Morgunblaðið - 04.12.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.12.1940, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 4. des. 1940 Jplorgimfcla&td Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritatjfirar: J-6n KJartan««on, Valtýr Stefáusaon (ábyrgBarm.). Aug'lýsingar: Árnl Óla. ■Ritetjörn, auglýsUgar oc afgrelBsla: Austurstrætl 8. — Slmi 1800. Áskriftargjald: kr. 8,50 á. mánuBi lnnanlands, kr. 4,00 utanlands. !1 lausasölu: 20 aura elntaklB, 25 aura meB Lesbðk. PJETUR HALLDÓRSSON BORGARSTJÓRI Ovissan i AÐ kom í ljós fnllveldisdag- imi, 1. desember, að ríkis- «tjórnin liefir fyrir sitt leyti ekki ■eniiþá ákveðið, hvaða stefnu hún aetli nú að taka í sjálfstæðismál- iunum. Tve.ii' ráðherranna fluttu iraiður við þetta tækifæri, forsæt- iisráðherrann og atvinnumálaráð- herrann og var báðum ræðunum mtvarpað. Báðir ráðherrarnir mint- ust .á lókaþáttinn í sjálfstæðisbar- .áttunni. IForsætisráðherrann sagði aðeins. ,að lokasporið yrði „að stíga á iheppilegum tíma ogj með rjettum hætti“. Hann sagði ekkert orð um það, forsætsiráðherrann, hvenær væri hinn „heppilegi tími“, að hans áliti, eða hvernig stíga ætti lokasporið, þannig, að það yrði „með rjettum hætti“. Atvkxfiumájaráðlierrann gekk ihreint til vei*ks. Hann sagði blátt áfram, að ríkisstjórnin hafi á- kveðið, að láta ekkert uppi um hennar fyrirætlanir, fyr en málið væri úti*ætt innan stjórnarinnar, iniðstjóra og þingflokka lýðræð- isflokkanna. Af þessu leiðir það, að þjóðin . getuá ekki vænst að fá ’jneitt að heyra um þetta stórmál, fyr en Alþingi kemur saman í febrúar næstkomandi, því að fyr verður ekki unt að ná til þing- flokkanna. Við þessu væri e. t. v. ekkei*t að segja, ef íúkisstjórn, miðstjórn- ír og þingflokkar væru á eina máli um, livað gerá' skuli. E'i nmmæli forsætisráðherrans benda •æinmitt til þess, að þessir aðiljar sjeu ekki á einu máli. En það ;gæti haft þær afleiðingar, að ekk- • ert yrði gei't af því, sem nú þarf .að gera. Það er í rauninni ekki nema um Hvíer leiðir að velja. Önnur er sú, að halda sig við ákvæði sambands Ilaganna um endurskoðun og upp- sögn laganna. Þessa leið telja þeir .að fara bei*i, sem álíta að sam- bandslögin sjeu enn í gildi, þrátt. fyrir atbnrðina í Danmörku í). apríl og á Alþingi 10. apríl. Hin leiðin er sú, að næsta Alþingi stigi sporið út, sem stigið var til hálfs 10. apríl, og gangi endan- lega frá þeim málum, sem Alþingi gerði ályktun um 10. apríl, „að svo stöddu“. Vjer höfum áður látið þá skoð- im í Ijós, að síðari leiðina beri oss að fara. Við getuin lent í hin- uni mestu ógöngum, ef fyrri leið- in verður farin. Þarf í því sam- bandi ekki anuað en miuna á, að ■sú nieðferð. sem nú er á æðstu ■stjórn landsins, getur blessast í augnablikinu, vegna þess að þjóð- stjórn situr hjer að völdum. En Vivernig færi. ef flokksstjórn ríkti? Gæti þá slík meðferð á æðstu stjórn landsins samrýmst Hýðræðisstefnuiini ? Síðasti áratugurinn er vafalaust einhver hinn erfiðasti í sögu Reykjavík- ur síðan hún hlaut kaupstað- arrjettindi fyrir hálfri ann- ari öld. Afli brást, Markaðir hrundu. At- vinnuleysi jókst. En inn í bæinn lá látlaus fólksstraumur, hvaðan- æfa af landinu. Samfara þessu sætti bæjarstjórn lengst af liarð- vítugri ásób-n ríkisvaldsins, sem andstæðingar meiri hlutans í bæn- um beittu til að reyna að koma honum á knje. Á hálfnuðum þessnm áratiig, þegar átök milli flokka voru mjög hörð, en áttu þó enn eftir að liarðna, andaðist Jón Þorláksson borgarstjóri. Var þá öllum ljóst, að mikill foringi var fallinn, ein- mitt þegar verst gegndi. Reykjavík A*arð þá eigi bjarg- :að, nema hún fengi forýstumann, sem hefði til brunns að bera alt hið traustasta, heilbrigðasta og besta, sem með henni hafði náð að þróast.„ ★ Til forystunnar valdist Pjetur Halldórsson. Hann A*ar borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur, og hafði faðir hans á undan honum haft mikil skifti af bæjarmálefnum Reykja- víkur og móðurfaðir löngu fyrr af ýmiskonar fjelagslífi í bænum um langt skeið. Á unga aldri tók Pjetur Hall- dórsson við umfangsmiliilli bóka- verslun og útgáfustarfsemi, sem dafnaði og efldist undir stjórn hans. Síðar hafði hann og um langa liríð útgerð með höndum, en eigi mun honum hafa græðst f je á þeim atvinnurekstri. En Pjetur Halldórsson hafði víðar komið við mál bæjarmaiina en varðandi atvinnuvegina eina, því að hann tók þátt í margvís- legri f jelagsstarfsemi í bænum. Hann var trúmaður mikill, kirkju- rækinn og einn helsti forystumað- ur í safnaðarmálum. Söngmaður mjög góður var hann og stófi framarlega í sönglífi bæjarins. Hann var good-templar, starfaði lengi mikið í reglu þeirra og skip- aði þar æðsta virðingarsess um skeið, enda var liann alger bind- indismaður alla.æfi. Þegar ráðstafanir voru gerðar, er bægja skyldu Reykvíkingum frá því að senda börn sín í æðri skóla, skarst Pjetur Halldórsson í leik- inn til bjargar málinu. Beitti hann sjer þá fyrir stofnun Gagnfræða- skóla Reykvíkinga, var ætíð mest ráðandi í skólanefnd og greiddi þannig miklum fjölda unglinga braut til menta. Pjetur Halldórsson var einn af frumkvöðlum hinna stórkostlegu umskifta, er hafa átt sjer stað í nágrenni bæjarins, með ræktun bæjarlandsins, og var einn af helstu mönnum fjelagsins Land- náms, sem eitt sinn starfaði að þeim málum. Hann var einn af forvígismönnum um flugtilraunir lijer á landi skömmu eftir lok heimsstyrialdarinnar fyrri. Hann i*ar meðstjórnandi í Hinu íslenska fornritafjeíagi. Þá var hann og sem sjálfkjörinn oddviti innan stjettar sinnar, formaður Bóksala- fjelagsins, o. þ. h. Loks var Pjetur Halldórsson um fulla tvo áratugi einn af helstu áhrifamönnum í stjórnmálum hjer í bæ og tók því þátt í margskon ■ ar fjelagsstarfsemi í því sambandi. Hann sat í bæjarstjórn frá því, 1920 og í bæjárráði tók hann sæti, er það var stofnað 1932. Á Alþingi átti hann setu sem fulltrúi Reyk- víkinga alt frá 1932. Þótt fjelagsstörf Pjeturs Hall- dórssonar sjeu hjer alls eigi öll talin, þá sýnir þó þetta yfirlit, að vafagamt er, að nokkur samtíðar- manna hans háfi tekið AÚðtækari þátt í fjelagslífi höfuðstaðariijs. En þrátt fyrir þetta, þá voru Pjetri Halldórssyni alveg sjerstak- lega ljósar takmarkanirnar á gildi fjelagsskapar. Hann sýndi manna, best, að fjelagsskapur er nauðsyn, en hitt taldi hann samt miklu meira máli skifta, að sjálfsbjarg- arhvöt einstaklingsins hjeldist vakandi, að dugur hans væri eigi drepinn. Hann skildi betur en flestir aðrir, að ef ráð og dugur einstaklingsins bilar, þá er allur fjelagsskapur til einskis, og að nefnd ráðleysingja er sýnu hættu- legri en þeir^iver í sínu lagi. f öllu dagfari sínu var Pjetur Halldórssoil án vamms og 1-ýta. TJm hann kunni enginn anuað en gott að segja. Hann hljóp ætíð undir bagga, ef eitthvað bjátaði á, og öllum, sem unnu með honum, þótti vænt um hann sökum alúðar hans, hreinskilni og góðvildar. Pjetur Halldórsson var því gæddur öllum þeim öflum, er til viðreisnar horfðu í bænum, betur en ílokkur maður annar.Og skoð- anir hans voru einmitt þær sömu og megnað höfðu að hefja Reykja- vík frá því að vera ljelegt þorp danskra kaupmangara til þess að verða glæsilegasta athvarf menn- ingar og athafna, sem á íslandi hefir til verið. Slík var afstaða og fortíð Pjet- urs IJalldórssonar, er hann tók við borgarstjórn í Reykjavík á miðjum örðugasta áratugnum, er yfir hana hefir gengið. ★ Þá reið auðvitað á langmestu fyrir bæjarfjelagið, að ráðin yrði bót á' erfiðleikum atvinnulífsins, atvinnuleysinu yrði eytt og fá- tækrakostnaðurinn þar með lækk- aður. En hvorki borgarstjóri nje bæj- arstjórn höfðu til nokkrar hlítar vald til umbóta á þessu. Að svo miklu leyti, sem íslendingar sjálfii* gátu að gprt, þá var það að mestu á valdi ríkisstjárnarinnai* og Al- þingis liA*er úrræði voru valin. . . . Stjórnvöld bæjarms höfðu eigi heimild til þeirra aðgerða, sem nauðsvnleg voru til viðrjetting- ar. Þar voru þau að langmestu leyti máttlaus áhorfandi. En á- horfandi, sem landslögum sam- kvæmt i’arð að bæta úr hinni sár- ustu nevð, því að bænum bar að taka við framfæri allra þeirra, sem bjargþrota urðu, hvort sem fyrir óáran eða óstjórn var. Að vísu hafa andstæðingar Sjálf stæðismanna löngum haldið því fram, að bærinn ætti að leggja í útgerð og ráða bót á vandræðun- um með þeim hætti. Meiri hluti bæjarstjórnar liefir að vísu með ýmsum hætti greitt fyrir aukinni útgerð í bænum, og beitti sjer á s.l. vetri fvrir útvegun nýrra vjel- báta í bæinn, þótt sú tilraun strandaði á öðrum. En meiri hlutinn hefir ætíð talið, að eigi þýddi að auka þá út- gerð, sem ekki bæri sig. Fyrsta skilyrðið væri að búa svo að at- vinnuvegunum, að þeir bæru arð, þá kæmi aukning þeirra og at- vinna af sjálfu sjer. En eigi fekst trygt, áð eftir þessum einföldu sannindum væri farið fyr en Sjálf- stæðismenn fengu aukin áhrif á Alþingi og fulltrúa í ríkisstjórn. Þangað til hlaut helsta skyldá borgarstj(ira því að verða sú, að halda í horfinu eftir mætti, Að sjá um, að fleyi bæjarins væri eigi kollsiglt, þar til úr rættist um at- vinnuhsétti og bænum vinsamlegri stjórn tæki við málefnum ríksins. Þetta var erfitt verk og krafðist karlmensku og þolgæðis. En eigi verður nú um deilt, að Pjetri Halldórssyni hafi tekist þetta verk, sem var hið vandasamasta af öllum þeirn störfum, sem hon- um vorp fengin. ★ Eitt hið A'anþakklátasta af öll- um verkum borgarstjóra er að sjá um, að til framfærslumála, at- vinnubóta og annara opinberra styrkja renni eigi meira fje en góðu hófi gegnir, en þó fái hver sitt, svo að enginn líði neyð. Gjaldendurnir telja löngum, að of miklu fje sje til þessa varið, of mörgum sje styrkur veittur og á kostnaðarsamari hátt en vera þurfi. Þeim, sem svo hugsa, eru yfirleitt ekki kunnar allar þær sorgarsögur einstaklinga og heilla ættbálka, sem felast bak við sí- hækkandi tölur fátækraframfæris og atvinnubótafjár. En þeir, sem fjárins njóta, finna ’ Mjög stórt mannvirkjafjelag enskt því betur til þess. Allur þorri , fekk áhuga fyrir málinu. Mest manna telur það, sem betur fer, fyrir metnaðarsakir, í því skyni síðasta úrræðið að leita ásjár sveit-1 að fá heiðurinn af því að hafa arsjóðsins, og ef menn hafa til (staðið fyrir svo einstæðu mann- ]>ess neyðst, þá telja þeir sig virki. Fyrir milligöngu fjelags vaxandi, er það á fárra manna færi að rísa undir þessu oki. Að telja kjark í alla þá nauðleitarmenn, sem þá koma ti! borgarstjóra, reyna að leysa vandræði þeirra og sýna þeim fram á, að fyrir þá •sje gert það, sem unt er. Og ef skorturinn sækir að, þá sje það ekki fvrir viljaleysi, að ekki verði bætt úr til fulls. Tími og orka Pjeturs Halldórs- sonar fór meira en menn getur rent grun í til að gegna þessari þungbæru skyldu. Ilann hafði ein- mitt alla þá eiginleika, sem þurfti til þess að gegna henni svo að vel færi. En að það hafi verið auð- velt starf, þarf eigi að segja okk- ur, sem með honum störfuðu að þessum málum, en höfðum þó miklu minna af þessari hlið þeirra að segja. En við munum allir samhuga um að óska, að á okkur verði ekki lögð slík raun á ný. ★ En á borgarstjórnarárum Pjet- urs Halldórssonar var eigi látið við það sitja, að halda í horfinu og gera ljettbærari hlut þeirra, er erfiðast áttu. Þá var einnig hrundið fram stórfeldum mannvirkjum, er sköp- uðu mikla vinnu og lögðu grund- völl að varanlega aukinni hag- sæld bæjarbúa. Fyrst var lokið við Sogsvirkj- unina, sem Jón Þorláksson hafði fórnað síðustu bröftum sínum til að hrinda af stað. Þá var að nýju tekin upp vinna við Sundhöllina, sem legið hafði niðri í mörg ár, það mannvirki fullgert og þar með opnuð ný lind heilsu og mann- dóms fyrir bæjarbúa. Loks var hafin framkvæmd hitaveitu fyrir Reykjavík. , Hitaveitan mun ætíð verða tengd órjúfanlegum böndum vi5 nafn Pjeturs Halldórssonar. Áætlanir fyrir þetta mesta mannvirki á íslandi voru gerðar undir hans handleiðslu. Þá er þeim var lokið hóf hann umleitanir uin lántöku erlendis til þess að verkið gæti orðið framkvæmt. í fyrstu varð honum vel ágengt. löngum eiga að búa við þröngan skamt. Þeir, sem að þessu leyti telja lilut sinn fyrir borð borinn, leita venjulega ásjár borgarstjóra. Og áðui' en menn segja sig til sveit- ar koma þeir til hans sem síðasta athvarfs til þess að vita, hvort eigi sje heldur liægt að fá vinnu en stvrk. Á venjulegum tímum er það að vísu erfið skylda, en þó bærileg, að taka á jnðti öllum þeim, er slíkar sorgarsögur hafa að segja. En á meðan atvinnurekendurnir eru að tapa miljónum, atvinnu- vegirnir eru að hrynja og að- . strevmi öreiga í bæinn fer dag- þessa fengust í Englandi ákveðiri loforð um lán til verksins. Að vísu þurfti einnig samþykki enskra stjórnvalda til lánveiting- arinnar, en þeir, er hlut áttu að máli, fullyrtu, að á því samþykki mundi eigi standa, enda voru suin ir þessara manna ráðamenn miklir í Englandi. Er til átti að taka, vildu hin ensku stjórnarvöld þó ekki veita samþykki sitt. Hefir aldrei til fulls verið skýrt, hvernig á því stóð, en sjeð hefi jeg gögn, sem fullkomlega sönnuðu, að hinlr ensku mannvirkjasmiðir og fjár- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.