Morgunblaðið - 12.09.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.1935, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 12. sept. 1935. Skfðaskálinn I Hveradölum er Ijúmandi vistlegur. Byggingunni að mestu Iokið, og byrf- ar þar greiðasala fyrir ffelagsmenn Skíðaffelagsins um helgina. Skálinn kostaði um 40 þúsund krónur og er liinn vandaðasii. SkíðaskáJinn í gær bauð stjóm Skíðafjelags- ins blaðamönnum til hádegisverð- ar upp í Skíðaskálann í Hvera- dölum. Veður var hið ákjósanlegasta, logn og hitasólskin. Þar sem Skíða akálinn stendur er útsýni hið fegursta suður yfir hraunbreiður og tinda Reykjanessfjallgarðaí. í stjórn Skíðafjelagsins eru þeir L. H. Miiller kaupm. formað- ur, Herluf Clausen kaupm., Jón Eyþórsson veðurfræðingur, Kristj- án Skagfjörð heildsali og Eiríkur Beeh forstjóri. Aður en sest var að borðum í hinum stóra veitingasal skálans, voru híisakynnin skoðuð og hita- lögnin, sem leiðir hverahitað vatn í húsið. Aðalanddyri skálans er í vest- urendanum. Þaðan er gengið inn í veitinga- salinn. Er þar vítt til lofts og veggja. Salurinn er 7x10 metrar að stærð, en 5%/2 meter undir mæni. Þegar inn kemur í salinn, blas- ir við arinn stór, en málverk eru á veggjunum eftir Tryggva Magn- ússon af skíðafójki. Austur þbssum aðalsal ,er kvennaskáli allstór, en undir suð- urvegg hússips, meðfram aðal- salnum er sólarherbergi — ver- andi — 2x10 metrar að stærð, með samanhangandi gluggum eftir endilöngu. í útbyggingu norðan við austurendann er eld- hús og búr, og í austurenda húss- ins er íbúð veitingamanns. íbúðarloft er yfir herbergjum austan við aðalsalinn, og eins er herbergi yfir anddyrinu að vest- anverðu .En í lrjallara eru íbúðar- herbergi, ræstingarherbergi, bað- herbergi, geymsla o. fl. Skábnn er brunatrygður fyrir rúml. 40 þús. kr. en innanstokks- munir fyrir 9 þús. Hitalögnin. Hitalögnin í skálann er þannig gerð, að lækjarvatn er leitt í miðstöðvarofna, sem sökt er nið- Hveradölum. ur í hverinn ofan við bæ Höyers, og vatnið upphitað síðan leitt í skálann. i Hitalögnin er gerð eftir fyrir- mælum Ben. Gröndal og Axels Sveinssonar, en verkið annaðist Ríkharð Eiríksson. í evrópískum stfl. Skíðaskábnn er bygður úr timbri, veggir úr furuplönkum, og var hann hingað fluttur til höggv- inn. Tók ekki nema fáa daga að reisa hann. En kjallari er steyptur, og steypt loft hans. í Noregi er það kallað, að skáli sem þessi sje í svissneskum stíl. En skálagerðin er ekki frekar tíðkuð þar en í öðrum fjallalöndum álfunnar. Uppdrætti af skálanum gerði norskur byggingameistari, Miche- let að nafni, en Jens Eyjólfsson rjeði innanhúss fyrirkomulagi. Aðra verkstjórn hefir Júlíus Ingvarsson annast. Landið, þar sem skálinn er reistur, er eign Hjallatofu í Ölvesi. En Skíðafjelagið hefir leigt þarna 1 hektara lands, til 75 ára fyrir 150 kr. ársleigu. Greiðasala. Greiðasala í skálanum byrjar um næstu helgi. En eigendur skálans þ. e. Skíðafjelagið, hefir ekki fengið veitingaleyfi fyrir aðra en meðlimi Skíðafjelagsins. Veitingamaður verður þama A. Jörgensen, er verið hefir mat- sveinn á Gullfossi. Fjelagar Skíðafjelagsins geta fengið gistingu þarna. Hægt er að hýsa 30 gesti nú. En þegar öll gestaherbergi verða tilbúin, verða þarna 70 rúm. Gisting og fæði yf- ir daginn á að kósta 6 kr. en 10% afsláttur gefinn þegar menn eru yfir 3 daga þar um kyrt. Skíðamenn og blaða- menn. í hinum vistlega sal Skíðaskál- ans sat stjórn Skíðafjelagsins og blaðamenn sem fyrstu gestir Húsgagnasmiðir gera verkfall. Sveinar í húsgagnaiðnaðinum lögðu niður vinnu í gærmorgun, vegna þess að húsgagnasmíði- meistarar gátu ekki gengið að kröfum sveinanna, eins og þær voru fram bornar. Fjelagsskapur sveinanna sendi meisturunum brjef hinn 30. ágúst og báru þar fram kröfur sínar. Hafa síðan verið haldnir fundir hjá báðum aðilum og nefnd frá báðum haldið einu sinni fund um málið. Á fundi, sem sveinarnir heldu með sjer í fyrrakvöld, samþyktu þeir að leggja niður vinnu fyrst um sinn. í gær unnu aðeins lærlingar á húsgagnasmiðiverkstæðum bæjar- ins. Ágreiningurinn milli sveina og meistara mun ekki vera neitt stór- vægilegur og er búist við að hann jafnist bráðlega. Mannýg kýr veitir aldraðri konn mikinn áverka. Eskifirði 11. sept. F. Ú. Það sjys vildi til á Högnastöð- um í Reyðarfirði í gærkvöldi, að þegar ráðskonan á bænum,, Guð- ríður Sigurðardóttir, kona á sjö- tugsaldri, var að láta inn kýrnar, að ein kýrin, sem talin er mannýg, sneri á móti henni, fleygði henni flatri, rak horn í kvið henni og veitti henni mikinn áverka- Náð var skyndilega í lækni, Ara Jónsson. á Brekku, sem er í for- fÖllum hjeraðslæknis. Gerði hann við sárið og kvað það hlíft hafa, að horn kýrinnar gekk ekki á hoí, að konan var nokkuð holdug. Sárið var svo stórt, að 10 spor þurfti að taka, til þess að hefta það saman. Eftir atvikum líður konunni sæmilega í dag. skálans. Þar var rausnarlega veitt og margt talað. Þar sögðu þeir L. H. MiiUer og Jón Eyþórsson sögu Skíðafjelags- ins og hvérnig tókst að koma upp þessu stórhýsi, og mintist Jón þess, er Muller fyrst bar fram þá hugmynd, að reisa skálann, en þá voru 220 krónur í fjelagssjóði! Margir töldu það býsna djarft að hugsa til stórræða með ekki meira fje- En Skíðafjelaginu hefir, undir forystu Mullers vaxið ört fiskur um hrygg hin síðustu ár. Og hinn mikli skáli komst upp fyrr en menn gat grunað. Skíðamenn þökkuðu blaða- mönnum fyrir stuðning við mál- efni þeirra. En blaðamenn skíðamönnum og þá fyrst og fremst. L. H. Múller fyrir ötula forgöngu og dugnað við að koma skálanum upp. Enginn efi er á því, að Skíða- skálinn örfar bæjarbúa mjög til þess að njóta fjallaloftsins og fara í skíðaferðir á vetrum. Því skálinn er, eins og hann er nú, alveg sjerlega vistlegur og þægilegur fyrir fólk, sem vill þar njóta hvíldar og hressingar. Hlaupið I Súlu. Hið mesta sem komið licíír um langt skeið, seg'ir Hannes á Núpstað 11. sept. F. Ú. Síðustu fregnir af jökulhlauþ- inu eru þær, að í dag fór Hannes á Núpsstað að tilhlutun póst- og símamálastjóra austur að Núps- vötnum, til að athuga verksum- merki, og virtist honum hlaupið enn hafa vaxið að miklum mun. Auk hlaupsins í Súlu er annað hlaup komið fram úr Blautukvísl, sem fellur undan Skeiðarárjökli talsvert sunnar og austar en Súla, og hefir jökullinn brotnað fram á stórum svæðum við upptök beggja þessara jökulvatna. Símalínan. er gjöreydd á all- löngum kafla og jökulhrönn um allan sandinn. Telur Hannes að mjög örðugt muni verða þar yfirferðar í haust, þó að flóðið sjatni og jökulhlaup þetta telur hann vera hið mesta sem komði hafi á þessum slóðum um langt skeið. Vitað er til að tvívegis áður hafi svipað hlaup komið í þessi vötn, nálægt tveim árum eftir Skeiðarárhlaup. Þá voru hlaupih tabn af því, að Grænalón hafi hlaupið, en Grænalón er við upp- tök Núpsár, í jökulkrók milli Vatnajökuls og Skeiðarárjökuls. Forseti Grikk- lands segir af sjer. Sökum þess að stfórnin mælir með endnrreisn kon- ungsdómsins. KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Forseti gríska lýðveldisins, Zaimis, baðst lausnar í nótt. Er þetta gert í mótmælaskyni gegn því að gríska stjómin hefir kvatt kjósendur til að velja endurreisn konungsvaldsins í landinu og vegna þeirra ummæla Tsaldaris forsætisráðherra, að hann teldi rjett að leggja til að konungsveldið yrði endurreist- Aþenuborg 11. sept. F.B. Tsaldaris var raunverulega knúður til þess að gefa þessa yf- yfirlýsingu, af konungssinnum með Kondylis í broddi fylkingar. Peri- cles, ráðherra innanríkismála, hef- ir einnig beðist lausnar, en hanp er lýðveldissinni. Koudylis hefir hinsvegar afturkallað lausnar- beiðni sína. Lýðveldissinnar hafa tilkynt, a.ð þeir ætli ekki að taka þátt í þjóð- aratkvæðinxi. (United Press). Sólskinsbær, Gunnison í ríkinu Arizona, er alment kallaðður sól- skinsbærinn. Gestgjafi einn í bæn- um sem lofaði því 1912 að gefa öllum ókeypis mat þann dag, sem sólin skini ekki, hefir aðeins 16 sinnum þurft að efna loforð sitt. Mjólkiirskatt- urinn í Noregi. Bændur sýna ylírvöldunum mótþróa. Osló, 11. sept Hinar langvarandi deilur um mjólkurskattinn leiddu til mót- spyrnu bænda gegn yfirvöldunuzn í Fana í gær. Fulltrúi mjólkursöluráðsins á- samt Ijensmanninum og ríkislög- reglu fóru í heimsókn á nokkrum bílum, til þess að taka lögtaki á- höld og skepnur, vegna ógreidds mjólkurverðjöfnunargjalds. — Á flestum bæjunum náðist samkomu- lag, en á fjallabýlinu Övre Ardal var ltýr tekin lögtaki. Þegar ljensmaður og þeir, sem : með honum voru, voru á leið það- an, en veguriun liggur utan í brattri hlíð, veltu bændurnir þungVihi jámtunnum, sém asfalt var í og stórum steinhnullung- um alt að því 100 kg. niður hlíð- ina og munaðí minstu, að þessar „sendingar“ lenti á bifreið ljens- mannsins. Tveir bændur hafa verið handteknir. (NRP—FB.). Þegar Abyssiníumenn sigruðu ítali. Þegar ítalir sækja fram í Abyssiníu, og síðustu fregnir herrna að þess verði ekki langt að híða, þá mun fyrsta árásin hnit- miðast, um borgina Adowa í norð- a,nverðu landinu. Adowa 'er all mikilvæg verslunar borg, en frægust er hún fyrir ó- sigur Itala í viðureign þeirra við Abýssiníuménn í lok síðustu aldar og sem kendur er við þessa borg. 26,000 ítalir sóttu fram móti rúml. 80,000 Abyssiniumönnum, vet urinn 1896- ítalska liðið var und- ir fórustu Baratieri herforingja. ítalir sóttu fram í þrem deild- um, en þær urðu viðskila í fjöllun- um. Vinstri deild hersins rakst fyrst á óvinina og varð að hopa og liðstýrkur sá, sem hénni kom frá miðdeild og hægri deild hersins var ékki nógu öflugur til að veita hinum herskáu Abyssiníumönn- um' viðnám. ítalski herinn varð að hörfa undan og nam tjón hans 250 yfir- liðsforingjum, 7000 óbreyttum hermönnum og öllu stórskotalið- inu. Ósigur þessi leiddi tíl friðar- samninga í Addis Abeba í októ- ber 1896. Nú hervæðast ítalir að nýju og hyggjast munu hefna ófaranna við Adowa árið 1896. Borgin liggur skamt frá landa- mærum Eriteru. Er það spá margra, að Mussolini hafi í hyggju að vinna glæsilegan sigur við Adowa og hverfa svo til Genf til að taka sáttatilboðum Þjóðabanda lagsins. Þá er Mnssolini búinn að sýna mátt sinn og hers síns, hermenn Jians fengið að reyna sig og hann getur látið sjer vel lynda að fegna ekki frekar þjóðir Evrópn til ófriðar við sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.