Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 3

Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 3
Jólaspjall Jólaumstangið hófst óvenjulega snemma í ár. Októbermánuður var ekki liðinn þegar jólaauglýsingum tók að rigna yfir landsmenn. Ef svo heldur fram sem hingað til þá verður þess vart lengi að bíða að jóla- vafstrið standi allt árið um kring. Sá tími kann því allt eins að renna upp að menn geti hætt að taka niður jólaskrautið, jólaundirbúningur stendur yfir allt árið og allir verða glaðir, eða hvað? Arið sem nú er að líða hefur verið viðburðaríkt bæði hér heima og erlendis. Hægt er að merkja að hægri sveiflan sem hófst á síðasta áratug hefur rénað nokkuð en sósíalistar vorra daga virðast þó hafa tileinkað sér ýmislegt úr smiðju kapítalistanna, þótt öfgasinnar séu auðvitað til í báðum herbúðum. Stóratburðir hafa orðið í viðskiptalífi í heiminum. Svo virðist sem að heldur hafi hægt á kreppunni í Asíu sem hófst á síðasta ári, a.m.k verða Vestur- landabúar minna varir við neikvæð áhrif en almennt var gert ráð fyrir. Ovænt endurreisn markaðanna eftir krappa dýfu í haust kom þó á óvart. Sameiningar risafyrirtækja hafa einnig borið hátt. Hér á landi hefur margt gerst á sviði viðskipta og fjármála. Hagur almennings hefur blómstrað í góðærinu en teikn eru á lofti sem benda til þess að varúðar sé þörf. Deilur um umhverfismál hafa verið í algleymingi en í þeim efnum gildir að hóf sé best á hverjum hlut. Leita verður jafnvægis í nýtingu náttúrunnar og þess verður að gæta að ekki verði of nærri henni gengið. Niðurstaða Hæstréttar í kvótamálum er óvænt en Hæstiréttur virðist vilja gára yfirborðið fremur en að taka eindregna afstöðu í þessu mikilvæga máli. Af einstökum viðburðum á fjármálasviði ber einkavæðingu fjár- málafyrirtækja hæst. Hræringar í eignarhaldi verslunarfyrirtækja eru einnig athyglisverðar og svo virðist sem samkeppnin harðni á þessum markaði þegar risarnir stækka. Ég óska lesendum Vísbendingar og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls árs. Tómas Örn Kristinsson, ritstjóri Efnisyfirlit Forsíðumynd: Brimlending, málverk eftir Bjarna Jónsson listmálara. Jólaspjall Tómas Örn Kristinsson................................. 3 JÓl Úr ljóði Stefáns frá Hvítadal................................ 4 Leiðin var löng og á köflum ströng Ólafur Hannibalsson........... 5 Dýrin í garðinum Einar Kárason................................... 13 Qwerty hagfrœði Ásgeir Jónsson................................... 18 Um hagfrœði Björns í Brekkukoti Páll Ásgeir Ásgeirsson........... 25 Ný stjórnskipun? Tómas Örn Kristinsson........................... 28 Geir Ólafsson tók ljósmyndir fyrir blaðið. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími 5617575. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Örn Kristinsson. Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson og Benedikt Jóhannesson. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Umbrot og prentun: Gutenberg. Upplag: 3000 eintök. Öll réttindi áskilin, rit þetta má eigi afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.