Norðurland


Norðurland - 01.08.1903, Blaðsíða 3

Norðurland - 01.08.1903, Blaðsíða 3
179 NI. Bækur. Gísli Súrsson. Sjónleikur; einnig nokkur kvæði. Höfundur Bcatrice Helen Barmby. Maithías Jochums- son íslenzkaði. Akureyri. 1902. (12j + 99 bls. Kostar 1 krónu. Leikrit þetta er eftir enska stúlku, sem dó 1899, en þegar hún samdi það, var hún tæplega hálfþrítug. Sjálf kendi hún sér ís- lenzku, og varð vel að sér í íslenzkum fræðum fornum. Þegar þess er gætt, hve ung stúlkan var, þegar hún orti sjónar- leikinn, má telja, að henni hafi tekizt furðuvel, en ekki verður séð, að hann sé neitt afbragðsrit, og langt er frá því, að hann komist til jafns við leikrit mestu leikritasnillinga, sem nú eru uppi, t. d. Henriks Ibsens, enda er fárra meðfæri eða einskis að jafnast við hann. Það eru og eflaust ýkjur, sem sagt er í innganginum, að sjaldan eða aldrei hafi listaverk verið fært í nýjan listabúning jafnvel og »Gísli«, því að altítt er, að snildarleikrit eru soðin upp úr snildarlegum skáldsögum, en ef hér er átt við fornsögur vorar, eins og mig grunar, þá þarf ekki langt að leita til þess að finna miklu meira Iistaverk orkt út úr íslenzkri sögu, og á eg hér við Grettisljóð eftir þýðanda leikrits þessa. Aftur hafa fáir bætt sig á því að yrkja leikrit eftir íslendingasögum, hvorki út- lendir menn né innlendir, og ber það til, að fornsögur vorar eru svo dramatiskar (liggja svo vel við sýningarlistinni) yfir- leitt, að erfitt er að bæta. Ibsen hefir aldrei orkt eftir nokkurri Islendingasögu, og kemur hann því ekki til greina hér, en satt er það, að hann hefir haft stuðn- ing af íslendingasögum i tveimur leikrit- um sínum að minsta kosti. Þar sem ekki er mjög hátt risið á samskonar leikritum og Gísli Súrson er, þá má segja með sanni, að hann beri af flestum eða öllum svipuðum leikritum. Kostir sjónarleiksins' eru þeir, að lyndiseinkunnum manna í sögunni er vel haldið, og að iítið er vikið út frá henni, þó að slíkt sé reyndar altítt og leyfilegt, ef betur má fara. Enn er vel farið með sálarstríð Gísla út úr vígi Þor- gríms, en það er mergurinn málsins. Til ókosta má telja, að á einstaka stað heldur Gísli of löng eintöl, því það má ekki eiga sér stað í vönduðum leikritum, sem orkt eru um þessar mundir. I annan stað er drepið alt of víða á kossa, því að þótt getið sé um það víða í sögunum, að menn hafi minzt hvor við annan, þá Iiggur kossa- flens og kossahjal svo fjarri hugsunarhætti fslendinga í fornöld, að lítið ætti að bera á slíku þar, sem forn-íslendingum er lýst. Jungfrú Barmby orkti Ieikrit sitt í ljóð- um, en síra Matthías hefir breytt því í óbundið mál. Hann heldur sér svo nærri fornmálinu, sem auðið var, og hefir hon- um viðast tekizt mæta vel, eins og hans var von og vísa, því að nú kann víst eng- inn maður að beita fornmálinu jafnvel og síra Matthías. Þó eru meinlokur í ritinu á einstaka stað, en þær koma frekar fram i einstökum orðum en orðaskipan. Eg vil sérstaklega minnast á tvö orð, sem eg tel alveg ófær, og það því fremur, sem óvönd- uð orð og merkingarröng hneixla þeim mun meir, sem þau koma fyrir í vandaðra máli. Bls. 25 stendur: »Hann (Þorgrímur) dúðar spjótið* í staðinn fyrir: »hann dýr (dúir) spjótið*. Að dúða þýðir að hylja, einkum marghylja, t. d. að dúða sig í kulda, og getur sú merking alls ekki kom- izt hér að, en að dýja þýðir að hrista, og mun vera átt við það hér. Á seinustu síð- unni stcndur: »Og hýrara nú þú hlæðir«. Þess er ekki getið, hverju eða hvað verið var að hlaða. Eflaust á að standa »hlæir« af að hlæja. Slíkar skaðræðisvillur mega alls ekki eiga sér stað í íslenzku máli og sízt hjá síra Matthíasi »snillingnum snjalla«. Kvæðin eru lagleg, en ekkert afbragð. Vel er bókin úr garði gerð frá prentar- ans hendi, en þó hefir slæðst inn í hana házkaleg prentvilla. Bls. 34 vantar per- sónunafnið: Þorgrímur efst á síðunni, og getur valdið misskilningi. Ó. D. V/ 't' Árni Garborg: Týndi faðir- inn Árni Jóharnsson þýddi. Seyðisfirði. Davfð Östlund. 1902. 106 bls Þegar eg sá Davíð Östlund í fyrsta sinni, þá kom hann mér óvænt fyrir. Eg hafði helzt hugsað mér þennan trúaða mann, sem býst við því, að Kristur detti niður úr skýjunum þá og þegar, og brýtur sér leið í ókunnu landi til þess að „prédika boðskapinn sálunum, sem að sátu þar myrkrunum í“. Þennan mann hafði eg hugsað mér himin- leitan og óskarplegan, líkan slíkum sér- kreddumönnum, sem eg hafði áður séð. Raunin varð önnur, því frammi fyrir mér stóð vel vaxinn, skarplegur, gáfulegur og einarður maður, og að öllu hinn vantrúar- legasti. Að tala við hann var ánægjulegt. Mál sitt varði hann með alvöru, góðri greind og allmiklum fróðleik. í sjálfu sér hefði eg átt að fara nærri um þetta, því enginn annar en ötull maður og greindur hefði svo fljótt numið íslenzka tungu og starfað svo margt og mikið, sem Östlund hafði gert. Mest alt starf Östlunds hér á landi hefir lotið að því að vekja áhuga fyrir kristin- dóm og kristilegri breytni og að sjálfsögðu einkum í þá átt, sem hans trúarflokkur fylgir. í þessu augnamiði hefir hann haldið ótal ræður víðsvegar, gefið út heilt tíma- rit og margar bækur og nú fyrir skömmu hefir hann gefið út bók þá, sem nefnd er hér að framan, og má heita, að henni sé útbýtt gefins (Fylgir ókeypis »Frækornum«), þótt útgefandinn sé naumlega efnaðri en margir aðrir, sem aldrei verja eyrisvirði fyrir sannfæringu sína. Það, að Islendingar kyntust alment bók þessari, hefir í hans augum skift svo miklu máli, að til þessa hefir hann viljað gefa nokkur hundruð krónur úr sínum vasa, og eru þeir fáir, sem sýna svo mikinn áhuga fyrir andlegum málum vorum, þótt alíslenzkir séu. Það er því aldrei nema sjálfsögð skylda, þótt minst væri á bókina, enda er hún þess verð, og það miklu fremur en sögurusl það, sem mörg blöð flytja. Höfundur henn- ar er eitt af helztu skáldum Norðmanna, maður, sem hefir reynt flest í trúarlegum efnum, veiið strangtrúaður. vantrúaður, andatrúarmaður, og hver veit hvað. Fyrir þá, sem telja heimsku eina að hugsa um gátu lífsins og heimsins, og aldrei hafa þekt alvarlegar efasemdir, má það vera fróðlegt að lesa, hvað þessi reyndi maður segir. Frá efni bókarinnar er ekki auðið að skýra, svo að hjá því verði komist að Iesa hana sjálfa. Hún er sundurlausar hugleið- ingar og skáldleg snilliyrði, enda er svo sagt, að hún sé týnd upp úr dagbók. Samanhengisleysið gerir hana torskildari, og flestum alþýðumanni mun ekki veita af að lesa hana tvisvar. Bókin segir frá tveim bræðrum, og er hvorugur á þann hátt, sem fólk er flest. Annar hefir víða flækst og farið, eins og skáldið, en hefir glatað trú sinni á guð, og við það eða jafnframt því, hefir hann tapað sálarfriði sínum og öllu hugsunar- jafnvægi. Harmatölur hans og hugleiðingar eru mikill hluti bókarinnar, og lýsa þær ágætlega sálarástandi þess manns, sem er eins og reyr af vindi skekinn og hrekst fullur víls og volæðis á efans ólgusjó, þess manns, sem nótt og nýtan dag hugs- ar að eins um sitt sjúka sálarástand og heilabrot, svo ráðþrota, að hann finnur ekkert þarfara að gera en að velja graf- reit handa sér í kirkjugarðshorninu og bíða þess, að dauðinn frelsi hann frá eymd- inni. Þó fer að lokum að smágreiðast úr öll- um þessum vandræðum. Hann kynnist á ný öldruðum bróður sínum, sem gefið hefir fátækum allar eigur sinar en gjörst sjálfur einsetumaður, og gengur undir nafninu Kvarnarhúsheiðar-Páll. Þessi Páll vekur á ný hjá honum trúna á hið góða, frekar með breytni sinni en kenningu, og er þó auðfundið, að skáldið leggur Páli í munn þær skoðanir á lífinu, sem hann hyggur þyngstar á metunum. En hverjar eru svo þessar skoðanir Páls, sem Östlund hefir lagt svo mikið kapp á að fræða íslendinga um? Kristindómur, kristindómur, en þó frjáls- lyndur. Fátt eitt skal nefnt á nafn. Öll áherzla er lögð á breytnina og það hugarfar, sem hún er sprottin af. »Meist- arinn kom ekki með kenningu, sem þú þarft að trúa heldur lög, sem þú þarft að, lifa eftir. Hann kendi oss ekki heims- speki, heldur þá list að lifa. Hin rétta trú fæðir af sér hatur og morð, hið rétta líf eflir guðsríki.* Það að trúa á guð, er ekki einu sinni talið nauðsynlegt. »Elskir þú bróður þinn, sem þú sér, þá elskar þú guð, sem þú ekki sér. Og smátt og smátt opnast augu þín, þú verður skygn, og sér guð. En að elska náungann, er að hjálpa náunganum.« Trúin á annað líf er svo veik, að hún er að eins talin von. »Alt sem sagt er um annað líf er dulspeki og draumsjónir, sem vér ekki getum gert oss nokkura ákveðna hugmynd um.« Um hegningu þeirra sem ilt aðhafast er sagt: »Eldurinn er ævarandi en úrhrakið (o: hinir illu menn) varla.« Af þessu litla, sem hér er talið, má sjá, að kenning bókarinnar fer lítt í rétttiúaða átt, þótt i kristilegum anda sé, enda er biblían hvergi á nafn nefnd. Aðalinntak kenningarinnar er þá þetta: Elskaðu náunga þinn, en umfram alt, þá breyttu vel við hann. Hvorttveggja eru gamlar reglur, kristilegar, en þó eldri en kristindómurinn. Hvað hið fyrra snertir, þá er það miklu hægar sagt en gert. Þrátt fvrir allar pré- dikanir um það að elska náungann og blessa þá, sem manni bölva gegnum ald- anna raðir, þá sést enn enginn vottur fyrir því, að það verði framkværat, og með fullum rétti má efast um, að nokkur mað- ur hafi nokkuru sinni gert það yfir lengri hluta æfinnar. Að minsta kosti er slíkt fjarri börnum og unglingum. Ef þetta elsk- unnar boðorð er einnig látið ná til óvina vorra, eins og Kristur ákvað, gerir það ráð fyrir þvi, að það séu sumir en ekki allir, sem eftir því breyta. Annars væri um enga óvini að tala. En á meðan þannig er ástatt, kemur boðorðið í bága við hyggi- lega forsjálni og vit fyrir sjálfum sér. Oft myndi verða líkt ástatt, eins og ef músinni væri boðið að elska kött’nn. Hún myndi þá fljótlega gleyma kló hans og tönnum og verða honum að bráð. Á pappírnum er þetta fagurt boðorð, en í daglega lífinu er það ekki ólíkt því, sem manni væri sagt, að ríða á klárnum sínum upp í tunglið I * Hvað breytnina við náungann snertir, sem svo mikil áherzla er lögð á, þá eru nákvæmlega sömu reglur gefnar og Kristur kendi: Gefðu eigur þinar fátækum, og hjálpa þú öllum tafarlaust, sem þú finnur hjálparþurfa. Hvort ætlast er til þess, að menn leggist alment út eins og þessi Kvarnarhúsheiðar-Páll, er ekki tekið fram. Þessi kenning er strangkristileg en mjög varúðarverð, ef ekki algerlega röng, sök- um þess að hún leiðir til algerðrar fátækt- ar (pauperisme) og kemur í bága við alla siðmenning vorra daga. Að kristindómur- inn hefir getað þrifist samfara siðmenn- ingunni liggur einkum í því, að hann hefir sífelt svikið þessa kenningu sína og þjón- að með ánægju guði og-Mammoni, hvað svo sem sagt hefir verið á prédikunarstólnum. Eg er ekki að Iá hinum kristnu þessa breytni, því hún var efalaust óhjákvæmi- leg, en í mínum augum eru þau boðorð röng, sem að eins eru til þess að brjóta þau. Höfundur bókarinnar hefir og glögt séð, hve fáir myndu fylgja slíkum kenningum: »Að eins þeir, sem erviða, og eru mæddir, og vanþrífast í heiminum.« Þetta er að vísu nokkuð lítið, en þó er sá hópur stærri en fiestir halda, og eflaust skilur hann bók þessa betur en þeir, sem glaðir eru og ánægðir. Hve fjandsamlegur hugsunarhátturinn er allri siðmenniugu, sést bezt á ummælun- um um þá, sem ekki vanþrífast f heimin- um, mennina, sem stjórna löndum og lýð- um, og leysa af hendi öll hin marghátt- uðu störf lífsins og menningarinnar. Um þá er þetta sagt: »Þeim er jörðin hulduheimur. Þeir lifa hér á músum og froskum, verða feitir, og safna sorpi og smásteinum, og halda, að það sé gull. Hér binda þeir sér blóm- sveiga úr visnu laufi, og skera sér stafi úr íúnum við, glamra á garnastrengi og dansa og syngja: „Höndlað er stærsta hnoss, heimurinn lýtur oss.“ Þetta er djúpkristilegt og djúpfjand- samlegt allri vestrænni siðmenningu. Bók þessi á eigi að síður útbreiðslu skilið, og útgefandinn þakkir fyrir hana, Hún er víða ágætlega skrifuð og efnisrík- ari en heill árgangur af kirkjulegu tíma- riti. Þýðingin er mjög snotur. O. H. % Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Stjórnin lagði til í frumvarpi sínu um gagnfræðaskólaun, að heimavistir yrðu þar engar, eins og þegar hefir verið getið um í Norðurlandi. Fimm manna nefnd var kosin í málið í neðri deild, og ræður hún til þess, að 60— 70 heimavistir verði í skólanum. Einn nefndarmaðurinn skrifar þó undir með fyrirvara. Ráð er gert fyrir, að skóla- byggingin kosti 70,000 kr. að ofnum með töldum (ekki miðstöðvarhitun). Nefndarálitið fer fram á, að 2 séu kennarar, eins og áður var, hitt tíma- kensla. Úfrýming fjárkláðans. Nú er svo komið, að von er til þess, að fjárkláðinn, »landsins forni fjandi«, verði bráðum kveðinn niður til fullnustu. Myklestad gamli hefir ekki verið aðgerðarlaus, og sem betur fer, hefir þingið gefið orðum hans þann gaum, er skyldi. Honum hefir verið * Þó raá geta þess, að boðorð þetta erj líit tekið bókstaflega í þessari bók, því á einum stað er sagt: »Að elska náungann er að hjálpa náungan- um". — Því að taka þá svo stórt til orða?

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.