Morgunblaðið - 19.06.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1938, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 Suiuiudagur 19. júní 1938. Aasberg skipstjón áttræður í dag Hinn góðkunni og vinsæli skip- stjóri Sameinaða gufuskipa fjelagsins, Johan Ferdinand Aas- berg, á áttræðisafmæli í dag. Var hánn í förum milli Danmerkur, Skotlands og íslands í 33 ár, þar af 25 ár sem skipstjóri. Aasberg er fæddur í Stubbe- kjöbing í Danmörku 19. júní 1858. Hugur hans hneigðist snemma að sjómensku og fór hann því ungur mjög í siglingar, fyrst sem háseti. Tók síðar stýrimannspróf við Bogö Navigationsskole og að því afloknu sigldi hann sem 2. og 1. stýrimaður á ýinsum seglskipum. Hingað til lands kom hann í fyrsta sinn árið 1882 með freigátunni ,,Sjælland“. Árið 1883 gekk hann í þjónustu Sameinaða gufuskipa- fjelagsins og komu stjórnendur þess brátt auga á framúrskarandi dugnað hans og ósjerplægni. Hækk aði hann því fljótt í tigninni. Varð 2. stýrimaðnr árið 1885, 1. stýri- maður 1889 og skipstjóri 1898. íslandsferðir sínar byrjaði Aas- berg árið 1890 sem 1. stýrimaður á e.s. „Laura“. Árið 1898 fól Sam- einaða gufuskipafjelagið honum skipstjórn á e.s. „Skálholt“, sem annaðist strandferðir hjer við land. Treysti fjelagið engum betur en honum til þess að stjóma þeim erfiðu siglingum. Þrem árum seinna varð hann skipstjóri á e.s. „Laura“, þá skipstjóri á e.s. Botnia“ árið 1909, og loks skip- stjóri á hinu nýja, afar vandaða skipi, e.s. „Island“, sem Samein- aða gufuskipafjelagið Ijet byggja á stríðsárunum til Islandsferða. Hóf það ferðir sínar hingað til lands seint á árinu 1915, og stjórn- aði Aasberg því aít þangað til hann, árið 1923, varð að láta af skipstjórn, fyrir aldurs sakir, 65 ára gamall. Hefir hann farið alls 233 ferðir hingað til lands. Árið 1921 sigldi konungsfjöl- skyldan, eins og knnnugt er, hjeð- ,an til Græhlands á e.s. „Island“, og tókst þá vinátta með konungs- fjölskyldunni og honum, sem hefir haldist alt til þessa dags. í þeirri ferð bjargaði Aasberg áhöfn sænska skipsins „Bela“ norðarlega við Grænlandsstrendur, og sæmdi þá sænska stjórnin hann Komman- dörkrossi Vasaorðunnar 2. gr. fyr- ir frækilega framkomu. Um það leyti er Aasberg ljet af skipsstjórn fyrir 15 árum, var hann orðinn hjer þjóðkunnur mað- ur, og margir eru þeir sem enn minnast þessa mæta manns. Þótt hann sje, að vonum, síður kunnur hinni ungu kynslóð. Af öllum sem til hans þektu var liann talinn af- burða sjómaður, hraustmenni og kjarkmaður, samviskusamur £ starfi sínu með afbrigðum, enda var dugnaður hans mikill. Eins og að líkindum lætur hefir Aasberg oft komist í hann krappann við Ægi á öllum sínum mörgu og erfiðu sjóferðum. En svo giftusamlega fórst honum skipstjórnin í Islands-sigHngum, að aldrei henti hann nein slys, og má það fágætt kallast. Má það nú einkennilegt vera fyrir Aas- berg er hugur hans hvarflar til liðinna tíma, að vita til þess að ekkert af þeim 4 skipum er hann stjórnaði skuli nú vera til. „gkál- holt“ strandaði við Noregsstrend- ur, „Laura“ strandi á Skagaströnd, „Botnia“ var seld til niðurrifs, „Is- land“ strandaði éins og kunnugt er við Isle of May í Leith-firðin- um í apríl-mánuði í fyrra. Síðan Aasberg hætti siglingum hefir hann lifað kyrlátu lífi á sínu fagra heimili, Villa „Spica“ í Hellerup. Hann hefir ávalt verið, og er enn við ágæta heilsu. Gæti enginn ókunnugur sjeð að hann heffii 80 ár að baki. Alla daga tek- ur hann sjer langar göngur, venju- lega frá Hellerup til Kauþmanna- hafnar og er það röskur tveggja stunda gangur. Upp stiganú heima hjá sjer hleypur hann enn, rjett eins og þegar hann hljþp upp stigann að stjórnpalli á e.s. „Is- land“. Hunn nýtur enn lífsins og er kátur í vinahóp. Aasberg er vinur vina sinna og manna trygg- lyndastur. Hitti hann vini sína hjeðan að heiman leikur hann við hvern sinn fingur, og rifjar upp gamlar endurminningar, sem hann á margar ógleymaúlegar, Telur hann sig hafa átt besta vini hjer á landi, og hefir hann enn lifandi áhuga fyrir öllu því er hjer ger- ist, enda hefir hann þrisvar komið hingað í kynnisför. eftir að hann ljet af skipstjórn, og hefir fullan hpg á að koma hingað einu sinni enn. Aasberg hefir vérfíð”’ sæmdúr ýmsum heiðursmerkjum, m. á. Kommandörkrossi af Dannebrog 2. gr., stórriddarakrossi Fálkaorðuiln ar, Kommandörkrossi af sænsku Vasaorðunni (svo sem áður get- ur). Síðast en ekki síst má nefna „Medaillen for ædel Daad“. Mun það heiðursmerki honum hjart- fólgnast, og má segja að hann hafi vel til þess unnið }>ar sem hann hefir persónulega bjargað .S manns frá druknun. Má TTessu sambandi minnast þess- er hann kastaði sjer í sjóinn á Bíldudaí og bjargaði tveim mönnum frá druknun. Hinir mörgu vinir Aasberg hjer senda honum í dag hlýjar óskir og einlægustu vonir um friðsælt æfikvöld. Ó. J. Skýrsla Eimskipafjelagsstjórnarinnar FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. hraðskreiðara og stærra skip en þau, sem hjer hafa verið í milli- landaferðum. Hafði niðurstaðan orðið sú, að að reyna hina síðari leið, þannig að gert væri ráð fyrir skipi, sem færi raunverulega í ferðum 16 mílur á vöku, þannig að ferð milli Reykjavíkur og Leith tæki aoeins rúma tvo sólarhringa, milli Leith og Kaupmannahafnar. rúman 1% sólarhring, en rúmlega þrjá sólarhringa milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar. Til þess að ná slíkum hraða er talið, að skipið þurfi að vera um 320 fet á lengd, en breidd þess 45 fet. Mundi slíkt skip geta tekið um 228 farþega. Lestarrúm þess yrði um 86 þús. teningsfet. Fje- lagsstjórninni var ljóst, að í þetta yrði ekki ráðist nema með því móti að fjel. fengi mikinn viðbótar- styrk úr ríkissjóði. Fjelagsstjórnin sneri sjer því í nóvembermánuði 1936 til ríkisstjórnarinnar, og fór fram á það, að fjelagið fengi í 10 ár árlegan styrk úr ríkissjóði til reksturs hins fyrirhugaða skips. Málinu var frestað til Alþingis í febrúar 1937, en áður en meðferð þess væri þar lokið, var Alþingi rofið. Þegar Alþingi kom saman aftur í síðastliðnum októbermán- uði, var málið á ný lagt fvrir fjárveitinganefnd. Jafnframt var af hendi fjelagsins talað um málið við ýmsa helstu forvígismenn stjórnmálaflokkanna og varð nið- urstaðan sú, að málið gat ekki fengið framgang. Eftir því sem aðstaðan var á síðasta Alþingi, taldi fjelaglstj. vonlaust að bera málið fram á ný. Eins og kunnugt er, hækkaði kostnaður við smíði skipa afar mikið árið 1936 og framan af ár- inu 1937. Hefir hið háa verðlag, sem stendur að miklu leyti ennþá, tafið fyrir því að fjelagið ljeti smíða nýtt skip. Fjelagsstjórnin heldur samt málinu vakandi, og mun láta framkvæma nauðsynlegt undirbúningsstarf til þess að unt verði að hefja framkvæmdir sem i fyrst. Einkaleyfi. Samkvæmt heimild þeirri, sem fengin er með lögum nr. 26, 13. júní 1937, um skráning skipa, til lögverndar á skipanöfn'um og ein- I kennum á skipum, hefir fjelags- stjórnin fengið einkarjett til skipa . nafnanna: Gúllfoss, Goðafoss, Brúarfoss, • Dettifoss, Lagarfoss og Selfoss. Jafnframt hefir fjelagsstjórnin fengið einkaleyfi fyrir sjerfána þann, sem fjelagið hefir notað frá upphafi, og er honum lýst þannig: „Hvítur feldur, og í honum blátt Þórsmerki (hakakross-Svastika). Stangarmegin við Þórsmerkið tvær krossálmubreiddir, en þeim megin, sem fjær er stönginni þrjár kross- álmubreiddir. Fyrir ofan og neðan þórsmerkið er 1% krossálmu- breiddir. Lengd hakanna er helm- ingur af lengd hverrar krossálmu, en breidd hakanna er jöfn breidd krossálmanna“. Loks hefir fjelagið fengið einka- leyfi fyrir reykháfsmerki því, sem fjelagið einnig hefir notað á skip- um sínum frá byrjun, og er reyk- háfsmerkinu lýst þannig: „Hvítur reykháfur með bláu bandi og svartri rönd efst. Svarta röndin sje 1/16 af liæð reykháfs- ins, því næst 4/16 hvítir, þá 4/16 bláir, og 7/16 neðst hvítir“. Ástand og horfur. Siglingum skipanna er hagað líkt og verið hefir, þó með þeim undantekningum að yfir sumar- mánuðina er s.s. „Brúarfoss“ lát- inn koma við í Grimsby á útleið, en ekki Leith eins og venjulega. Er þetta gert með tilliti til flutn- inga á frosnum fiski yfir sumar- mánuðina, en hann er aðallega sendur til Grimsby eins og kunn- ugt er. „Goðafoss“ er látinn koma við í Leith á útleið yfir þetta tíma- bil í stað e.s. „Brúarfoss“. Vöru- og fólksflutningar munU vera nokkuð svipaðir það sem af er árinu og á sama tíma í fyrra, en vegna truflana, sem urðu á siglingum skipanna vegna hins nýafstaðna stýrimannaverkfalls, þurfti að taka 3 aukaskip til að annast flutninga, sem skip fje- lagsins hefðu ella getað annast sjálf. Kostnaðurinn við þessi auka skip er því hreint tap, miðað við það, ef verkfallið hefði ekki átt sjer stað, og auk þess hafa skipin orðið af miklum farþegaflutningi og útflutningi vegna verkfallsins. Ennfremur er rjett að geta þessr að fyrirsjáanlega verða ýmsir kostnaðarliðir í rekstri fjelagsins mikið hærri á þessu ári heldur ent árið 1937. Sjerstaklega verður mikil hækkun á kolum, vátrygg- ingargjöldum og viðgerðakostnaði. Má því búast við að fjárhagsaf^ koma fjelagsins verði mikið lak- ari á yfirstandandi ári heldur en síðastliðið ár. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband .af síra Árna Sigurðssyni ungfrú Ingibjörg; Álfsdóttir og Árni Jóhannesson. Heimili ungu hjónanna er á Æg- isgötu 10. 883888Cðæ$æ3ð$88í S808 88Síææ838§8e838s8§8S888S ÍÓlafur Dorgrímsson | lögfræðingur. §! Viðtalstími: 10—12 og 3—5. I: Suðurgötu 4. — Sími 3294. 1 1 Málflutningur Fasteignakaup I 1 Verðbrjefakaup. Skipakaup. % | Samningagerðir. iimsmmaæm œm mm vsmmæmmi KOLAVERS LÆKKAR frá mánudegi 20. þ. m. kostar ágætis tegund af enskum steam kolum: Kr: 49.00 ÍOOO kg. --24.50. . , . 500 kg. -- 12.25 .... 250 - -- 11.00 .... 200 — -- 5,50. . . . ÍOO — -- 2.75. ... 50 — Ofanskráð verð er miðað við heimflutt í Reykjavík.-- Reykvíkingar látið þann njófa viðsklffa yðar, sem vaið lil þess að lækka kola- verðið í bænum. - Áthugið hver það er sem lieldur kolaverðinu niðri. GEIRH. OEiA §ímar: 1904 og 4017.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.