Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 14.02.1904, Blaðsíða 1

Ingólfur - 14.02.1904, Blaðsíða 1
INGÓLFUR. II. AIl. Reikjavík, sumiudagÍHn 14. febrúar 1904. G blað. Langfrjálslindasta lífsábirgðarfélagið á INGOLFUR. kemur út einu sinni í viku eftirleiðis; aukablöð við og við; ræðir landsmál öll og stórmál höfuðstaðarins; flitur fréttir innlendar og útlendar; er besta auglísingablað. Kost- ar 2 kr. og 80 a, erlendis 3 kr., útsölumenn fá 20% og 1. árg. blaðsins meðan til vinst ef þeir hafa 10 kaupendur. Til Guðmundar Björnssonar læknis. Frá mildu móðurauga hve móðurástin skein svo hjartanleg á hljóðan og híran vöggusvein: og faðir einnig unni þeim ingsta dreng sem víf, og hópur bernsku blómstra var beggja indi og lif. Að heiman bjó sig halur því hinsta sinn að gröf, hann vildi filgja vini. Hvað var, sem olli töf? Var einhver huldu ómur frá örlaganna dís, sem sagði: „Dvel, því döpur þér dauðafregn er vís?“ I hvíln horfði svanni á hópiun barna sinn, á brjóstmilking í blundi með barnsins værð á kinn; í móðurbrjóstið blíða þá beindi dauðinn ör svo dagur hvarf í draumi og dró úr æðum fjör. Og hann, sem henni unni við hvilubeðinn stóð og hann veit best um harminn — það herma engin ljóð. — Sú dauða undin æða hans ástar snerti hönd; nú gat ei reint að græða hin góða læknis hönd. Hve svipult hvarf þjer svanni. Hví sviftur varstu il af hádagssól í heiði? Hvi hneig hún ægis til? Og víst er von þú sirgir þitt vífið banasært; nú munaðarlausir misstu sitt móðurhjarta kært. L 2. Islandi er Umboðsmaður: Jens B. Waage. Gaddavírslögin. Menn urðu ekki lítið hissa i snmar, þegar þeir fréttu, að þingið væri að kaupa gadda- vír firir hálfa milljón króna. Menn trúðu því ekki. Héldu blátt áfram, að nú væri verið að skrökva upp á þingið. Uó að þingið væri eiðslusamt og ófullkomið í mörgu, þá gátu menn ekki búist við þessu af því. Og það var ekki aðeins utanþingsmenn, sem áttn bágt með að átta sig á málinu eða finna púðrið í þvi. Þrátt firir margþvældar umræður á þinginu sjálfu og ákafan undir- róður þar, þá tókst þó ekki að troða þessari „stóru hugsun“, að ætla sér að girða öll tún á landinu „eftir vissum reglnm“, inn i meir enn helming þingmanna og frumvarpið marð- ist gegnum þingið með 1 atkvæðis muti í neðri deild. Og það stóð ekki á staðfestingunni. Al- berti sá ekkert í frumvarpinu, sem gæti verið hættulegt firir „ríkiseininguna“, og hann flítti sér að sína frjálslindi sitt með því að fá staðfestingu konungs á frumvarpinu, og það varð að lögum 19. deshr. f. á. Tilgangurinn með lögunum, „stóra hugsun- in“ sem er aðalinntak þeirra, eins og einn af höfuðpaurum þingsins komst að orði, er sú, að koma á fáura árum girðingu um hvern ræktaðan blett á iandinu. Og þessi hugsun á að framkvæmast með því að stjórnin á að kaupa gaddavír firir hálfa milljón og lána þeim sem þess óska. Það firsta sem maður rekur augun í er það, að það er þó í raunirrai ekki aðalatriðið í lögunuiu að hjálpa mönnum til að girða tún sín. Firirsögn laganna, lög um túngirð- ingar, er ekki réttnefni. Lögin eiga ekki við j aðrar túngirðingar en gaddavírsgirðingar. Þau vilja ekki stirkja menn til að koma upp girðingum um tún sín, ef úr öðru efni eru. Og þó játar annar aðalflitjandi málsins j að grjótgirðingar séu einhverjar þær hestu og varanlegustu girðingar, sem hægt sé að fá. Og sami maður kannast við, hve gadda- vírsgirðingarnar hafi reinst stopular og end- ingarillar. Ef flutningsmennirmr hefðu verið ,.agentar“ firir eitthvern gaddavirskaupmann eða einhverja gaddavírsverksmiðju, þá hefði þessi sérstaka gaddavírs-velvild verið skiljan- leg, og það er vel trúlegt, að þeir hefðu þá, eins og einn þeirra hauðst til, getað tekið að sér firir lOOkróna ómaksiaun aðeins að koma hálfu milljóninni í gaddavír. En þegar því nú ekki er að heilsa að þeir séu það, þá er það óskiljanleg rangsleitni við þá menn, sem j ekki hafa trú á gaddavírsgirðingum, eu vilja koma upp góðum girðingum um sín tún, úr grjóti t. d., að þeir skuli ekki getaátt kost á sama láni úr landssjóði og hinir, sem gadda- vírinn nota. Lánsupphæðina rnátti þó auð- vitað rniða við það sem gaddavírsgirðing með sömu lengd kostaði, ef hitt þótti of mikið lán sem girðing úr öðru efni kostaði. Nei, þing- ið vildi nú ráða; það vildi húa firir menn, vera formindarar þeirra. Lögin áttu því að heita, eins og almenn- ingur skírði þau strags, lög um gaddavír en ekki lög um túngirðingar. En hvernig stendur á því, hljóta menn að spirja, að þingið fer að hlaupa til að bjóða mönuum þetta gífurlega stórlán úr lands- sjóði, sem enginn hefir beðið um. Hafði þingið svo mikil fjárráð, að það vissi eigi til hvers ætti að nota féð? Nei, öðru nær. Það gat ekki sint nauðsinlegum þörfum lands- ins á íjárlögunum, en vantaði til þess rúmar 400,000 krónur og eru þó ótalin lán til ímsra framfara.firirtækja, er þingið hafði samþikt að veita, ifir 200000 kr. og enn ímislegur kostn- aður, er ní lög hafa i för með sér á fjárhags- tímabilinu, svo sem gagnfræðaskólastofnun á Akureiri, útríming fjárkláða og stjórnarráðið níja, alls ifir 200000 kr. Þingið hafði því ráðstafað ifir 800000 kr. til brúkunar á fjár- hagstímabilinu fram ifir tekjur landssjóðs og þó ræðst það í það af sjálfsdáðum og óbeðið, að bjóða fram 500000 kr. lán í gaddavír. Þeim var saunarlega vorkunn sumum þing- mönnunum í sumar, þótt þeim ofbiði þetta háttalag þingsins í fjármálum og kölluðu það óhófiega eiðslusemi og bruðlunarsemi. — En, eg vík að því aftur, hvað gat nú stiðjöndum þessara gaddavírslaga gengið til að fara að hjóðast til að hina mönnum ofan á allt 500000 kr., sem ekki voru til, og langt frá því. Jú, það var „stóra hugsnnin“, „merki- legasta málið sem komið hefur fram á þingi“. Já, í sannleika „merkilegasta“ málið, munu margir segja. (Frh.) B r o d d i. Filgjur. , II. Margvíslegar óheillir steðja að mönnum og væri illa komið hag þeirra, ef eigi hefðu þeir neinar verndarvættir. En firir því mega þeir oft undan stíra hættuuni, að ifir þeim vaka verndarvættir slíkar sem Grímur með- hjálpari og aðrar heillafilgjur. — Eilgjur eru margvíslegar, en ekki eru þær allar jafntrú- ar. Munu kinfilgjur vera flestum trúrri, því að þær ganga að erfðum mann framafmanni. Eru þess fullljós merki, hvar sem litið er, en næst oss eru þau, er löggjafar vorir hafa sínt hverjum, er rétt skinjar gjörðir þeirra. Það er oss Islendingum minnisstætt, hvert stórmenni það var, er nam þetta land.' Voru það menn af hinum bestu ættum i Noregi, hersa sinir og konunga. Mun mörgum ljúft að sjá, hversu kinfilgjan, konungslnndin, er lífseig orðin og hvern veg henni er háttað hjá löggjöfunum. — Þess hefur fir verið get- ið í blaði þessu, hversu hermenskan og vík- ingalundin lístu sér á síðasta þingi, er það skildi i lög setja að riðja veg og rækta skóg

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.