Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 30.10.1918, Blaðsíða 5
ÞJOÐOLFUR 129 Áfengisbann. I. • Unrmar (Jnnnarsson lýsir bann- lögunnm á íslandi. Rithöfundurinn Gunnar Gunn- arsson, sem var hér á ferð í sum- ar, hefir lýst framkvæmd bannlag- anna á íslandi í viðræðu við nokk- ur dönsk blöð, þá er hann var kominn heim aftur, á þessa leið: „Það er siðspillandi og hin mesta óhæfa að setja slík lög sem bann- lögin, sem nú gilda á íslandi. Þau ná ekki tilgangi sínum nema gagn- vart þeim, sem samvizkusamastir eru og löghlýðnastir, en fjöldi manna viðurkennir ekki réttmætí þeirra og hlýðir ekki banninu, öðru nær, fara í kringum það hvenær sem færi býðst, og þar af leiðandi vex með þjóðinni mjög skaðvæn- legur og hörmulegur virðingar- skortur fyrir landslögum og al- mennu réttlæti yfirleitt. Eg var ekki vel kunnugur því, hvernig áfengismálinu var komið í Reykjavík áður en þessi lög náðu til, en eg þekki og hefi átt tal við marga landa mína — bæði bann- menn og andbanninga — um mál- ið, og síðan er eg kominn að þeirri niðurstöðu, að íslenzka þjóð- in hafi á engan liátt staðið lægra en t. d. danska þjóðin um hóf- semi. Nú er hins vegar ástandið svo, að það hlýtur að vekja hinn megn- asta mótþróa gegn slíkri tilhögun, hjá þeirn, er athugar málið. Það er auðvitað ekki verra á íslandi en annarsstaðar, þar sem bann er, en alvog hið sama. Þeg- ar eg var í Reykjavík á ferð minni í sumar, sá eg hvað eftir annað lögregluna taka í taumana og leiða fyrir dómara ölvaða menn, sem voru með ólæti. Eg tel þessa at- burði, sem gerast æ ofan í æ, beinar afleiðingar bannlaganna. Það er ekki nema örsjaldan, að hægt er að horfa á nokkuð þessu líkt í Kaupmannahöfn. Það er líka siðspillandi að setja lög, æem ekki er hægt að gera ráðstafanir til að haldin verði. Og það er ekki hægt um þessi lög. Þegar eg kom aftur til Dan- merkur, varð eg þess var, að það er orðið mjög örðugt að ná hér í áfengi. í Reykjavík getur hver sem vill útvegað sér áfengi hjá smygl- urunum, en þeir eru margir, og nöfn þeirra þekkir nærri hver mað- ur. Hér get eg ekki náð í áka- vítisflösku hjá kryddmangaranum, sem eg skifti við. í Reykjavik var nóg til af ákavíti, bæði Álaborgar og öðru, af viský, heitum vínum og öllum öðrum vínföngum.“ „Er það hjá öðrum en þeim, sem ætla má að skifti við smygl- arana?“ spyr blaðamaðurinn. „Margir ná í koníak o. fl. í lyfjabúðinni — samkvæmt lyfseðli. Til eru þeir læknar, sem svo eru samvizkusamir gagnvart tilgangi laganna, að þeir ráðleggja ekki áfengi nema þegar nauðsyn ber til, en margir aðrir eru jafn sannfærðir og eg um siðspillingu þá, sem hlýzt af bannlögunum, og verða við bón manna og láta þá hafa lyfseðla. Annars er auðvitað erfitt að vita, hvaðan menn hafa vín sín og áfengi. Það verður að ganga að því vísu, að sumir hafa átt það í kjöllurum sínum frá því fyrir bann. En að minsta kosti er því svo varið, að það er mjög alment, eins og hér í Danmörku, að haft er um hönd allskonar áfengi þeg- ar menn koma saman, og það meðal mikils háttar embættis- manna. Eg veit ekki hvort til eru leyni- krár, þar sem almenningi er veitt átengi. En hitt veit eg, að það er talsvert alment, að læknarnir bruggi sterka drykki. Og það virðist ganga prýðisvel; að minsta kosti hefir hvað eftir annað verið sett fyrir mig heimabruggað brennivin, sem var ágætt á bragðið og varla hægt að greina það frá ósviknu ákavíti. Ein hin hörmulegasta afleiðing bannsins er sú, að það verður til þess að menn taka sterkustu og þar af leiðandi áhrifamestu teg- undirnar — af þeirri einföldu á- stæðu, að minst fer fyrir því áfengi. Yfirleitt er drukkið á alt annan — og verri — hátt í bannlandi, þar sem það verður að gera í laumi og lögum gagnstætt, heldur en hér, þar sem menn flnna, að þeir eru á lagabrautinni og í fullum rétti, þegar þeir súpa á ölglasi eða staupi. Það er mjög óheppilegur munur, sem örðugt er að skil- greina, en er þó auðsær." „Hvernig lítur þá almenningur á lögin?“, spyr blaðamaðurinn. „Það er ekki hægt að segja um það með fullri vissu. Um bannið er altaf mjög deilt í blöðunum, og þó að þeir, sem sannfærðir eru um ágæti þess, muni áreiðanlega halda fram hinu gagnstæða, þá virðist mér paótstaðan gegn bann- inu fara vaxandi.* II. Hvers vegna eg er andbann- ingur. Blað eitt í Danmörku, „Fyens Stiftstidende*, hefir fyrir skömmu birt fjölda greina með fyrirsögn- inni „Hvers vegna eg er andbann- ingur“, frá ýmsum þjóðkunnum mönnum. Einn af þeim, sem blað- ið heflr beðið um að segja skoð- un sína á þessu máli, er Finnur prófessor Jónsson. Svar hans er á þessa leið: „Með því að drykkjuskapur, þ. e. a. s. þörfin á að drekka sig ölvaðan hvað eftir annað, sjálfum sér til tjóns og fjölskyldu sinni (ef nokkur er), er sjúkdömur, ber að heyja baráttuna við hann, eins og alla aðra sjúkdóma, með því einu, að nota sérstaka lækningaraðferð. Til þess að afstýra sjúkdórnnum svo sem unt er, ber að kenna börnunum þegar í skólunum, að drykkjuskapurinn sé ekki eingöngu hættulegur heilsu manna, heldur og siðspillandi. Það verður að gera þeim ljóst, með skynsamleg- um skýringum, hversu skaðvænleg áfengisáhrifin séu. Þetta er eina siðferðisleiðin sem hægt er að fara til þess að berjast við löstinn. Því að hófieg nautn er hvorki löstur né skaðvænlsg. Það er ekki erfitt að segja, hvað hófsemi er, þó að misjafnt sé, hve færir menn eru um að standast áhrifin. Gleðin yfir einu glasi af góðu víni eða öli er siðferðileg nautn, sem þeir einir geta meinað okkur, sem haldnir eru heimskulegu ofstæki og misskilningi. Það, sem mest veltur á í mín- um augum er einmitt persónu- frelsið. Það hefir verið skert í stjórnarfari vorra tíma á margan hátt og það alt of margan. Eitt hið andstyggilegasta fyrirbrigði á þessu sviði er það að vilja sletta sér fram í einkalíf manna, með tilliti til þess, hvað menn eiga eða mega eta og drekka. Það er hrein og bein fjarstæða að heimta það, að allur þorri manna neiti sér um ofurlitla lífsgleði vegna nokkurra sjúkra manna, og það tiltölulega fárra. Og það er fjar- stæða, að við, sem heilbrigðir er- um, eigum að vera í bindindi til þess, eins og oft er sagt, að vera öðrurn til fyrirmyndar. Og loks er það alkunna — eg skírskota til íslands, því að þar eru dæmin deginum Ijósari — að bann eykur drykkjuskap, smyglun og margvísleg önnur siðspjöll. Þess vegna er eg eindreginn andstæðingur áfengisbanns — en vil gjarnan vinna að skynsamlegri hófsemi." Finnur Jónsson. Sambandslögin. Atkvæðagreiðslan 19. okt. s. 1., hefir fallið svo að sambands- lögin hafa án efa verið samþykt með yfirgnœfandi meiri hluta sem og vænta mátti, þó eigi sé enn frétt um atkvæðatöluna úr öllum kjördæmum landsins. Hér fer á eftir atkvæðatalan úr kjördæmunum sem frést hefir úr: Já Nei ísafjörður............... 248 95 Seyðisfjörður............ 204 2 Vestmannaeyjar .... 457 4 Reykjavík............... 2398 243 Akureyri................. 248 17 Strandasýsla............. 385 8 Rangárvallasýsla .... 441 13 Austur-Skaftafellssýsla . 297 2 Gullbringu- og Kjósars. 903 26 Árnessýsla............... 556 138 Borgarfjarðarsýsla . . . 386 18 Dalasýsla................ 335 13 Mýrasýsla................ 330 27 Vestur-ísafjarðarsýsla . 294 52 Skagafjarðarsýsla .... 640 13 Suður-Múlasýsla .... 667 35 Húnavatnssýsla..... 550 10 Eyjafjarðarsýsla......... 532 34 Snæfellsnessýsla......... 618 20 Norður-ísafjarðarsýsla . 316 103 Suður-Þingeyjarsýsla . . 504 57 Norður-Pingeyjarsýsla . 175 26 Barðastrandasýsla ... 373 31 Auk þessa hefir frézt um at- kvæðatölu tveggja hreppa í Vestur- Skaftafellssýslu: 98 já, ekkert nei; er þá aðeins ófrétt úr Norður- Múlasýslu og nokkurs hluta Vest- ur- Skaftafellssýslu. Innlendar íréttir og daglát. „ Reglugerð um verðframfœrzlu á vörum í heildsölu“, hefir stjórn- arráðið gefið út með opinberri aug- lýsingu í „Lögbirtingablaðinu“ 19. okt. s.I. Er þar sett hámark á verðframfærzlu þá, sem heildsalar mega leggja á vörur sínar hér eftir. Hefði vel mátt byrja hinar „ýmsu ráðstafanir út af Norður- álfuófriðinum*-, með þessu í ófrið- arbyrjun, úr því að farið var á annað borð, að leggja hðmlur á frjálsa verzlun landsmanna, af hálfu löggjafarvaldsins. Væntanlega setur stjórnin einnig hámark á verðframfærzlu í smásölu; ættí þess eigi síður að vera þörf og hefði bezt farið á því að ákvæði um þau efni hefði orðið reglugerð þessari samferða, samkvæmninnar vegna. Ella kemur dýrtíðarráð- stöfun þessi ekki að tilætluðum notum. Reglugerð þessi ákveður verð- framfærzlu þá sem heildsalar mega leggja á vörur sínar, — frá 5°/0 —121/*0/,), eftir tegund vörunnar. Eru vöruteg. taldar upp í reglu- gerðinni og tilgreind °/o-tala áíagn- ingarinnar. Um sanngirni reglu- gerðarinnar í garð heildsala, Skal nú ekki rætt. Allflestar vöruteg. eru með 10°/» álagningu. Þó verður tæplega sagt að ráÖ3tafanir þessar komi of seint, þótt þær komi nú með siðustu „kvartélaskiftum* ófriðarins; en þeirra hefði þá ver- ið þörf fyr. En dýrtíð sú, sem stafar af ófriðinum mun og vart á enda, þótt friður kunni að koma bráðlega, — óöld i verðlagi og erfiðleikar á öflun nauðsynja, mun halda áfram löngu eflir að hætt verður að berjast, enda þótt einhverra breytinga til batnaðar í þessum efnum megi vænta eftir að friður kemst á. Þarf vart að vænta mikillar lækkunar á fram- leiðslukostnaði fyrst í stað, — það mun aðallega verðlækkun á farmgjöldum með skipum, sem fyrst má vænta sem sýnilegra breytinga til batnaðar, — er höf- in fara aftur að vera frjálsari og hættuminni til siglinga. Um loknnartíma sölnbúða í Reykjavík, hefir bæjarstjórnin nýlega samþykt lög og stjórnar- ráðið staðfest þau. Ganga þau í gildi 1. nóvember næstk. Eftir þann tíma skal búðum lokað eigi síðar en kl. 7 síðdegis, Aðfanga- dag jóla og Gamlársdag kl. 4 síðdegis. Heimilt skal að hafa búð- ir opnar til miðnættis síðasta virk- an dag fyrir jól. A sumardaginn fyrsta og 2. ágúst, skulu búðir lokaðar allan daginn eins og helg- ur dagur væri. Frá 20. júlí til 31. ágúst skal loka á laugaraög- um kl. 4 síðdegis.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.