Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 21.02.1904, Blaðsíða 1

Ingólfur - 21.02.1904, Blaðsíða 1
INGÓLFUR. II. ÁR. Reikjavík, suiimidaginn 21. febrúar 1904. 7. blað. INGÓLFUR. kemur út einu sinni í viku eftirleiðis; aukablöð við og við; ræðir landsmál öll og stórmál höfuðstaðarins; fiitur fréttir innlendar og útlendar; er besta auglísingablað. Kost- ar 2 kr. og 80 a, erlendis 3 kr., útsölumenn fá 20% og 1. árg. blaðsins meðan til vinst ef þeir hafa 10 kaupendur. í garði föður míns. YÍST mun hugur hriggur hingað bera þrá hvert sem leiðin liggur leikstöðvunum frá. Mjög er hugljúf minning geirnd, þar sem æskan opnar brá engin von er gleimd. Hér var hlítt á vorin, hírt um sumarkvöld, æsku unaðssporin á ég þúsundtöld inn á þessum blómablett, einstök voru þreituþung — þau voru fleiri létt. Athvarf mitt og indi ávalt fann ég hér, hvort sem lék í lindi lifið unga mér eða vangann vættu tár, hér var gleðin hundraðföld, hrigðin minna sár. Man ég morgna ljósa, mild er sólin hló, og í augum rósa óttugrátur bjó; þá var glatt við gluggann minn, faðir minn þar græddi grös, geislar streimdu inn. Þegar höfuð hneigði himinsól við sker, blómið ásínd beigði, best ég undi mér hér — mér fanst ég finna guð, andi lians var aftanblær, orð hans lækjasuð. Fann ég friðinn djúpa, fanst ég skilja nóg, hrærði hjartað gljúpa höfug næturró. Bæn sú hreifði heitan barm, að þá fró ég gæti geimt gegnum böl og harm. Nú er löngu liðin lifs míns árdagsstund. Langfrjálslindasta lífsábirgðarfélagið á íslandi er Umboðsmaður: Jens B. Waage. Mun ég finna friðinn fjarri bernskulund? Glögt ég skil mig binda bönd, þegar örlög æfiþráð í ókunn teigja lönd. Þróast higg ég heima hjartans dírstu völd, hér mun hugur sveima hinnsta æfikvöld. Æskuvon og elliþrá breiða sífelt blómin sín blettinn sama á. * * * Senn mun sólin heiða sjá í dalnum skarð, angursaugum leiða auðan hlít ég garð. Hver mun litlum lauki þá bera vökvun, veita skjól, vernda blöðin smá? Yeit ég vorið góða vakir ifir bigð, huggar álfu hljóða, heldur fornri trigð. Vetur leggur ljósan arm ifir grundir, haga, hól hlíðar hvelfdan barm. Veit ég ifir öllu auga ljóssins skín, eiðir ís og mjöllu, ingir blómin min, samt er mér í hjarta hljótt: kotið mitt við hvamm og hraun kveðja hlít ég skjótt. Hvert sem leiðin liggur, lifir hjartans þrá, hingað hvarflar hriggur hugur glaumi frá; engan stað ég vænni veit. Vermdu, blessuð sumarsól! sælan ættarreit. Hulda. Gaddavírslögin. —:o:— n. Ástæðurnar sem taldar voru fram af stuðn- ingsmönnum málsins (í nefndarálitinu) voru þessar: að girðing túna (með gaddavír?) sé firsta og langþíðingarmesta sporið í allri vorri jarðrækt, að fæstar af fjárveitingum þingsins geti komið þjóðinni að jafn miklu gagni og borið jafn fljótt. og jafnvaranlega á- vegsti sem þessi, að einstökum mönnum só ofvagsið að framkvæma þetta án hjálpar landssjóðs, og að landssjóður vegna hinna þungu útgjalda í ímsum öðrum efnum só hvort sem er í fjárskorti og þurfi að taka lán(H). Eunfremur var lögð mikil áhersla á það, að þingið eigi að sína það i verkinu með þessu að það hafi trú á framtíð landsins þótt aðrir séu að missa hana. Ég ætla nú að athuga litið eitt þessar á- stæður. Um síðustu ástæðuna er það að segja, að hún er nokkuð glæfraleg. Mönnum gæti sínst hér vera oftrú hjá þinginu á þvi, hvað þjóðin gæti þolað af agsarsköftum í stjórn á málum þess; og irði þá árangurinn nokkur auuar en að vekja trú manna á því að þeim geti vegnað hér vel undir slikri stjórn. Þá er eiunig dálítið beigluð hugsunin í næstsíð- ustu ástæðunni: að af því að landssjóður eigi örðngt með að sinna óhjákvæmilegum þörfum sínum, þá eigi hann einnig að bæta þessu lán-fargani á sig. Því skal ekki neitað, að girðingar eru mesta þarfa-þing, en að þær séu, eins og liáttað er hér á landi, langþíðingarmesta sporið í jarðrækt, er ofsagt. Hvað segja meun um áburðiun. Því ekki bjóða fram lán til safnhúsa firir áburð eða firir túna- slóttur, plægingar eða eitthvað slíkt, sem miklu fremur en tómar girðingar geta talist ræktun landsins. Og gjörðu menn nokkuð að slíku, þá kæmn girðingarnar af sjálfu sér; það slóttar enginu tún sin óvarið eða plægir sáðreiti þar. Hinsvegar er eugin vissa firir að þetta komi á eftir girðingunum. En girð- ingunum er mönnum ofvagsið að koma upp „án hjálpar landssjóðs11, segir nefndin. Þetta er als ekki rétt í flestum tilfellum. Það er talið að túugirðing á meðal jörð inegi áætla 400 faðma langa, og mindi hún þá kosta als ekki fullar 200 kr. Þetta kostar gaddavírs- girðing um 10—11 dagslátta tún. Hermann Jónasson segir nú á þinginu, að telja megi að töðufallið muni aukast við girðinguna um 1/y Gjöri maður ráð fir að 12 hestar fáist af dagsláttu áður en girt er eða 120 hestar af 10 dagsláttum þá irði heiið sem fengist eftir girðinguna 24 hestuin meira á ári, en með 4 kr. verði á heihesti irði það 96 kr. á ári, og borgar þá heiaukinn á 2 árum girð- inguna. Ef bændum er ofvagsið að ráða fram úr ekki stórfeldara firirtæki og með eins fljótteknum gróða, einsog þetta er, án hjálpar landssjóðs, þá veit ég sannarlega ekki hvað þeir ættu að geta framkvæmt án hjálpar úr landssjóði. Ætli það væri þá ekki eins rétt að landssjóður tæki þá alla beinlínis á kost, annaðist þá að öllu leiti og alt þeirra. Eða þá nærgætnin í lánskjörunum. Lánið veitt til 41. árs. Það mátti ómögulega stitta þann tíma, þótt enginn flutningsmanna treistisér til að halda því fram, að gaddavírinn entist lengur en 10—lð ár. Og upphaflega var jafnvel tilætlun flutningsmannnanna að gefa bændum töluvert af framlagi landssjóðs. Þing- inu eða gaddavírs-vinunum á því hefur verið „ofvagsið“ að sjá það, að einmitt af því að svo ódírt girðingarefni var fundið sem gadda- vírinn, þá er öllum bændum þeim er nokkuð framtak hafa eða vilji er i, inuanhandar að girða tún sín hjálparlaust. Um jarðeigendur sem margir hverjir eru efnamenn er þetta deginum ljósara, og leiguliðarnir standa í

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.