Þjóðólfur - 05.03.1897, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.03.1897, Blaðsíða 3
lande bárujárn með fellingum, sem eg gat um í Búnaðarritiuu VIII, 1894, bls. 162 (og Fjallk. sama ár), en það er þó svo auðsælega miklu betra en hitt, sem hér er algengast, að ráða má til að útvega sér það, einkum á bæjarhús. Ættu skjálfta- sveitabúar að taka þessa beudingu tii greina. Eldlímsþakið, sem þar er einnig lýst, hef eg reynt. Það er algerlega vatnshelt og vindþétt, en reynist of þunnt á ein- faldri súð, og hefur þess vegna komið slagniugur undir því, þar sem hiti er í húsinu (frostið komizt að súðinni). Þarf því að þilja innan á grindina og troða á milli, eius og undir járnþaki, sé eldlíms- þak notað, og er það þó eins dýrt og járnþak. Nokkur reynsla er nú fengin fyrir járn- þakningu á íbúðarhúsum og fénaðarhúsum, og væri fróðlegt að vita, hvaða aðferð við millitroðninguna hefur gefizt bezt; því all- víða veit eg til, að slagningur hefur verið í járnþöktum baðstofum. Eins væri íróð- legt að vita, hvernig það reynist að tyrfa utan yfir járnþakið til hlýinda, sem sumir hafa gert, og hvort járnið eigi skemmist við það. Margt þessu viðvíkjandi gætu menn nú lært af þeirri reynslu, sem þeg- ar er fengin iunanlands, ef safnað væri upplýsingum um það. Skaði er, að hin verðlaunaða húsabóta- ritgerð Sig. Guðmundssonar, skuli eigi enn hafa birzt á prenti. Líklega mætti margt af henni læra. Og hann er einmitt bú- settur á skjálftasvæðinu, og því líklegur til að geta lagt þarft „orð i belg“ um þetta húsabyggingamál þeirra héraða. ísafold hefur lagt það til, og er enn að halda því fram, að vér ættum að fá út- lendan (danskan!) húsagerðarfræðing oss til leiðbeiningar i sveitabæjabyggingum. En óiíklegt er, að slíkt yrði að hinum minnstu notum fyrir oss, enda er líkleg- ast að fáum öðrum eu ritstj. ísaf. komi það í hug. Vér fengjum að eins ánægjuna af að borga þessum „dáuumanni“ ferðina hingað. Miklu meiri likur eru til, að lið gæti orðið að því, að senda hæfan íslenzkan mann til útlanda, þar sem landshættir eru líkastir vorum, t. d. hinna norðlægari héraða Noregs og Svíþjóðar, til að kynn- ast þar húsagerð, og kynni margt að mega læra þar, er hér mætti að liði verða. Þó að nokkrir bæir kunni nú að verða bættir á næstu sumrum, þar sem hrunið varð í sumar, með styrk samskotafjárins, verður um mörg ár enn mikið starfsvið 43 fyrir hendi, að kippa í betra horf bæja- byggingum víðsvegar um land, og á því veltur að miklu leyti framtíð þjóðarinnar og heiður. Er því vert að gera allt sem verða má til að hlynna að því máli, og mun eg ekki átelja ísaf. fyrir það, þó hún endurtaki orð og hugmyndir mínar eða aunara 3.—4. hvert ár, til að halda málinu vakandi, úr því hún hefur ekkert nýtt að bjóða, — nema ‘arkitektinn’ danska! Eeykjahvoli 28. febr. 1897. Björn Bjarnarson. Holdsveikiii og dr. Elilers. Svar til Þ. Cfuðmundssonar alþm. Meðan eg dvaldi í Kaupmannahöfn í sumar koro mér til hugar að biðja dr. Ehlers um nöfn allra holdsveikra manna, þeirra er hann hafði fundið hér. Eg sá að nafnaskráin gat orðið til léttis við nýja talningu. Dr. Ehlers léði mér fús- lega allar sjúkdómslýsingar sínar; þær lágu í réttri röð eptir sýslum, sín lýsingin á hverju (lausu) blaði. Eg tók öll nöfnin án þess mér dytti í hug að sama sjúkling væri lýst tvisvar. Nú sé eg að svo hefur verið um sjúklinga þá, sem Þ. G. nefnir. Hygg eg, að dr. Ehlers hafi séð þessa sjúkl- inga bæði sumrin, sem hann var hér og skrifað um þá bæði skiptin. Seinni lýs- ingarnar hefur hann Iagt sér — hjá Árnes- sýsluskjölunum — því oftöldu nöfnin standa öll saman í röð á skránni hjá mér. Eg hef nú farið yfir skrána og borið hana saman við prentaðar skýrslur frá dr. Ehlers um tölu holdsveikra. Er eg þess fullviss, að engir stórgallar eru á henni aðrir en þessi eini. Séu nöfn einhverra sjúklinga atbökuð eða heimilisfærslan skökk, þá er það ekki dr. Ehlers heldur fylgdar- manni hans að kenna. Tvítalningin er mér að kenna og hef- ur þá orsök, sem fyr var greind. Hitt er með öllu ástæðulaust að saka dr. Ehlers um óvandvirkni, að því er holdsveikisrann- sóknina snertir. Eg efast ekki um, að all- ir sjúklingar hans muni koma í Ijós í hreppstjóraskýrslunum. Þegar þær eru komnar allar saman verður gerð grein fyrir talningunni. Þess skal að eins getið til dæmis, að úr Suður- amtinu eru komnar skýrslur úr 32 hrepp- um (af 59) og í þeim skýrslum eru taldir 17 sjúklingar, sero dr. Ehlers hefur ekki séð, en 2 að eins dánir af þeim, sem hann sá. Þetta bendir ljóslega í þá áttina, að talan muni vera hærri, en menn hafa ætlað. Dr. Ehlers fann rúmt hálft annað hundrað holdsveikra og hefur getið þess til, að þeir muni vera alls rúm 200. Eru öll út- lit til þess, að hann hafi getið nærri sönnu. Það gleður mig, að alþingismaðurinn álítur holdsveikismálið mikils vert, en það er sem hann og aðrir gleymi því, að dr. Ehlers er maðurinn, sem aðallega hefur komið máiinu á kreik. Hann hefur og afl- að fjár til þess að gefa út bækling sinn um holdsveikina og látið útbýta honum um allt land til mikils gagus. Nú síðast hetur hanu óbeðinn safnað stórfé til holds- veikisspítalans. Launin fyrir allar þessar þarfiegu framkvæmdir hafa hingað til ver- ið sífeldar vauþakkir og skammir — eng- ar þakkir. Reykjavík 26. febr. 1897. Guðm. Björnsson læknir. Sjóuleikir hafa verið allmargir haldn- ir hér í bænum nú í vetur bæði af ýms- um félögum og einstökum mönnum, en fremur hafa þeir verið lélegir og lítils háttar að efni og optast leikið af lítilli list. Má furðu gegna, hversu fólk er só!g- ið í slíkar skemmtanir, og hversu allur hégóminn er tekinn með þökkum, eins og sést af því, að áheyrendurir klappa ótæpt lof í lófa jafnvel hversu Iaklega sem leik- endunum tekst, og hversu mikið „humbug" sem efni leiksins er í sjálfu sér. Það er sök sér, þótt menn sæki vel þær leik- skemmtanir, sem halduar eru til eflingar aimennri góðgerðasemi, eins og nú síðast hjá Thorvaldsensfélagiuu, því að það fé- lag á stuðniug skilið hjá bæjarbúum, enda hefur það sýut sig þau 3 kveld, er það hefur leikið, að meun hata viljað stuðla að góðum árangri af þessu fyrirtæki þsss, og er það í alla staði rétt og viðurkvæmi- legt. Það sem leikið hefur verið er „Jóm- frúin“ eptir Erik; Bögh og „Hjónaleysin“, eptir J. L. Heiberg. Bezt lék ingeniör Sigurður Thoroddsen (Dinnesen klæðsala í fyrri leiknum og Hummer lögregluþjón í hinum síðari). Einnig lék frú Katrín Magnússon (kona Guðm. Magnússonar læknis) dável aðalpersónuna (jómfrúna) í fyrri leiknum. Nokkrir aðrir léku og sæmilega. Á morgun og sjálfsagt optar kvað félagið ætla að leika eitthvað nýtt, og verður sú skemmtan eflaust vel sótt, einkum af ástæðum þeim, er fyr voru greind- ar eða til viðurkenningar á starfsemi fé- lagsins, er með litlum kröptum hefur unn- ið ótrauðlega til að gleðja og seðja marga fátæklinga bæjarins.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.