Morgunblaðið - 28.03.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.03.1942, Blaðsíða 3
jLatigardagur 28. raars 1942. ■ÍH o K GU N tíl.AÐI Ð í kirkju. Kistan borin úr kirkju. Útför dr. Jóns Helgasonar biskups var fjölmenn og virðuleg „Mjei|fjellu að erfðahlut indæiir staðir“ U TFÖR dr. Jóns Helgasönar biskups í gær var hin virðulegasta, sem hjer hefir lengi farið fram, sem eðlilegt var. • Bæjarstj&rn Reykjavíkur annaðist útföriiia i wib'Singarskyni við þenna rnerka Reykvíking, kirkjuhöfðingja og fraeðimann, er helgaði' :sogu ReykjáVTkur mikið af fræðastörfum síninn. St. Priðrik Haligr'ímsson flutti húskveðju á ketmili biskups í Tjaruargptu. gr. Halfdán Helga son sonur biskups imelti þar og. nokkur kveðjuorð f.yrir hönd þeirra systkinanna og mæltist mjög vel. Haun béirKÍi og nokkr- nm orðinn til móður sinnar. Prestar hempuklæddir siifnuðmst í fordyrí Alþingishússins meðan á húskveðju stóð, en gengu þaðari í skrúðgöngu til kirkjunnar, áðmr , en líkfylgdín kom jiangað. Þeir voru nál. 30 að tölu. Er kistan var borín í kirkjn var leikinn sorgarmars eftir Hart- mann, er hann samdi fyrir útför Bertel Thorvaldséns. Borgarstjóri og bæjarráðsmenn báru kistuna í kirkju. Kistan var fagurlega blómskreytt og á henni silfurskjöldur, er Sigurgeir Sig- urðsson biskup hafði lagt á kist- una. Var á honum þessi áletrun: „Dr. Jón Helgason biskup, með þakkarkveðju frá þjóðkirkju Is- Iands“. Heiðnrsmerki hins látna! voru og á kistunni. [ Tvær ræðnr voru fluttar í kirkj- unni. Þá fyrri flutti dr. Bjarni Jónsson vígslubiskup. Honum fór- ust m. a. orð á þessa leið: — Mjer finst, best. fara á því, að hann sjálfur velji textann, er jeg nú mæli minningarorð við kistu dr. Jóns Helgasonar bisk- ups. Þegar hann á síðasta kvöldi árs- ins 1938 kvaddi starf sitt og prjedikaði hjer í kirkjunni lýsti hann æfi sinni með þessurn orðum ritningarinnar: „Mjer fjellu að erfðahlut indælir staðir“. Líf og starf hafði flutt Jóni Helgasyni biskupi mikla gleði. Honum var auðvelt að koma auga á indælis staði. En honum var aldrei nóg að horfa á staðina. Starfið heillaði hann. Hann sagði: „Mjer her að vinna verk þess er sendi mig, með- an dagur er. það kemur nótt, þeg- ar enginn getur unnið“. Síðan rakti dr. Bjarni starf Jójis Ilelgasonar, er fæddist að Qörðprn á ÁÍEfcanesi nákvæmlega 2()0 árum síðar en ,Jön Þorkelsson Vídalín fæddist þar.. Hann mint- PRAMH. 1 SJÖTTU SÍÐU Prestafylkingin. Jöklaferð Fjalla- manna um páskana Frásögn Guðmundar Einarssonar Iþróttamenn bæjarins, yngri og eldri, búa sig þessa dagana í útilegur yfir páskana. I dag leggja „Fjallamenn“ upp í viku ferðalag upp í óbygðir, austur á jökla. Fararstjóri verður GuSmundur Einarsson frá Miðdal, stofn- andi og sjálfkjörinn foringi „Fjalþimanna“. Guðmundur hefír skýrt, tíðindamanni Morgunblaðsins frá ferðaáætlun og fyrirætlunum: — Áformað er að leggja af stað nú um miðjan dag áleiðis austur á jökla. Við verðum um 30 talsins. Sjö fjallameyjar og konur verða með í förinni. Plestir þátttakendur eru vanir fjallaferð- um og alt fólkið reynt og dug- andi. Þó má enginn halda að slík ferðalög sjeu neinar svaðilfarir. Fyrir okkur vakir aðallega að þjálfa fólk og æfa í útilegu og langferðum um .jöklana og svo að æfa allskonar íþróttir sem að gagni koma í slíkum ferðum, svo sem: að klífa í þergi og bröttum ís, skíðatækni í erfiðu fjalllendi, snjóhúsabygging og meðferð sleða. • Um síðustu páska dvöldu 55 inanns á Fimmvörðuliálsi og jeg hýst. við að það verði svipað nú, því að á skírdag kemur annar hópur til viðbótar. Skálinn rúmar þó eigi neina 20 manns, svo að meir en helmingur verður því að búa í tjöldum og snjóhúsum. Að þessu sinni verður með fólk úr flestum íþróttafjelögum borg- arinnar. Okkur þykir mjög vænt um það, enda buðum við í upp- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Þitig Slysavarna flelags íslands sett I cær Þing Slysavarnafjelags íslands var sett í gær kl. 4%. Á f.yrsta fundi þingsins gerðist þetta: Forseti Slysavarnafjel., Guð- bjartur Ólafsson hafnsögumaður setti þingið með stuttu ávarpi. Mintist hann hins mikla mann- tjóns ísl. sjómannastjettar árið 1941 (139 sjómenn druknaðir) og vottaði þingheimur hinum látnu virðingu og ættingjum sam- úð með því að rísa úr sætum sín- um. Kjörbrjefanefnd var skipuð (Friðrik Ólafsson skólastj,, frú Guðrún Jónasson bæjarfulltrúi og Sigurjón Jónsson fyrv. hjeraðs- PKAJHH. i SJÖUNDU * *ÍBtí Ný vjelasamstæða til Laxárvirkjunaiinnar Fyrir milligöngu Steingríms Jónssonar rafmagnsstjóra Akureyri í gær. D æjarstjórn Akureyrarkaup- staðar kom saman til auka- fundar 24. þ. m. í tilefni af því, að daginn áður höfðu rafveitu- nefnd og fjárhagsnefnd haft sam eiginlegan fund, þax sem rætt var og lagt fram símskeyti, frá Stein- grími Jónssyni rafmagnsstjóra í Reykjavík, en sem nú dvelur í Bandaríkjunum, og hefir m. a. unnið að því að útvega tilboð í nýja vjelasamstæðn til stækknn- ar Laxárvirkjunarinnar. Rafmagnsstjóri skýrði frá því í skeytinu, að nokkur amerísk firmu hefðu gert tilboð, en hann mælti sjerstaklega með tilboði frá firmunum Morgan & Smith og Westinghouse Eleetric Co., og yrði þá 4000 hestafla vjelasam- stæða keypt. Kostnaður er áætlaður 1620 þúsund krónur alls. Ilöfðu nefndirnar lagt til, að gengið væri að tilboði þessu, ef lán fengist, sem aðgengiíegt mætti teljast, innflntningsleyfi 'fengist og útflutningsleyfi í Bandaríkjunnm og önnur nauðsynleg skilyrði væru fyrir hendi. Bæjarstjórnin samþykti þessa tillögu nefndanna og fól bæjar- stjóra að útvega leyfin og vinna að útvegun láns til fyrirtækisins. Gullna hliðið verður sýnt ann- að . kvöld. Þetta verður síðasta sýning fyrir páska. $ Síefán A. Pálsson kosinn formaður Aðalfundur Varðarfjelagsins var haldinn í Kaupþings- salnum í* gærkvöldi. Formaður, Árni Jónsson frá Múla gaf skýrslu um starfsemina og hóf umræður um kjördæma- málið og kosningarnar. Urðu fjör- ugar umræður úm þessi mál og töluðu: Hannes Jónsson, Sigurðm* Kristjánsson, Gísli Jónsson, Jón Pálmason, Sigbjörn Ármann og Ólafur Þorvarðsson. Ný stjórn var kosin og hlutu þessir kosningu: Stefán A. plrls- son formaður og meðstjórnendur þeir Andrjes Þormar, Magnús Þorsteinsson, Guðm. Guðjónsson, Gísli Jónsson, Kristinn Kristjáns- son og Guðbjartur Olafsson. Varamenn í stjórn voru kosp: ir: Einar Ásmundsson hrm., Gunnar E. Benediktsson og Ólaf- ur Þorvarðsson. Endurskoðendur voru endur- kosnir þeir Ólafur Ólafsson og Ás- mundur Gestsson. Æíluðn að flmygla spiritus Tveic íslenskir sjómenn voru dæmdir í lögreglurjetti í gær morgun fyrir tilraun til að smygla áfengi inn í landið. Höfðu þeir falið í skipi sínu 10 brúsa — um 80 lítra — af óblönduðum spíritus og nokkrar flöskur af sterkum vínum. Annar mannanna var dæmdur í' 3100 króna sekt til Menningar- sjóðs og til vara 75 daga fang- elsi, verði sektin ekki greidd inn- an fjögurra vikna. Hinn var dæmd ur í 2700 króna sekt, eða 70 daga fangelsi. íslenskur sjómaður hverfur I enskri höfn C íðast þegar togarinn Gyllir ^ var í höfn í Englandi, hvarf einn skipverjanna, Tómas Guð- mundsson háseti. Hafði hann far- ið í land með fjelögum sínum, en orðið viðskila við þá og ekkert síðan til hans spurst. Skipstjórinn á togaranum ljet lögregluna ensku vita af hvarfi marmsins áður en skipið fór úr höfn í Englandi. Tómas Guðmundsson var ekkju* maður og átti uppkomin börn. 4 skipum sökt vlð Island Úr tilkynningu þýsku her- stjórnarinnar í gær: ,J austur frá íslandi rjeðist kafbátur á 1500 smálesta kaup- skip, sem hafði fylgd varðskips og tveggja kafbátaspilla, og sökti’ öllum fjórum skipunum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.