Ísafold - 07.12.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.12.1918, Blaðsíða 2
2 IS A FOLD Fímtugsafmæli Haraidar Níelssonar. ísafold birtir hér á eftir afmælis- kvæði það, sem getið var um í síð- ssta blaði. Þá láðist að geta einn- ar myndargjafar, sem síra Haraldi var færð á afmæli hans. Það var silfurbikar með 600 kr. i gnlli frá gömlum nemendum hans i Vélstjóra- skóhnum. Á bikarinn var letrað: »Hara!dnr Níelsson prófessor. Á afmælisdaginn 30. nóvember 1918. Til minningar um Vélstjóraskóla íslands. Frá nokkrum vélstjórum.c Kvæðið er á þessa leið: Hjartnanna öldur um þig hlýjar streyma. Eilífðar-þrárnar minnast þín í dag. Heyrirðu’ ei óma þunga þakkar- hreima imian úr bænum, utan frá sænum, — allra, er söngst þú lífsins sigur- lag? Ljóssækni andi! Yfir dauðahöfin eilífðar-ljóma stráir sálin þín. Þegar þú talar, verður geigvæn gröfin geislandi braut í gleðinnar skaut, þar sem að sólin,sólin mikla skín,— Eilífðar-hjartslátt láttu um lífsins æðar læsast, svo þiðni dauðans kaldi ís! Ger þeim, sem efast, elfur Heljar væðar út yfir brimin inn í þann himinn, er eilífur hátt yfir húminu rís! Jón Björnsson. Styrktarsjóðnr W, Físcher. Þetta ár hefir neðantöldum verið veittur styrkur úr sjóðnum: A. Til ekknanna: 1. Diljá Tómasdóttur, Rvík. 2. Iogibj. Illaugadóttur, Gerðum. (75 kr. hvor). 3. Önnu }. Gunnarsdóttur, Rvík. 4. Steinunnar }. Arnadóttur s. st. 5. Guðrúnar Jóhannesdóttur s. st. 6. Sigurveigai Runólfsdóttur s. st.J 7. Ragnhildir Pétursdóttur s. st. 8. Sigþórar Steinþórsdóttur s. st. 9. Guðrúnar Gunnlaugsdóttur s. st. 10. Guðriðar Magnúsdóttur s. st. 11. Guðlaugar Þórólfsdóttur s. st. 12. Viiborgar Steingrimsdóttur s. st. 13. Jóhönnu G. Jónsdóttur s. st. 14. Margiétar Jónsdóttur s. st. ij. Ólafíar Þórðardóttur Viðey. 16. Petroneliu Magnúsd., Hafnarf. 17. Jónínar Magnúsdóttur s. st. 18. Heigu Jónsdóttur, Hliðsnesi. 19. Iagibj. Jónasdóttnr, Vatnsl.strönd. 20. Theodóiu Helgadóttur, Keflavik. 21. Jóhönnu Jónsdóttur s. st. 22. Önnu Pétursdóttur, Geiðum. 23. Snjófríðar Einarsdóttur, Miðnesi. (50 kr. hver). B. Tii barnanna: 1. Salons Larussonar, Hafnarfirði. 2. Óiafar Fielgadóttur, s. st. 3. Vúborgar Sigurðard. Vatnsleysu. 4. Sveinsínar Jóramsdóttur, Garði. (50 kr. nveit). Styrkurinn verður útborgaður 13. desember af Nic. Bjarnason. Stjórnendurnir. t Þeir, sem félfu í valinn. Björn Bjarnason dr. phil. 3. júli 1873. — Í8. nóv. 1918. Hann var einn þeirra, sem til grafar voru bornir í dag. Flann var háiffimtugur, er hann iézt. En þung- bær og þrálát veikindi höfðu rænt hann að mestu sex seinustu árun- um, og varð æfi hans skemri en skyldi. Ekki hæfir það, að fara í neinn mannjöfnuð yfir bessum mörgu gröfum. Margur á nú um sárt að binda, og mörgum biæðir svo að fáir vita. En þó er dauði þessa manns ein svipiegasta fregnin þessa harmadaga. »Þá kemur mér hann í hug, er eg heyri góðs manns getið; hann reyndi eg svo að öllum hiut- umc. Dr. Björn Bjarnason var bóndason frá Viðfirði í Suður-Múlasýslu. Þar ólst hann upp, og kendi sig síðan að jafnaði við fæðingarstað sinn. Hann kom í skóla sextán vetra og varð stúdent 1895 með ágætiseinkunn. Ekki voru það þó gáfur hans og kostgæfni við námið, sem hann var kunnastur að i skóla, enda var það ekki skaplyndi hans, að hafa sig mjög í frammi. En tvent er það annað, sem honum er viðbrugðið fyrir í skóla, eins og jafnan siðan, en það er fyrst prúðmenska h ns og drengskapur í hvíyetna, en annað frækni i íþróttum, einkum hvers- konar fimleikum. Þvi að »eigi var sá leikur, að nokkur þyrfti við hann að keppa.« Og alla æfi voru íþróttir og karlmenska yndi hans og eftir- læti. Hann hafði lifað sig inn i iþróttalíf fornmanna af slikum áhuga og með þeirri gerhygli, að trauðla hefir nokkur samtiðarmanna verið jafnoki hans i þekkingu og skiln ingi á þeim efnum. Um þetta er doktorsrit hans, eins og kunnugt er. En hann var síhugsandi um þesú fræði, og því er miður, að með honum hefir sjálfsagt farið í gföfina mikið af ósögðum fróðleik í þessum efnum. íþróttir þessa hnds mistu mikils, er honum entist ekkí heilsa og lif lengur en þetta. En aðalrit hans, Iþróttir fornmanna, málfagurt og þrungið af fjöri og iturhyggju, er þó mikil eign. Sú bók verður ungum mönnum þessarar þjóðar si- feld hressingarlind og hvöt til dreng skapar og dáða. Meðan heilsan leyfði fekst hann sjálfur við úti-íþróttir, og var að leikum með nemendum sinum, hve- nær sem hann fekk við komið. En það er auðvitað, að fimleiksraunir fekst hann ekki við að jafnaði eftir að hann var kominn úr skóla og af léttasta skeiði. Þó hafði hann til að rifja upp gamlar endurminningar og bregða fyrir sig leikni sinni, þegar svo bauð við að horfa. Það var emhverju sinni, að við vorum með honum hér utanvert við bæinn, nokkrir nemendur hans úr kennara- skólanum, og varð girðmg fyrir okk- ur. Þar var hlið og rimlagrind i, og var vel axlarhá af jafnsiéttu og odd- mjóir rimlarnir upp. Við fórum girðinguna þar sem hverjum þótti færilegast, en dr. Björn reyndi að opua hliðið en tókst ekki. Hann tók þá lauslega efst um tvo rimlana og vatt sér í eicni svipm yfir grind ina, svo mjúklega, að það virtist fyrirhafnarlaust. Eg mintist þessa atviks svo sárlega í fyrravetur. Hann vár þá nýkominn hingað, og geng- um við saman, og var lítið eitt hált. Honnm var þá svo tregt um ganginn, að hann leitaði stuðnings. Mér hefir ekki i annað skifti runnjð meir til rifja hverfleiki þessa lífs. Dr. Björn lagði stnnd á norræna tungu við háskólann í Kaupmanna- höfn. I fyrstu ætlaði hann að yerða lögfræðingur, en féll ekki það nám og hvaií að norrænunni. Málið var honum hjartfóigið, og gaf hann sig einkum að anda þess, sjálfri sál mdlsins, framþróun þess og tilbrigð- um. Honum var yndi að komast vel að orði, og mjög hversdags- legt orðaiag var ekki að hans skapi. Hann var og skáldmæltur, þótt hann flíkaði því lítt (nema í þýðingum sínum í Iþróttum fornmanna). Hann lauk meislaraprófi í norrænum fræð- nm 1901 og hélt þá heiro til íslands og varð skólastjóri á ísafirði. Þaðan var heitmey hans, Gyða Þorvalds- dóttir læknis Jónssonar. Þau gengu 3ð eigast um haustið 1902. Á þeim áruqa samdi hann doktorsrit sitt og varði það við háskólann 27. september 1905. Þau hjón eignuðust fjögur börn, en mistu af þeim eina dóttur, og bættist sá harmur þeirra á veikindi hans sjálfs, sem þá voru hvað þyngst. En bæði ástríki konuunar og tengdirnar urðu honum ómetanlegur styrkur í veik- iudum hans og rnótlæti. 1908 tekur kennaiaskólinn hér til starfa og varð hann þar kennari. Eg var þar einn nemenda hans. Og eftir að hafa sjálfur feneist nokkuð við kensin, skilst mér það æ betnr, hversu frábærlega hann rækti það starf, hversu grandgæfiíega hann vandaði tii hverrar einustu keuslu- stundar. Enga fyrirhöfn sparaði hann, ef nemeDdur hans áttu í hiut. Aldrei hefi eg t. d. séð stíla ieiðiétta af slíkri umhyggju og hjá honum. Og enginn skildi þó betur en hann, hversu bókstafurinn deyðir en and- inn iífgar. Þrátt fyiir þessi. mikiu nákvæmni varð kensia hans aldrei þur eða þungiamaieg, en síhiý, skýr og fjörleg, en þó stilliieg og virðu- ieg, eins og maðurinn sjáiíur. í alln umgengni hans við nemendur var ástúð og djúp alvara og fest?, samfara glaðiyndi og bróðurlegu fé- lagsiyndi. Mesta gleði hans var að bregða sér út ul leika með nemend- um sínum, milli kenslustunda, og oft þess utan, siðari hluta dags, eða þegar tími vanst tii. Ea þessi fé- lagsskapur breytti í engu hinni þög- ulu viiðingu fyrir kennaranum. Slík festa og göfgi var jafnan yfir bonum. Þess i milli bauð hann nemendum oftlega tii kvöldverðar, eins og húsrúm leyfði, heima á hetmili þeirra hjóna. Varð þá ein- att skrafdijúgt og glatt á hjalla og margskonar þjóðiegir leikir tii skemt- anar. Þær stundir munu seint úr minni líða þeim sem nutu. Og upp úr þessu hlutu margir nemenda hans vináttu hans til frambúðar, og þeirra hjóna beggja. En dr. Bjðrn gleymdi trauðla nokkrum nemenda sinna, þótt hann væri »firr farinnc. Hann var síspyrjandi þá, sem hann umgekst eða hitti, um líðan og gengi Egili Jacobsen Reykjavík. — Sími: 119. Útibú i Hafnarfirði. Sími: 9. Útibú i Vesimannaeyjum. Sími: 2. Landsins fjöibreytfasta VefnaQarvöruverzlun. Prjónavörur, Saumavéiar, Isienzk flögg. Regnkápur, Smávörur5 Drengjaföt, Telpukjólar, Leikföng. Pantanir afgreiddar gegn eftirkröfu ef óskað er. Öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. VandaOar vörur. Ódýrar vörur Arni Eiríksson Heiidsala. Tals. 265. Pósth. 277. Smásala. Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar 1 « C8 Saumavélar með hraðhjólj og 10 ára v-erksmiðjuábyrgð Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. þvotta- og hreinlætisvðrur, beztar og ódýrastar. Tækifærisgjafir. 1 hinna, sem hann g2t ekki staðið í beinu sambandi við. Og nú, við lát hans, munu þeir hver og einn blessa minningu hans, hins hugum- ljúfa kennara og göfuga manns. Annars var dr. Björn frenour fá- skiftinn og dulur nokkuð um eiginn hag. Hann kyntist ekki mörgum, en var tiygðiii sjálf og a’úðin vin- um síaum og kuuningjum. Og i umgengni hans við vini sína var hógvæiðin og prúðmenskan frábær, hvort heidur hann var glaður og teifur eða þjáður og fámál!. í allri íramkomu hans iýsti sér þetta, að hann ætti meira að þakka og gæti tr.iriria veitt, hversu gagnstætt sem það annars var. Þetta var ekki utan að lærð kurteisi, því síður metnaðar- skortur, 'því að enginn maður var stoltari, naemari fyiir særnd sinni, en hsnn, og enginn mundi siður láta ganga i hlut sinn. Þetta var eðli hans — aðalsmerki þeirra tnanna, sem er prúðmenskan ásköpuð. Eftir fjögr-a ára starf við kennara- skóianu bilaði heilsa hans skyndilega. Eftir það er Hf hans um margra ára skeið sifeldar líkamsþjáningar og barátta við vanheilsu. Það varð nú hans hlutskifti, að reyua á þennan hátt hreystina og karlmenskuna, sem hann dáði svo mjög. Og ekki hvik- aði hann heldur, ekki mælti hann æðruorð, hversu sem áhorfðist. Atdrei var hann prúðari en í mann- raununum. Flann leitaði sér heilsubótar, fyrst hér heima en síðan eríendis, og dvaidi lengstum í Sviss. Stundum bstnaði bonum, stundum heltóku vetkindin hann aftur. Vorið 1917 var hann loks þao hress orðinu, að hann gat haldið heimleiðis eftir meira en fjögra ára dvöl erlendis. Honum var þá falið að semja eða efna til íslenzku orðabókarinnar, og var það eftirlætisveik fyrir hann, hefði hann mátt njóta sín til fuils. Og allshugar feginn tók hann til þessa starfs; athafnaleysið í veikind- unum hafði þjáð hann, því að staifs- löngun hans var óbilandi. Og svo var fögnuðurinn yfir því að vera kominn heim. Áður en hann lézt var hann svo hraustur orðinnr að hann taldi sig úr allri hættu. Hann hafði þá þú nær tekið aftur hina fyrri lífsgleði sina og vonaði hins bezta um starfið. En vegna orðabókarinnar einnar er fráfali hans mikill tregi öllutn þeim, sem skilja, hvert tnenningar- verk hann var að vinna. Það segja fróðir menn, að dr. Björn væri hinn lærðasti maður. Sá, sem þetta ritar, er ekki þess um- komino, að tæða nánar um vísinda- störf hans og verðmæti þeirra. En það hygg eg, að hann hafi sjáifur verið alt of hógvær í mati á sínum eigin verkum. Það, sem hann átti sjálfur að gera, fanst honum víst aldrei nógu vel af hendt leyst. Eg skal geta þess, af því að mér er það svo vel kunnugt, að hann hafði í mörg ár safnað af kappi íslenzk- urn málsháttum og orðtækjum og ætlaði að gefa út rit um þetta og var það ffijög hugieikið. Og þegar hann hvarf heim frá Sviss, var hann ráðinn i að halda verkinu áfram og lagði þá drög fyrir aðstoð við það. Eu þegar til Hafnar koro, kemst hann að þvi, að annar maður hefir tekið sér þetta sama fyrir hendur„ og þegar litað nokkuð um það. Og þá fanst houum sínu verki ofaukið. Eg hygg að þessi einstaka hóg- værð og vatfætni hafi dregið um of úr framkvæmdum hans og liggi íyrir því minna eftir hann en eila mundi. Auk þess hafa veikindin, að sjálfs hans hyggju, lamað þrek hans löngu áður ea hann sýktist fyrir alvöru. En efdr það tók hann eigi á heil- um sér. í bréfi til eiris vina sinna hér í bænum segir hann svo: •Veikindi mín lögðust um langt skeið — bæði síðustu árin i Reykja- vik og fyistu leguár mín — mjög svo á taugarnar, svo að mér fanst vit og minni vera farið út um þúf- ur. Eg gat ekki notið min til neins og vildi þvi láta menn hafa sem minst andleg kynni af mér. Nú (í júní 1917) er eg orðinn nokkurn- veginn brattur, furðanlega fjörmikili eftir svo langa drunganótt, er tók að færast yfir mig þegar á fyrstu há~

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.