Ný- sjálendingum, Suður-Afríku- mönnum, Brasilíumönnum, negrum, Pólverjum, Indverj- um og Gyoingum. Hefir sam- vinna allra þessara ólíku her- manna verið með miklum ágæl um áð sögn. Clark hrósað- Einnig hefir Mark Clark verið hrósað mjög. Bretakon- ungur hefir sent yfirhershöfð- incjunum heillaóskaskeyti, og' einnig Truman forseti. Talið er að mjög hafi sóknin gengið fljótar á Ílalíu, ef Kesselring heíði ekki slýrt vörninni þar, en hann er talinn einn besti vai narhefshöfðingi Þjóðverja. Laval komlnn fil I DAG kom þýsk flugvjel til Barcelona á Spáni, og var í henni Pierre Laval, fyrrum for sætisráðherra Vichystjórnar- innar. Franco bauð honum að hafa sig þegar úr landi, þar sem Spánvex-jar vildu ekki hafa hann. — Síðustu fi'egnir herma, að endirinn muni hafa orðið sá, að Laval hafi verið handtekinn af spánskri lög- reglu, eftir að sendiherra Bandaríkjanna hafði rætt við spönsku stjórnina. Þetta er þó enn ekki staðfest. — Reuter. Adolf Hitler, foringinn, sem fjell. London í gær — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. SÓLARHRING EFTIR að fregnin um fall Adolfs Hitl- er, leiðtoga Þjoðverja var tilkynt í þýska útvarpinu, kem- ur tilkvnning frá Stalin þess efnis, að höfuðborg þýska ríkisins, Berlín, sje að lokum fallin, og leifarnar af varn- arliðinu handteknar. Þjóðverjar sögðu sjálfir fyrr í dag. að þeir verðust nú aðeins í smáflokkum í Berlín. Rússar | segjast hafa tekið höndum um 17 þúsund Þjóðyerja í þess- ari fjögurra miljóna borg. FALL ADOLFS HITLERS var tilkynnt um Hamborg- arútvarpið í gærkvöldi og þar sagt frá tíðindum á þá leið, að foringinn hefði fallið í Kanslarahöllinni í Berlín síð- ari hluta dags hins 1. maí. Ekkert er um það rætt, hvern- ig dauða hans hefði að höndum borið. Jafnframt var til- kynt í útvarpinu, að DÖNITZ flotaforingi hefði verið skipaður eftirmaður Hitlers af honum sjálfum, daginn áður eh hann fjell. Avarp Dönitz Rjett eftir að fall- Hitlers var tilkvnt, var flutt í út- varpið í Hamboyg plata með ávarpi Dönitz flotaforingja til allra Þjóðverja. — Sagði flotaforinginn þar, að hann væri meðvitandi um erfið- leikana í því að taka við af foringjanum Adolf Hitler, sem hefði aáio hetjudauða í baráttunni gegn bolsjevism- anum. Su bai'atta, sagði Dönitz, sem tók við. Rússar segja að Göbbels hafi fyrir- sjer í HERST JORNARTILKYNN - INGU Rússa í kvöld er sagt, að Göbbels hafi fyrirfarið sjer í Berlín. Er það í tilkynningunni haft eftir Hans Fritze, sem var aðstoðarmaður Göbbels, en er nú fahgi, að Hitler og Krebs hershöfðingi hafi líka fyrirfar- ið sjer. Ekkert er tekið fram um það í herstjórnartilkynn- ingunni, hvort Rússar hafi fundið lík Göbbels. Danmörk einangrui með sókn Monlgomerys til Eystrasalts Liábeck teksas London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BRESKAR hersveitir eru nú komnar að Eystrasalti, og er Danmörk þar með úr tengslum við þau svæði i Þýskalandi, þar sem Þjóðverjar haldi enn uppi vörnum, nema farið sje loft- leiðis. Bi-eskar skriðdrekasveit- ir tóku hafnarborgina Wismar við Eystrasalt í morgun, en Lú- beck, hafnarboi'gina frægu, síð- ar í dag. Eftir að þessir bæir eru falln ir minkar heldur um varnar- möguleika Þjóðverja á því svæði, sem þeir hafa enn eftir í Mecklenburg. Bi'etar hafa einn ig tekið bæinn Schwerin, og Rússar geisa vestur á bóginn til móts við Breta. Tóku herir Ro- kossowskys í dag borgina Ro- stock, einnig hafnarbæinn Warnemúnde, þaðan sem járn- brautarferjur til Danmerkur ganga. Varla er hægt að ímynda sjer, að vörn þeirra þýsku sveita, sem enn eru eftir austan Elbe, verði löng nje hörð, þar sem svæðið, er þær halda, er aðeins lítið orðið. Ástandið í Danmörku. Ekki berast neinar áreiðan- legar fregnir um ástandið í Danmörku. en síðast frjettist Framh. á 2. síðu Dönitz yrði að halda áfram. Einnig sagði hann „að Þjóð- verjar yrðu líka að berjast gegn Bretum og Bandaríkja mönnum svo lengi sem þessi ríki hjeldu áfram að hjálpa bolsjevikum“. Dönitz tók það fram. að hver maður yrði að gera skvldu sína. Nýr utanríkisráðherra í dag skipaði svo Dönitz nýjan utanríkisráðherra. -r- Það er von Schwerin-Kro- zig greifi, sem var ráðherra í ráðuneyti Papens og síðar fjármálaráðherra í fvrsta ráðuneyti Hitlers. — Harin flutti útvarpsræðu í kvöld og sagði þar meðal annars, að Þjóðveriar vildu gjarna taka þátt í viðreisninni eftir stvrjöldina og svo yrði að sjá um, að ekki yrði.aftur stríð. Enga þjóð kvað hann hafa lifað aðrar eins þján- ingar í þessari styrjöld en Þjóðgverja: „Borgir vorar Framhald á 8. slðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 98. tölublað (03.05.1945)
https://timarit.is/issue/106602

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

98. tölublað (03.05.1945)

Aðgerðir: